Ríkisendurskoðun ítrekar ábendingar til ráðuneyta Haraldur Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2013 17:00 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Ríkisendurskoðun segir ráðuneytin ekki hafa brugðist með fullnægjandi hætti við átta ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2010 sem varða innkaupamál ríkisins. „Árið 2010 beindi Ríkisendurskoðun samtals átta ábendingum til ráðuneytanna sem lutu að fylgni þeirra við innkaupastefnu ríkisins og fleiri þáttum innkaupamála. Tveimur ábendinganna var beint til allra ráðuneytanna, sem þá voru tólf, en sex ábendingum var eingöngu beint til fjármálaráðuneytisins. Öll ráðuneytin voru hvött til að auka vægi innkaupamála í starfseminni og beita innkaupastefnu sinni sem virku stjórntæki," segir í frétt á heimasíðu Ríkisendurskoðunar. Þar segir að fjármálaráðuneytið hafi verið sérstaklega hvatt til að efla kynningu á og eftirlit með innkaupastefnu ríkisins sem og árangursmat á þessu sviði. „Þá var ráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir bættri skráningu innkaupa í bókhaldi ríkisins, samræma reglur um notkun rammasamninga, marka skýra stefnu um rafræn innkaup og framkvæmdaáætlun á því sviði og setja siðareglur um opinber innkaup." Í frétt Ríkisendurskoðunar segir að nú þremur árum seinna hafi margt áunnist í þessum efnum. Engu að síður telur stofnunin ráðuneytin enn ekki brugðist með fullnægjandi hætti við þeim ábendingum sem beint var til þeirra. „Að mati Ríkisendurskoðunar veldur áhyggjum hve lítið hefur miðað við að hrinda í framkvæmd mörgum þeirra áforma sem tíunduð eru í innkaupastefnu ríkisins frá árinu 2002. Stefnan hefur ekki verið endurskoðuð og uppfærð né hefur verið unnin stefna um rafræn innkaup. Þá hafa innkaupastefnur ráðuneytanna sjálfra almennt ekki verið endurskoðaðar en sumar þeirra eru komnar til ára sinna." Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir ráðuneytin ekki hafa brugðist með fullnægjandi hætti við átta ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2010 sem varða innkaupamál ríkisins. „Árið 2010 beindi Ríkisendurskoðun samtals átta ábendingum til ráðuneytanna sem lutu að fylgni þeirra við innkaupastefnu ríkisins og fleiri þáttum innkaupamála. Tveimur ábendinganna var beint til allra ráðuneytanna, sem þá voru tólf, en sex ábendingum var eingöngu beint til fjármálaráðuneytisins. Öll ráðuneytin voru hvött til að auka vægi innkaupamála í starfseminni og beita innkaupastefnu sinni sem virku stjórntæki," segir í frétt á heimasíðu Ríkisendurskoðunar. Þar segir að fjármálaráðuneytið hafi verið sérstaklega hvatt til að efla kynningu á og eftirlit með innkaupastefnu ríkisins sem og árangursmat á þessu sviði. „Þá var ráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir bættri skráningu innkaupa í bókhaldi ríkisins, samræma reglur um notkun rammasamninga, marka skýra stefnu um rafræn innkaup og framkvæmdaáætlun á því sviði og setja siðareglur um opinber innkaup." Í frétt Ríkisendurskoðunar segir að nú þremur árum seinna hafi margt áunnist í þessum efnum. Engu að síður telur stofnunin ráðuneytin enn ekki brugðist með fullnægjandi hætti við þeim ábendingum sem beint var til þeirra. „Að mati Ríkisendurskoðunar veldur áhyggjum hve lítið hefur miðað við að hrinda í framkvæmd mörgum þeirra áforma sem tíunduð eru í innkaupastefnu ríkisins frá árinu 2002. Stefnan hefur ekki verið endurskoðuð og uppfærð né hefur verið unnin stefna um rafræn innkaup. Þá hafa innkaupastefnur ráðuneytanna sjálfra almennt ekki verið endurskoðaðar en sumar þeirra eru komnar til ára sinna."
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira