Mjölnismenn sluppu með skrekkinn eftir bílveltu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 27. október 2013 21:42 „Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. Þráinn og Gunnar Nelson, bardagakappinn góðkunni, voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð. „Það kom bara allt í einu hálka. Við vorum samferða öðrum bíl sem keyrði á undan okkur. Þeir ákváðu að hringja til að láta okkur vita að þetta væri eiginlega vonlaust. Svo þegar þeir líta í baksýnisspegilinn þá sjá þeir bara hvar við fljúgum út af Þjórsármegin,“ segir Þráinn. Hann segir mikil mildi að bíllinn hafi ekki hafnað ofan í ánni. „Bíllinn stoppaði sem betur fer á dekkjunum, einhvern meter frá ánni.“Strákarnir skelltu sér í óvissuferð Mjölnis eftir aðhlynninguna.Strákarnir létu óhappið þó ekki stöðva sig og héldu ferð sinni áfram eftir aðhlynningu á Selfossi. „Við stoppuðum aðeins á Selfossi og náðum andanum en héldum svo bara áfram. Við létum þetta ekkert stöðva óvissuferðina,“ segir Þráinn og hlær. „Við náðum í skottið á þeim í Hveragerði, þangað voru allir mættir í bjórskóla.“ Þráinn birti þessa mynd á Instagram í gær en þar má sjá beygjuna þar sem bíllinn valt. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. Þráinn og Gunnar Nelson, bardagakappinn góðkunni, voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð. „Það kom bara allt í einu hálka. Við vorum samferða öðrum bíl sem keyrði á undan okkur. Þeir ákváðu að hringja til að láta okkur vita að þetta væri eiginlega vonlaust. Svo þegar þeir líta í baksýnisspegilinn þá sjá þeir bara hvar við fljúgum út af Þjórsármegin,“ segir Þráinn. Hann segir mikil mildi að bíllinn hafi ekki hafnað ofan í ánni. „Bíllinn stoppaði sem betur fer á dekkjunum, einhvern meter frá ánni.“Strákarnir skelltu sér í óvissuferð Mjölnis eftir aðhlynninguna.Strákarnir létu óhappið þó ekki stöðva sig og héldu ferð sinni áfram eftir aðhlynningu á Selfossi. „Við stoppuðum aðeins á Selfossi og náðum andanum en héldum svo bara áfram. Við létum þetta ekkert stöðva óvissuferðina,“ segir Þráinn og hlær. „Við náðum í skottið á þeim í Hveragerði, þangað voru allir mættir í bjórskóla.“ Þráinn birti þessa mynd á Instagram í gær en þar má sjá beygjuna þar sem bíllinn valt.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira