Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Keflavík 92-61 | Fyrsta tap Keflavíkur Sigmar Sigfússon skrifar 6. nóvember 2013 18:45 mynd/stefán Haukastúlkur bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Keflavíkur, 92-61, í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í Schenker-höllinni. Suðurnesjastúlkur áttu fá svör við leik Hauka sem voru með 28 stiga forskot eftir þrjá leikhluta. Haukastúlkur mættu ákveðnar til leiks og sýndu góða baráttu á fyrstu mínútunum. Þær rauðklæddu náðu forystu snemma í fyrsta leikhluta en ágætis kafli hjá Keflavík undir lok leikhlutans bjargaði þeim. Haukastúlkur voru með tveggja stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar. Annar leikhluti var kaflaskiptur þar sem Suðurnesjastelpur gengu á lagið og komust yfir í leiknum. Heimastúlkur sýndu frábæra takta í kjölfarið og náðu forystunni aftur með harðfylgni undir körfunni báðum megin. Staðan í hálfleik var, 49-35 fyrir Hauka. Haukaliðið fór langleiðina með að klára leikinn í þriðja leikhluta og léku á alls oddi. Lele Hardy, leikmaður Hauka, var frábær fyrir sitt lið á þessum kafla og átti stóran þátt í 28 stiga forskoti Hauka eftir leikhlutann. Það má þó ekki taka neitt af öðrum leikmönnum Hauka í þessum leik. Þær spiluðu sterka vörn sem Keflavík átti fá svör við. Haukar héldu forystunni út síðasta leikhlutann og Keflavík átti lítinn möguleika gegn öflugu Haukaliði í kvöld. Lele Hardy skoraði eins og áður segir 28 stig fyrir Hauka og tók 21 frákast. Bryndís Guðmundsdóttir var atkvæðamest í Keflavík með 19 stig og 9 fráköst.Bjarni: Spiluðum frábærlega í 40 mínútur „Við náðum heilum góðum leik og spiluðum frábærlega í 40 mínútur. Við vorum með svör við flestu sem Keflavík var að gera,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn og bætti við: „Ég er mjög ánægður með framlagið hjá mínu liði í kvöld.“ „Lele er alltaf með sínar flottu tölur og gefur mikið af sér. Bæði í skori og fráköstum en það voru fullt af leikmönnum með gott framlag hérna í kvöld. Við erum virkilega góðar þegar við náum þessum leik sem að ég veit að býr í okkur.“ „Við breyttum varnarleiknum aðeins hjá okkur fyrir þennan leik. Varnarleik sem við höfum ekki verið að nota mikið áður. En að öðru leyti lagði ég þennan leik upp eins og við höfum gert í vetur. Við fengum hinsvegar meira flæði í sóknareikinn en við höfum verið að fá,“ sagði Bjarni sáttur með sitt lið að lokum.Bryndís: Allir að bíða eftir fyrsta tapinu hjá okkur „Við mættum í fyrsta leikhlutann og svo má segja að við höfum hætt að spila. Þetta var algjör einbeitingarskortur hjá okkur og svo voru allir að tala um og bíða eftir því að við töpuðum fyrsta leiknum,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, ósátt eftir leikinn. „Það hlaut að koma að fyrsta tapinu hjá okkur. Mér fannst við ekki tilbúnar, við spiluðum vel fyrstu tíu mínúturnar en þá sprakk blaðran. Þær voru fyrstar í alla bolta, náðu öllum fráköstum og hittu vel úr sínum skotum. Þegar maður hittir á þannig dag hjá hinu liðinu þar sem allt er ofaní þá er erfitt að ráða við þær,“ sagði Bryndís. „En núna erum við búnar að tapa. Það sem allir voru að bíða eftir og það er frá. Við komum okkur aftur á beinu brautina og mætum dýrvitlausar í næsta leik,“ sagði Bryndís ákveðin að lokum.Úrslit kvöldsins:Haukar-Keflavík 92-61 (20-22, 29-13, 25-11, 18-15)Haukar: Lele Hardy 25/21 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 19/9 fráköst, Porsche Landry 16, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.Snæfell-Grindavík 85-55 (23-14, 22-14, 17-11, 23-16)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/14 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/4 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/9 fráköst, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 0.Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Alda Kristinsdóttir 0.KR-Valur 55-66 (12-14, 19-19, 13-16, 11-17)KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 19/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/12 fráköst/7 stolnir, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ebone Henry 5/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0/4 fráköst, Salvör Ísberg 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 19/17 fráköst/5 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 11/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/8 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 2/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0/8 stoðsendingar, Elsa Rún Karlsdóttir 0.Njarðvík-Hamar 64-65 (15-9, 19-16, 15-15, 15-25)Njarðvík: Jasmine Beverly 14/9 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Dögg Margeirsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/8 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.Hamar: Di'Amber Johnson 21, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 12/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/6 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/5 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Katrín Eik Össurardóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0.Leik lokið (92-61): Frábær barátta alveg til enda hjá Haukastúlkum í þessum leik. Þær binda enda á sjö leikja sigurgöngu Keflavíkur og það með 31 stigi. Virkilega flottur leikur hjá þeim en Keflavíkurstúlkur ekki líkar sjálfum sér í kvöld.38. mínúta (92-61): Keflavík er að leita að þristum en skotinn hitta vart hringinn hjá þeim. Haukar að sigla nokkuð þægilegum sigri í höfn.36. mínúta (88-58): Sara Rún Hinriksdóttir heldur áfram að skora fyrir Keflavík ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur. Þær neita að gefast upp. En Haukar svara alltaf með körfu.34. mínúta (80-54): Sara Rún Hinriksdóttir setur bæði vítaskot sín niður fyrir Keflavík og minnkar muninn.32. mínúta (80-48): Haukarstúlkur ætla ekkert að slaka á og halda áfram að spila glimrandi vel. Lele Hardy er komin með 25 stig í leiknum og 21 frákast. ótrúlegar tölur.Þriðja leikhluta lokið (74-46): Haukar áttu þennan leikhluta alveg skuldlausan. Grimmdin er þeirra megin og þær ganga bara á lagið. Komnar með 28 stiga forskot.29.mínúta (72-46): Þvílík barátta hjá Lele HArdy undir körfunni. Hún reif niður sóknarfrákast og skoraði laglega.28. mínúta (70-43): Gengur lítið upp í sóknarleik Keflavíkur þessa stundina enda er Haukavörnin frábær. Bilið eykst með hverri sékúndu.26. mínúta (65-41): Lele Hardy keyrðu upp hraðarupphlaup en Keflavíkingar brjóta á henni í sniðskotinu. Lele setti annað vítið niður.24. mínuta (59-39): Bryndís Guðmundsdóttir minnkar muninn fyrir Keflavík með því að skora úr báðum vítaskotum sínum. Lele Hardy fékk svo skref á sig í næstu sókn hjá Haukum.21. mínúta (53-35): Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka með laglega körfu eftir að Lele Hardy náði góðu frákasti.Hálfleikur(49-35): Margrét Rósa Hálfdánardóttir, leikmaður Hauka, skoraði baneitraðan þrist um leið og hálfleiksflautið gall. Eins og fyrr segir eru heimastúlkur grimmari en gestirnir. Hvort sem litið er á sóknarleik eða varnarleik. Þær rauðklæddu fara með sex stiga forskot til búningsklefa.18. mínúta (40-33): Haukastúlkur halda forystunni, eru að spila fínan leik og eru öflugar í vörninni. Sara Rún Hinriksdóttir minnkar þó muninn með laglegri körfu.15. mínúta (33-29): Frábær kafli hjá Haukum þar sem þær skoruðu tíu stig í röð.13. mínúta (23-27): Lele Hardy reif niður mikilvægt sóknarfrákast fyrir Hauka og fiskaði villu. Lele setti bæði skotin niður af vítalínunni.11. mínúta (20-27): Landry setti laglegt skot niður fyrir Keflavík og Suðurnesjastúlkur eru mun sterkari þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið (20-22) Haukarliðið tók leikhlé þegar 10 sekúndur voru eftir til þess að ná einu góðu loka skoti. Þær köstuðu boltanum klaufalega frá sér en náðu ekki að skora. Jafn fyrstu leikhluti þar sem heimastúlkur í Haukum byrjuðu betur en Keflavík óx ásmegin.9. mínúta (18-11): Sara Rún Hinriksdóttir setur annað vítaskot sitt niður og minnkaði muninn fyrir gestina.6. mínúta (14-12): Keflavík tekur leikhlé eftir að hafa klúðrað síðustu sókn sinni og fengið körfu í andlitið.5. mínúta (10-10): Keflavík búið að jafna eftir frábæran þrist frá Bryndísi Guðmundsdóttur.4. mínúta (8-6): Keflavík er að komast betur inn í leikinn og Landry átti flotta keyrslu inn að körfunni skorar.1. mínúta (4-0): Haukastúlkur skora fyrstu stigin og eru grimmar í vörninni.Leikurinn hafinn:Fyrir Leik: Leikurinn að hefjast og fáir áhorfendur komnir.Fyrir leik: Porsche Landry er stigahæsti leikmaður Keflavíkur með 23.3 stig í leik að meðaltali. Bryndís Guðmundsdóttir hefur verið öflug í fráköstum fyrir Suðurnesjaliðið í vetur og er með 9.9 fráköst í leik.Fyrir leik: Lele Hardy, leikmaður Hauka, hefur farið á kostum fyrir sitt lið í vetur. Lele hefur skorað 32 stig að meðaltali í leik í fyrstu sjö leikjunum og er með besta meðaltal deildarinnar. Lele er með flest fráköst í leik einnig eða 21.1.Fyrir leik: Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eða sjö sigra í sjö leikjum en þær unnu Snæfell í Stykkishólmi með einu stigi í síðustu umferð.Fyrir leik: Haukar eru í 4. sæti með 6 stig og Keflavík er í efsta sæti með 14 stig. Haukastúlkur unnu góðan útisigur gegn Hamar í síðustu umferð.Fyrir leik: Keflavík hefur byrjað af miklum krafti í upphafi móts og hefur unnið alla sjö leikina sem liðið hefur spilað til þessa.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu kæru lesendur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Haukastúlkur bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Keflavíkur, 92-61, í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í Schenker-höllinni. Suðurnesjastúlkur áttu fá svör við leik Hauka sem voru með 28 stiga forskot eftir þrjá leikhluta. Haukastúlkur mættu ákveðnar til leiks og sýndu góða baráttu á fyrstu mínútunum. Þær rauðklæddu náðu forystu snemma í fyrsta leikhluta en ágætis kafli hjá Keflavík undir lok leikhlutans bjargaði þeim. Haukastúlkur voru með tveggja stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar. Annar leikhluti var kaflaskiptur þar sem Suðurnesjastelpur gengu á lagið og komust yfir í leiknum. Heimastúlkur sýndu frábæra takta í kjölfarið og náðu forystunni aftur með harðfylgni undir körfunni báðum megin. Staðan í hálfleik var, 49-35 fyrir Hauka. Haukaliðið fór langleiðina með að klára leikinn í þriðja leikhluta og léku á alls oddi. Lele Hardy, leikmaður Hauka, var frábær fyrir sitt lið á þessum kafla og átti stóran þátt í 28 stiga forskoti Hauka eftir leikhlutann. Það má þó ekki taka neitt af öðrum leikmönnum Hauka í þessum leik. Þær spiluðu sterka vörn sem Keflavík átti fá svör við. Haukar héldu forystunni út síðasta leikhlutann og Keflavík átti lítinn möguleika gegn öflugu Haukaliði í kvöld. Lele Hardy skoraði eins og áður segir 28 stig fyrir Hauka og tók 21 frákast. Bryndís Guðmundsdóttir var atkvæðamest í Keflavík með 19 stig og 9 fráköst.Bjarni: Spiluðum frábærlega í 40 mínútur „Við náðum heilum góðum leik og spiluðum frábærlega í 40 mínútur. Við vorum með svör við flestu sem Keflavík var að gera,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn og bætti við: „Ég er mjög ánægður með framlagið hjá mínu liði í kvöld.“ „Lele er alltaf með sínar flottu tölur og gefur mikið af sér. Bæði í skori og fráköstum en það voru fullt af leikmönnum með gott framlag hérna í kvöld. Við erum virkilega góðar þegar við náum þessum leik sem að ég veit að býr í okkur.“ „Við breyttum varnarleiknum aðeins hjá okkur fyrir þennan leik. Varnarleik sem við höfum ekki verið að nota mikið áður. En að öðru leyti lagði ég þennan leik upp eins og við höfum gert í vetur. Við fengum hinsvegar meira flæði í sóknareikinn en við höfum verið að fá,“ sagði Bjarni sáttur með sitt lið að lokum.Bryndís: Allir að bíða eftir fyrsta tapinu hjá okkur „Við mættum í fyrsta leikhlutann og svo má segja að við höfum hætt að spila. Þetta var algjör einbeitingarskortur hjá okkur og svo voru allir að tala um og bíða eftir því að við töpuðum fyrsta leiknum,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, ósátt eftir leikinn. „Það hlaut að koma að fyrsta tapinu hjá okkur. Mér fannst við ekki tilbúnar, við spiluðum vel fyrstu tíu mínúturnar en þá sprakk blaðran. Þær voru fyrstar í alla bolta, náðu öllum fráköstum og hittu vel úr sínum skotum. Þegar maður hittir á þannig dag hjá hinu liðinu þar sem allt er ofaní þá er erfitt að ráða við þær,“ sagði Bryndís. „En núna erum við búnar að tapa. Það sem allir voru að bíða eftir og það er frá. Við komum okkur aftur á beinu brautina og mætum dýrvitlausar í næsta leik,“ sagði Bryndís ákveðin að lokum.Úrslit kvöldsins:Haukar-Keflavík 92-61 (20-22, 29-13, 25-11, 18-15)Haukar: Lele Hardy 25/21 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 19/9 fráköst, Porsche Landry 16, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.Snæfell-Grindavík 85-55 (23-14, 22-14, 17-11, 23-16)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/14 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/4 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/9 fráköst, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 0.Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Alda Kristinsdóttir 0.KR-Valur 55-66 (12-14, 19-19, 13-16, 11-17)KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 19/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/12 fráköst/7 stolnir, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ebone Henry 5/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0/4 fráköst, Salvör Ísberg 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 19/17 fráköst/5 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 11/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/8 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 2/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0/8 stoðsendingar, Elsa Rún Karlsdóttir 0.Njarðvík-Hamar 64-65 (15-9, 19-16, 15-15, 15-25)Njarðvík: Jasmine Beverly 14/9 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Dögg Margeirsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/8 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.Hamar: Di'Amber Johnson 21, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 12/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/6 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/5 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Katrín Eik Össurardóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0.Leik lokið (92-61): Frábær barátta alveg til enda hjá Haukastúlkum í þessum leik. Þær binda enda á sjö leikja sigurgöngu Keflavíkur og það með 31 stigi. Virkilega flottur leikur hjá þeim en Keflavíkurstúlkur ekki líkar sjálfum sér í kvöld.38. mínúta (92-61): Keflavík er að leita að þristum en skotinn hitta vart hringinn hjá þeim. Haukar að sigla nokkuð þægilegum sigri í höfn.36. mínúta (88-58): Sara Rún Hinriksdóttir heldur áfram að skora fyrir Keflavík ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur. Þær neita að gefast upp. En Haukar svara alltaf með körfu.34. mínúta (80-54): Sara Rún Hinriksdóttir setur bæði vítaskot sín niður fyrir Keflavík og minnkar muninn.32. mínúta (80-48): Haukarstúlkur ætla ekkert að slaka á og halda áfram að spila glimrandi vel. Lele Hardy er komin með 25 stig í leiknum og 21 frákast. ótrúlegar tölur.Þriðja leikhluta lokið (74-46): Haukar áttu þennan leikhluta alveg skuldlausan. Grimmdin er þeirra megin og þær ganga bara á lagið. Komnar með 28 stiga forskot.29.mínúta (72-46): Þvílík barátta hjá Lele HArdy undir körfunni. Hún reif niður sóknarfrákast og skoraði laglega.28. mínúta (70-43): Gengur lítið upp í sóknarleik Keflavíkur þessa stundina enda er Haukavörnin frábær. Bilið eykst með hverri sékúndu.26. mínúta (65-41): Lele Hardy keyrðu upp hraðarupphlaup en Keflavíkingar brjóta á henni í sniðskotinu. Lele setti annað vítið niður.24. mínuta (59-39): Bryndís Guðmundsdóttir minnkar muninn fyrir Keflavík með því að skora úr báðum vítaskotum sínum. Lele Hardy fékk svo skref á sig í næstu sókn hjá Haukum.21. mínúta (53-35): Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka með laglega körfu eftir að Lele Hardy náði góðu frákasti.Hálfleikur(49-35): Margrét Rósa Hálfdánardóttir, leikmaður Hauka, skoraði baneitraðan þrist um leið og hálfleiksflautið gall. Eins og fyrr segir eru heimastúlkur grimmari en gestirnir. Hvort sem litið er á sóknarleik eða varnarleik. Þær rauðklæddu fara með sex stiga forskot til búningsklefa.18. mínúta (40-33): Haukastúlkur halda forystunni, eru að spila fínan leik og eru öflugar í vörninni. Sara Rún Hinriksdóttir minnkar þó muninn með laglegri körfu.15. mínúta (33-29): Frábær kafli hjá Haukum þar sem þær skoruðu tíu stig í röð.13. mínúta (23-27): Lele Hardy reif niður mikilvægt sóknarfrákast fyrir Hauka og fiskaði villu. Lele setti bæði skotin niður af vítalínunni.11. mínúta (20-27): Landry setti laglegt skot niður fyrir Keflavík og Suðurnesjastúlkur eru mun sterkari þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið (20-22) Haukarliðið tók leikhlé þegar 10 sekúndur voru eftir til þess að ná einu góðu loka skoti. Þær köstuðu boltanum klaufalega frá sér en náðu ekki að skora. Jafn fyrstu leikhluti þar sem heimastúlkur í Haukum byrjuðu betur en Keflavík óx ásmegin.9. mínúta (18-11): Sara Rún Hinriksdóttir setur annað vítaskot sitt niður og minnkaði muninn fyrir gestina.6. mínúta (14-12): Keflavík tekur leikhlé eftir að hafa klúðrað síðustu sókn sinni og fengið körfu í andlitið.5. mínúta (10-10): Keflavík búið að jafna eftir frábæran þrist frá Bryndísi Guðmundsdóttur.4. mínúta (8-6): Keflavík er að komast betur inn í leikinn og Landry átti flotta keyrslu inn að körfunni skorar.1. mínúta (4-0): Haukastúlkur skora fyrstu stigin og eru grimmar í vörninni.Leikurinn hafinn:Fyrir Leik: Leikurinn að hefjast og fáir áhorfendur komnir.Fyrir leik: Porsche Landry er stigahæsti leikmaður Keflavíkur með 23.3 stig í leik að meðaltali. Bryndís Guðmundsdóttir hefur verið öflug í fráköstum fyrir Suðurnesjaliðið í vetur og er með 9.9 fráköst í leik.Fyrir leik: Lele Hardy, leikmaður Hauka, hefur farið á kostum fyrir sitt lið í vetur. Lele hefur skorað 32 stig að meðaltali í leik í fyrstu sjö leikjunum og er með besta meðaltal deildarinnar. Lele er með flest fráköst í leik einnig eða 21.1.Fyrir leik: Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eða sjö sigra í sjö leikjum en þær unnu Snæfell í Stykkishólmi með einu stigi í síðustu umferð.Fyrir leik: Haukar eru í 4. sæti með 6 stig og Keflavík er í efsta sæti með 14 stig. Haukastúlkur unnu góðan útisigur gegn Hamar í síðustu umferð.Fyrir leik: Keflavík hefur byrjað af miklum krafti í upphafi móts og hefur unnið alla sjö leikina sem liðið hefur spilað til þessa.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu kæru lesendur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira