Vala Matt: Uppskriftir Óskar og Þóru frá Seyðisfirði 22. október 2013 11:21 Vala Matt fékk gómsætar uppskriftir á Seyðisfirði í sælkeraþætti sínum sem sýndur er á Stöð 2. Hér má sjá uppskrift Óskar Ómarsdóttur: Lambakóróna með koníakslerkisveppasósu Smjör sett á pönnu og hitað. Lambakjötið sett á pönnuna og um leið er sett smá timian og blóðberg. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og settur á pönnuna. Þegar kjötið hefur aðeins brúnast er því snúið við og sett salt og pipar. Þegar kjötið er orðið brúnað á báðum hliðum er það sett í ofn í ca. 8 til 10 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum er hellt smá koníaki á pönnuna og látið malla í smá tíma. Síðan er pannan sett til hliðar. Koníaks lerkisveppasósa Smjör sett á pönnuna og það látið bráðna. Þá er laukur (hvítur laukur) skorinn niður og látinn gyllast í smjörinu. Sveppunum er síðan bætt útí og saltað og piprað og síðan sett smá timian og blóðberg á pönnuna. Þegar laukurinn og sveppirnir eru vel steiktir er rjóma hellt yfir og hann látinn hitna til að taka í sig bragðið. Svo er soðinu af hinni pönnunni með knoíakinu sigtað útí og hrært saman. Að lokum er sett ein teskeið af hrútaberjasósu útí til að fá smá sætabragð.Meðlæti: Kartöflur steiktar forsoðnar og niðurskornar á pönnu með blóðbergi og salti og pipar og grænt sallat frá Vallarnesi með bláberjadressingu sem er gerð úr hituðum og mörðum aðalbláberjum.Þá eldaði Þóra Guðmundsdóttir á Seyðisfirði einnig fyrir Völu. Bökuð sellerírót með biggottói og salati Bakað sellerírótarbuff. Byrjað er á því að skræla sellerírót. Hún síðan skorin í sneiðar ca.1- 2 ja sentimetra þykkar. Sneiðunum er síðan velt uppúr eggi og semsamfræjum. Sneiðarnar eru settar í eldfast form. Smjör sett ofan á sneiðarnar og smá salt og pipar. Og síðan er formið sett í ofn í ca. 20 mínútur til hálftíma. Biggottó. Lerkisveppir (eða venjulegir sveppir) eru skornir í sneiðar. Hvannarblöð eru skorin niður (best er að taka yngstu laufin). Sveppirnir og hvönnin sett á pönnu með smjöri og steikt ca. 5 mínútur. Soðið bygg er síðan sett á pönnuna og þessu blandað saman og saltað og piprað. Byggið er forsoðið í ca. 40 mínútur og gott að vera búinn að leggja það í bleyti áður. Best er að lesa leiðbeiningar utaná bygginu. Þetta bygg er lífrænt frá Vallarnesi. Síðan er parmesan ostur rifinn yfir og magnið eftir smekk. Sallat. Appelsína skræld og skorin í bita. Fennel er einnig skorið í bita og svo síðast sett niðursneitt koriander með. Þessu er einfaldlega blandað saman og borið fram með bökuðu sellerírótinni og biggottóinu. Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið
Vala Matt fékk gómsætar uppskriftir á Seyðisfirði í sælkeraþætti sínum sem sýndur er á Stöð 2. Hér má sjá uppskrift Óskar Ómarsdóttur: Lambakóróna með koníakslerkisveppasósu Smjör sett á pönnu og hitað. Lambakjötið sett á pönnuna og um leið er sett smá timian og blóðberg. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og settur á pönnuna. Þegar kjötið hefur aðeins brúnast er því snúið við og sett salt og pipar. Þegar kjötið er orðið brúnað á báðum hliðum er það sett í ofn í ca. 8 til 10 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum er hellt smá koníaki á pönnuna og látið malla í smá tíma. Síðan er pannan sett til hliðar. Koníaks lerkisveppasósa Smjör sett á pönnuna og það látið bráðna. Þá er laukur (hvítur laukur) skorinn niður og látinn gyllast í smjörinu. Sveppunum er síðan bætt útí og saltað og piprað og síðan sett smá timian og blóðberg á pönnuna. Þegar laukurinn og sveppirnir eru vel steiktir er rjóma hellt yfir og hann látinn hitna til að taka í sig bragðið. Svo er soðinu af hinni pönnunni með knoíakinu sigtað útí og hrært saman. Að lokum er sett ein teskeið af hrútaberjasósu útí til að fá smá sætabragð.Meðlæti: Kartöflur steiktar forsoðnar og niðurskornar á pönnu með blóðbergi og salti og pipar og grænt sallat frá Vallarnesi með bláberjadressingu sem er gerð úr hituðum og mörðum aðalbláberjum.Þá eldaði Þóra Guðmundsdóttir á Seyðisfirði einnig fyrir Völu. Bökuð sellerírót með biggottói og salati Bakað sellerírótarbuff. Byrjað er á því að skræla sellerírót. Hún síðan skorin í sneiðar ca.1- 2 ja sentimetra þykkar. Sneiðunum er síðan velt uppúr eggi og semsamfræjum. Sneiðarnar eru settar í eldfast form. Smjör sett ofan á sneiðarnar og smá salt og pipar. Og síðan er formið sett í ofn í ca. 20 mínútur til hálftíma. Biggottó. Lerkisveppir (eða venjulegir sveppir) eru skornir í sneiðar. Hvannarblöð eru skorin niður (best er að taka yngstu laufin). Sveppirnir og hvönnin sett á pönnu með smjöri og steikt ca. 5 mínútur. Soðið bygg er síðan sett á pönnuna og þessu blandað saman og saltað og piprað. Byggið er forsoðið í ca. 40 mínútur og gott að vera búinn að leggja það í bleyti áður. Best er að lesa leiðbeiningar utaná bygginu. Þetta bygg er lífrænt frá Vallarnesi. Síðan er parmesan ostur rifinn yfir og magnið eftir smekk. Sallat. Appelsína skræld og skorin í bita. Fennel er einnig skorið í bita og svo síðast sett niðursneitt koriander með. Þessu er einfaldlega blandað saman og borið fram með bökuðu sellerírótinni og biggottóinu.
Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið