„Nú setjum við punkt aftan við ruglið“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 14:45 Stórsveit Reykjavíkur lék fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar. Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira