Menning

Ljáðu okkur eyra - hádegistónleikaröð

Gerrit Schuil
Gerrit Schuil Fréttablaðið/Anton Brink
Fimmta veturinn í röð er boðið upp á hádegistónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það var píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sem stofnaði þessa tónleikaröð haustið 2009 og hefur hann alla tíð síðan verið listrænn stjórnandi tónleikanna. Sem fyrr ber tónleikaröðin heitið „Ljáðu okkur eyra“.

Á tónleikum haustsins koma fram margir fremstu tónlistarmenn Íslendinga og hvern miðvikudag til 4. desember er sungið og spilað um hádegisbil í Fríkirkjunni. Í þetta sinn eru gestirnir þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Elsa Waage, Sigriður Ósk Kristjánsdóttir, Ágúst Ólafsson, Hlín Pétursdóttir, Lilja Guðmundsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson.

Fyrstu tónleikar vetrarins hefjast miðvikudaginn 16. október, kl. 12:15 og standa í hálftíma. Í upphafi tónleika býður gestgjafinn, Gerrit Schuil, fólk velkomið og kynnir verkin sem flutt verða. Aðgangseyrir á tónleikana í vetur er 1000 kr. og ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn.

Áður fyrr voru hverjir tónleikar eins konar óvissuferð og ekki var vitað fyrir um flytjendur þeirra. Nú verður horfið frá þessari hefð og verða flytjendurnir kynntir í fréttum, g á síðu Fríkirkjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.