„Nú setjum við punkt aftan við ruglið“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 14:45 Stórsveit Reykjavíkur lék fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar. Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vitundarvakningarhátíð Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) stendur nú yfir í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Í gær hélt Stórveit Reykjavíkur viðhafnartónleika í Hörpu. Þar lék sveitin fjölda nýrra útsetninga íslenskra jazzverka fyrir fullum sal við frábærar undirtektir, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT. Meðal höfunda voru Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Agnar Már Magnússon og Ómar Guðjónsson. Í tilefni hátíðarinnar hefur bókin Vatnaskil í hrynheimum verið gefin út, en hún er sögð veita „áður óþekkta innsýn í heim íslensks tónlistarfólks á vettvangi takttónlistar“. Jakob segir bókina barátturit í anda bolsjevika. „Nú setjum við punkt aftan við ruglið sem búið er að ráða för í tónlistar og menningarlífi og hefjum nýtt skeið þar sem hlutur hryntónlistarinnar verður metinn að verðleikum og ekki látin éta það sem úti frýs eins og undirmálsfólk er dæmt til.“ Á annan tug höfunda koma að útgáfu bókarinnar og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur, Curver Thoroddsen og Arnar Eggert Thoroddsen. „Þar er meðal annars vikið að ógninni sem upplifunargeiranum stafar af ólöglegu niðurhali,“ segir Jakob. Í kvöld klukkan 21 verða síðan aðrir tónleikar í Hörpu þar sem fimmtán valin söngvaskáld flytja sín bestu lög. Þeirra á meðal eru Pétur Ben, Þórunn Antonía, Berndsen, Fabúla, Hörður Torfa, Elín Ey og Sóley Stefánsdóttir, en Jakob segir hana eiga Íslandsmet á YouTube, liðlega 14 milljónir heimsókna. „Síðan lýkur þessu á morgun með glæsilegu málþingi og vinnustofu þar sem Ari Eldjárn, Sjón, Bragi Valdimar, Katrín Jakobsdóttir og fjölmargir fleiri andas jöfrar kasta á milli sín fjörgi sem verður okkar veganesti inn í nýja tíma. Svo eru það tvær stjörnur um kvöldið sem við munum horfast í augu við út frá textum þeirra og tónlist. Annars vegar verkum hins rammþjóðlega Megasar, sem stendur báðum fótum djúpt í íslenskri bragmenningu, og svo hinni alþjóðlegu og fjöltyngdu Björk, sem fer með himinskautum í leik sínum að orðum, hljóðum og Bíófílíu.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira