VÍB styrkir Víking Heiðar Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. október 2013 16:38 Víkingur Heiðar Ólafsson er einn af efnilegustu tónlistarmönnum Íslands. Víkingur Heiðar Ólafsson mun njóta góðs stuðnings frá VÍB, eignarstýringu Íslandsbanka, næstu tvö árin. Markmiðið með stuðningnum við Víking Heiðar er að styðja hann sem sjálfstæðan listamann. VÍB mun í samstarfi við Víking standa bæði fyrir fræðslufundum og tónleikum fyrir viðskiptavini sína. Síðan Víkingur lauk námi frá Juilliard skólanum hefur hann komið fram víða um lönd og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. verið valinn Flytjandi ársins þrisvar sinnum á Íslensku tónlistarverðlaunum. Víkingur hefur unnið með framúrskarandi tónlistarfólki, frumflutt fjóra íslenska píanókonserta og gefið út þrjá geisladiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí. Um þessar mundir einbeitir hann sér að tónverkum Johanns Sebastians Bach og stefnir að því að læra 19 hljómborðssvítur hans á þessum vetri meðfram tónleikahaldi. „Víkingur Heiðar hefur vakið athygli fyrir mikla hæfileika en á sama tíma öguð vinnubrögð sem er ekki ósvipað því hvernig við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi þjónustu okkar,“ segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB. „Víkingur Heiðar er að byggja sig upp sem sjálfstæður listamaður á alþjóðavísu og samstarfið við VÍB kemur til að hjálpa honum á þeirri braut. Við hlökkum til samstarfsins við Víking Heiðar næstu árin.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Víkingur Heiðar Ólafsson mun njóta góðs stuðnings frá VÍB, eignarstýringu Íslandsbanka, næstu tvö árin. Markmiðið með stuðningnum við Víking Heiðar er að styðja hann sem sjálfstæðan listamann. VÍB mun í samstarfi við Víking standa bæði fyrir fræðslufundum og tónleikum fyrir viðskiptavini sína. Síðan Víkingur lauk námi frá Juilliard skólanum hefur hann komið fram víða um lönd og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. verið valinn Flytjandi ársins þrisvar sinnum á Íslensku tónlistarverðlaunum. Víkingur hefur unnið með framúrskarandi tónlistarfólki, frumflutt fjóra íslenska píanókonserta og gefið út þrjá geisladiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí. Um þessar mundir einbeitir hann sér að tónverkum Johanns Sebastians Bach og stefnir að því að læra 19 hljómborðssvítur hans á þessum vetri meðfram tónleikahaldi. „Víkingur Heiðar hefur vakið athygli fyrir mikla hæfileika en á sama tíma öguð vinnubrögð sem er ekki ósvipað því hvernig við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi þjónustu okkar,“ segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB. „Víkingur Heiðar er að byggja sig upp sem sjálfstæður listamaður á alþjóðavísu og samstarfið við VÍB kemur til að hjálpa honum á þeirri braut. Við hlökkum til samstarfsins við Víking Heiðar næstu árin.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira