Milljarðatugir unnir úr frákastinu Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2013 11:28 Grafík/Jónas Unnarsson - Svavar Hávarðsson Vöxtur sjávarklasans, hefðbundins sjávarútvegs og framleiðslustarfsemi sem hann stendur undir, er gríðarmikill ár frá ári. Framleiðsluvirði sjávarklasans hefur aukist um 80 milljarða á tveimur árum. Þetta sýnir óbirt skýrsla Íslenska sjávarklasans um efnahagsleg umsvif og afkomu greinarinnar fyrir árið 2012. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, einn höfunda, segir aukninguna allrar athygli verða. „Aukningin er ekki aðeins komin til af eflingu í grunngreininni, sjávarútvegi, heldur líka að miklu leyti af vexti í hliðargreinum eins og sjávartækni og líftækni og fullvinnslu aukaafurða. Þessar greinar hafa vaxið að meðaltali um 10-15% undanfarin ár. Ef fram heldur sem horfir mun meirihluti af veltu sjávarklasans koma frá öðru en útflutningi sjávarafurða innan 15 ára,“ segir Haukur. Þegar rýnt er í skýrsluna sést að sjávarklasinn stendur undir 28,4% landsframleiðslunnar (VLF) árið 2012. Hefur greinin vaxið úr 25,6% af VLF á aðeins tveimur árum.Hausar fyrir átta milljarða Þegar Haukur er spurður hvað hafi komið sérstaklega á óvart við vinnslu skýrslunnar segir hann vekja sérstaka athygli hvað fullvinnsla aukahráefna, sem áður var hent fyrir borð eða voru urðuð, færist mjög í vöxt. „Með aukahráefni á ég við hausa, bein, roð, lifur, afskurð, klær og fleira sem getur verið mjög verðmætt. Við vitum að þurrkaðir þorskhausar hafa verið til á Íslandi mjög lengi en síðasta áratuginn erum við einfaldlega að sjá sprengingu í þessari framleiðslu sem skilar nú um sex milljörðum króna árlega í útflutningstekjur. Og ef þú bætir við hausum af öðrum tegundum erum við að horfa upp á átta milljarða á síðasta ári. Og þetta er bara dæmi um eina afurð,“ segir Haukur.Magnið skiptir ekki öllu Annar af höfundum skýrslunnar, Bjarki Vigfússon hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, segir aðspurður erfitt að segja til um hversu mikið sjávarklasinn á Íslandi getur vaxið. „Það sem við þó vitum er að hinn hefðbundni sjávarútvegur, veiðarnar sjálfar, búa við takmarkanir frá náttúrunnar hendi, þ.e. við getum bara veitt visst magn á hverju ári til þess að ganga ekki á stofnana. Þess vegna er svo mikilvægt að nýta sem allra mest af því hráefni sem kemur á land og nýta það í sem allra verðmætasta framleiðslu. Þar kemur líftæknin og hátækniiðnaðurinn til sögunnar. Að nýta aukahráefni sem áður var hent til að framleiða heilsuvörur, lækningavörur eða snyrtivörur er raunverulegur möguleiki núna. Með hliðsjón af því eru vaxtartækifæri sjávarklasans gríðarleg og í raun engin leið að sjá fyrir í hvaða átt hann muni þróast, en það þarf að vinna fyrir þessu, gera rannsóknir og taka áhættu í fjárfestingum,“ segir Bjarki.Milljarðatugir Bjarki nefnir einnig tæknifyrirtæki sjávarklasans. „Þau eru mörg hver í heimsklassa á sínu sviði í þróun og framleiðslu tækja og tæknilausna og eru að sækja á erlenda markaði með sínar vörur. Augljósasta dæmið um þannig fyrirtæki á Íslandi er auðvitað Marel sem byrjaði fyrir 30 árum í framleiðslu fyrir íslenskan sjávarútveg en er núna orðið alþjóðlegt stórfyrirtæki.“ Til að setja það sem Haukur og Bjarki nefna í tölfræðilegt samhengi, þá var samanlögð velta í tækni fyrir vinnslu og veiðar, líftækni og fullvinnslu aukaafurða 88 milljarðar króna á árinu 2012. Þessar greinar hafa því vaxið um 13-17% á ári undanfarin ár. Ef sá vöxtur heldur áfram ná þessar greinar 300 milljarða króna veltu eftir áratug, sem er svipað og velta í hefðbundnum sjávarútvegi og vinnslu í dag.Mýtan Það er lífseig mýta að íslenskur sjávarútvegur geti ekki vaxið umfram það sem hann er í dag. Þá vitna menn til hefðbundinna veiða og vinnslu. Hlutdeild hefðbundins sjávarútvegs í landsframleiðslu síðasta árs var 11,3%, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en er áætluð 11% fyrir árið 2011. Hlutdeild sjávarútvegs hefur því ekki verið hærri í rúman áratug, haldi þessar tölur. Hlutur veiðanna var 7,1% en vinnslu 4,2%. Skýrslan lýsir hins vegar öllum efnahagslegum umsvifum sjávarklasans á Íslandi. Vaxtarmöguleikar Haukur segir vaxtarmöguleika greinarinnar verulega. „Íslenskur sjávarútvegur er að vissu leyti hagkvæmur og vel rekinn, meðferð hráefnisins hefur batnað mikið á undanförnum áratugum, framleiðni er mjög góð í samanburði við sjávarútvegsgeirann í öðrum löndum, hráefnanýting virðist vera betri hér en hjá nágrannaþjóðunum sem stunda fiskveiðar,“ segir Haukur. Hann bætir við að hins vegar megi sannarlega gera betur á öllum þessum sviðum, á Íslandi jafnt sem annars staðar, og þekking íslenskra vísindamanna og fyrirtækja gæti skipt sköpum við nútímavæðingu sjávarútvegsgreinarinnar erlendis. „Íslenskur sjávarútvegur er í raun eina atvinnugreinin sem stenst alþjóðlegan samanburð þegar kemur að framleiðni og við höfum því margt fram að færa,“ segir Haukur. Rannsóknir Íslenska sjávarklasans sýna að u.þ.b. 20% af heildarveltu í flutningsþjónustu og miðlun megi rekja beint til viðskipta við sjávarútvegsfyrirtæki. Þá má rekja 7-8% af heildarveltu í samgöngum á landi, sjó og á vatnaleiðum til viðskipta við sjávarútveg. Um 40% af veltu í fraktflugi eru komin til vegna flutninga á sjávarafurðum. Af þessu má áætla að heildarvelta í flutningum og tengdri starfsemi með sjávarafurðir hafi verið í kringum 17 milljarða króna á árinu 2012. Nú eru starfrækt á fjórða tug fyrirtækja á Íslandi sem stunda sölu og markaðssetningu sjávarafurða og nokkur þeirra selja einnig fisk sem veiddur er utan lögsögu Íslands. Í hópi sölufyrirtækja með íslenskar sjávarafurðir eru tveir risar, Icelandic Group og Iceland Seafood International (ISI), en samanlögð velta þeirra á árinu 2012 var um 120 milljarðar króna. Icelandic Group hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu undanfarin ár sem nú sér fyrir endann á. Starfsmenn félagsins eru nú um 1.700 í níu löndum og heildarveltan um 90 milljarðar árlega. Söluverðmæti afurða ISI jókst um 12% milli ára, nam alls um 180 milljónum evra (29 milljörðum) árið 2012 og söluteymi fyrirtækisins hér á landi var styrkt á árinu. Að minnsta kosti 35 fyrirtæki starfa nú við fullvinnslu óhefðbundinna afurða af einhverju tagi á Íslandi, allt frá hausaþurrkun og lifrarniðursuðu til framleiðslu græðandi plástra og húðkrema. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var 22 milljarðar króna og jókst um 17% frá fyrra ári. Aukaafurðir sem annars færu í súginn eru mikilvægur þáttur í framleiðslu og vöruþróun margra þessara fyrirtækja. Líftækni og líftæknirannsóknir gegna lykilhlutverki við bætta og framsækna nýtingu aukaafurða og aðra hámarksnýtingu hráefnis. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Vöxtur sjávarklasans, hefðbundins sjávarútvegs og framleiðslustarfsemi sem hann stendur undir, er gríðarmikill ár frá ári. Framleiðsluvirði sjávarklasans hefur aukist um 80 milljarða á tveimur árum. Þetta sýnir óbirt skýrsla Íslenska sjávarklasans um efnahagsleg umsvif og afkomu greinarinnar fyrir árið 2012. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, einn höfunda, segir aukninguna allrar athygli verða. „Aukningin er ekki aðeins komin til af eflingu í grunngreininni, sjávarútvegi, heldur líka að miklu leyti af vexti í hliðargreinum eins og sjávartækni og líftækni og fullvinnslu aukaafurða. Þessar greinar hafa vaxið að meðaltali um 10-15% undanfarin ár. Ef fram heldur sem horfir mun meirihluti af veltu sjávarklasans koma frá öðru en útflutningi sjávarafurða innan 15 ára,“ segir Haukur. Þegar rýnt er í skýrsluna sést að sjávarklasinn stendur undir 28,4% landsframleiðslunnar (VLF) árið 2012. Hefur greinin vaxið úr 25,6% af VLF á aðeins tveimur árum.Hausar fyrir átta milljarða Þegar Haukur er spurður hvað hafi komið sérstaklega á óvart við vinnslu skýrslunnar segir hann vekja sérstaka athygli hvað fullvinnsla aukahráefna, sem áður var hent fyrir borð eða voru urðuð, færist mjög í vöxt. „Með aukahráefni á ég við hausa, bein, roð, lifur, afskurð, klær og fleira sem getur verið mjög verðmætt. Við vitum að þurrkaðir þorskhausar hafa verið til á Íslandi mjög lengi en síðasta áratuginn erum við einfaldlega að sjá sprengingu í þessari framleiðslu sem skilar nú um sex milljörðum króna árlega í útflutningstekjur. Og ef þú bætir við hausum af öðrum tegundum erum við að horfa upp á átta milljarða á síðasta ári. Og þetta er bara dæmi um eina afurð,“ segir Haukur.Magnið skiptir ekki öllu Annar af höfundum skýrslunnar, Bjarki Vigfússon hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, segir aðspurður erfitt að segja til um hversu mikið sjávarklasinn á Íslandi getur vaxið. „Það sem við þó vitum er að hinn hefðbundni sjávarútvegur, veiðarnar sjálfar, búa við takmarkanir frá náttúrunnar hendi, þ.e. við getum bara veitt visst magn á hverju ári til þess að ganga ekki á stofnana. Þess vegna er svo mikilvægt að nýta sem allra mest af því hráefni sem kemur á land og nýta það í sem allra verðmætasta framleiðslu. Þar kemur líftæknin og hátækniiðnaðurinn til sögunnar. Að nýta aukahráefni sem áður var hent til að framleiða heilsuvörur, lækningavörur eða snyrtivörur er raunverulegur möguleiki núna. Með hliðsjón af því eru vaxtartækifæri sjávarklasans gríðarleg og í raun engin leið að sjá fyrir í hvaða átt hann muni þróast, en það þarf að vinna fyrir þessu, gera rannsóknir og taka áhættu í fjárfestingum,“ segir Bjarki.Milljarðatugir Bjarki nefnir einnig tæknifyrirtæki sjávarklasans. „Þau eru mörg hver í heimsklassa á sínu sviði í þróun og framleiðslu tækja og tæknilausna og eru að sækja á erlenda markaði með sínar vörur. Augljósasta dæmið um þannig fyrirtæki á Íslandi er auðvitað Marel sem byrjaði fyrir 30 árum í framleiðslu fyrir íslenskan sjávarútveg en er núna orðið alþjóðlegt stórfyrirtæki.“ Til að setja það sem Haukur og Bjarki nefna í tölfræðilegt samhengi, þá var samanlögð velta í tækni fyrir vinnslu og veiðar, líftækni og fullvinnslu aukaafurða 88 milljarðar króna á árinu 2012. Þessar greinar hafa því vaxið um 13-17% á ári undanfarin ár. Ef sá vöxtur heldur áfram ná þessar greinar 300 milljarða króna veltu eftir áratug, sem er svipað og velta í hefðbundnum sjávarútvegi og vinnslu í dag.Mýtan Það er lífseig mýta að íslenskur sjávarútvegur geti ekki vaxið umfram það sem hann er í dag. Þá vitna menn til hefðbundinna veiða og vinnslu. Hlutdeild hefðbundins sjávarútvegs í landsframleiðslu síðasta árs var 11,3%, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en er áætluð 11% fyrir árið 2011. Hlutdeild sjávarútvegs hefur því ekki verið hærri í rúman áratug, haldi þessar tölur. Hlutur veiðanna var 7,1% en vinnslu 4,2%. Skýrslan lýsir hins vegar öllum efnahagslegum umsvifum sjávarklasans á Íslandi. Vaxtarmöguleikar Haukur segir vaxtarmöguleika greinarinnar verulega. „Íslenskur sjávarútvegur er að vissu leyti hagkvæmur og vel rekinn, meðferð hráefnisins hefur batnað mikið á undanförnum áratugum, framleiðni er mjög góð í samanburði við sjávarútvegsgeirann í öðrum löndum, hráefnanýting virðist vera betri hér en hjá nágrannaþjóðunum sem stunda fiskveiðar,“ segir Haukur. Hann bætir við að hins vegar megi sannarlega gera betur á öllum þessum sviðum, á Íslandi jafnt sem annars staðar, og þekking íslenskra vísindamanna og fyrirtækja gæti skipt sköpum við nútímavæðingu sjávarútvegsgreinarinnar erlendis. „Íslenskur sjávarútvegur er í raun eina atvinnugreinin sem stenst alþjóðlegan samanburð þegar kemur að framleiðni og við höfum því margt fram að færa,“ segir Haukur. Rannsóknir Íslenska sjávarklasans sýna að u.þ.b. 20% af heildarveltu í flutningsþjónustu og miðlun megi rekja beint til viðskipta við sjávarútvegsfyrirtæki. Þá má rekja 7-8% af heildarveltu í samgöngum á landi, sjó og á vatnaleiðum til viðskipta við sjávarútveg. Um 40% af veltu í fraktflugi eru komin til vegna flutninga á sjávarafurðum. Af þessu má áætla að heildarvelta í flutningum og tengdri starfsemi með sjávarafurðir hafi verið í kringum 17 milljarða króna á árinu 2012. Nú eru starfrækt á fjórða tug fyrirtækja á Íslandi sem stunda sölu og markaðssetningu sjávarafurða og nokkur þeirra selja einnig fisk sem veiddur er utan lögsögu Íslands. Í hópi sölufyrirtækja með íslenskar sjávarafurðir eru tveir risar, Icelandic Group og Iceland Seafood International (ISI), en samanlögð velta þeirra á árinu 2012 var um 120 milljarðar króna. Icelandic Group hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu undanfarin ár sem nú sér fyrir endann á. Starfsmenn félagsins eru nú um 1.700 í níu löndum og heildarveltan um 90 milljarðar árlega. Söluverðmæti afurða ISI jókst um 12% milli ára, nam alls um 180 milljónum evra (29 milljörðum) árið 2012 og söluteymi fyrirtækisins hér á landi var styrkt á árinu. Að minnsta kosti 35 fyrirtæki starfa nú við fullvinnslu óhefðbundinna afurða af einhverju tagi á Íslandi, allt frá hausaþurrkun og lifrarniðursuðu til framleiðslu græðandi plástra og húðkrema. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var 22 milljarðar króna og jókst um 17% frá fyrra ári. Aukaafurðir sem annars færu í súginn eru mikilvægur þáttur í framleiðslu og vöruþróun margra þessara fyrirtækja. Líftækni og líftæknirannsóknir gegna lykilhlutverki við bætta og framsækna nýtingu aukaafurða og aðra hámarksnýtingu hráefnis.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira