Vettel: Erfitt að vera púaður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 12:42 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“ Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira