Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. október 2013 01:11 Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007. Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.
Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51