Tónlist

Húllumhæ á X977 í allan dag

Í kvöld verður blásið til glæsilegra afmælistónleika í Listasafni Reykjavíkur.
Í kvöld verður blásið til glæsilegra afmælistónleika í Listasafni Reykjavíkur.
Útvarpsstöðin X977 fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni af því verður húllumhæ á stöðinni í dag og langt fram á kvöld.

Gamlar X-kempur verða í aðalhlutverki í dag og klukkan 10 hóf Matti upp raust sína á stöðinni eftir langt hlé. Klukkan 12 á hádegi verður rykinu dustað af útvarpsþættinum Ólafi. Klukkan 14 mætir Andri Freyr með útvarpsþáttinn Capone og það eru Ding Dong-bræður, þeir Doddi litli og Pétur Jóhann, sem klára hátíðardagskrána með stæl klukkan 16.

Í kvöld verður svo blásið til afmælistónleika í Listasafni Reykjavíkur þar sem fram koma margar af ástsælustu hljómsveitum í sögu stöðvarinnar. Það eru goðsagnirnar í Maus sem leiða hópinn en sveitin hefur ekki spilað á tónleikum í næstum áratug. Aðrar sveitir sem koma fram eru Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo.

Húsið opnar klukkan 19 og miðasala fer fram á Miði.is. Hægt er að hlusta á X977 í beinni á netinu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.