Laugarásbíó situr eitt að kókinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. nóvember 2013 16:22 Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár. Eins og greint hefur verið frá munu Sambíóin héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en fyrirtækin hófu samstarf á föstudag. Er það í fyrsta sinn í yfir 30 ár sem Sambíóin selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum. Með þessu nýja samstarfi er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola, og þar með hina sígildu tvennu, „popp og kók“. Það er Laugarásbíó sem það gerir, en á landsbyggðinni selur Borgarbíó á Akureyri einnig Coca-Cola. „Við ætlum að halda áfram að bjóða upp á kók,“ segir Magnús Geir Gunnarsson, forstjóri Laugarásbíós, í samtali við Vísi. „Við vorum að gera nýjan samning við Vífilfell og við eigum mjög gott samstarf við þá en maður veit auðvitað ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Magnús segir að þó Ölgerðin bjóði upp á kolsýrt vatn vilji 95 prósent fólks sykrað gos þegar það fer í bíó. „Fólk vill gera vel við sig og fær sér því popp og kók. Svo held ég að það skemmti ekki fyrir að Coca-Cola er mjög gott vörumerki.“Ósammála úrskurði samkeppnisyfirvalda Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár en að umfang viðskiptanna hafi ekki réttlætt þau kjör sem falast var eftir, en Árni segir sölu á drykkjarvörum í kvikmyndahúsum nema mjög litlum hluta af heildarsölu Vífilfells. Aðspurður hvort ekki hafi verið hægt að bjóða betur en Ölgerðin svarar Árni því að samkeppnisyfirvöld hafi úrskurðað að Vífilfell sé markaðsráðandi fyrirtæki á gosdrykkjamarkaði á Íslandi. Því sé Vífilfell ósammála og úrskurðir samkeppnisyfirvalda séu til meðferðar fyrir dómstólum. „Markaðsráðandi fyrirtæki sæta miklum takmörkunum við gerð viðskiptasamninga. Augljóst er að á meðan ekki gilda sambærilegar reglur í þessum efnum um Vífilfell og Ölgerðina verður samkeppni á markaðnum brengluð.“En er það órjúfanleg hefð að bíóhús skipti einungis við einn söluaðila gosdrykkja, og hvar stendur það lagalega? „Það er ekki óalgengt að söluaðilar kjósi að skipta eingöngu eða mestmegnis við einn gosdrykkjabirgja. Viðskiptavinum Vífilfells er frjálst að skipta við fleiri söluaðila. Ölgerðin og Samkeppniseftirlitið verða að svara því hvernig viðskiptahættir Ölgerðinnar standa lagalega.“Nú er alltaf talað um popp og kók. Er ekki mikilvægt fyrir ykkur að viðhalda þeirri málvenju? Hugtakið popp og kók hverfur ekki úr íslenskri málvenju þó svo boðið sé upp á aðrar tegundir gosdrykkja í nokkrum kvikmyndahúsum. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá munu Sambíóin héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en fyrirtækin hófu samstarf á föstudag. Er það í fyrsta sinn í yfir 30 ár sem Sambíóin selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum. Með þessu nýja samstarfi er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola, og þar með hina sígildu tvennu, „popp og kók“. Það er Laugarásbíó sem það gerir, en á landsbyggðinni selur Borgarbíó á Akureyri einnig Coca-Cola. „Við ætlum að halda áfram að bjóða upp á kók,“ segir Magnús Geir Gunnarsson, forstjóri Laugarásbíós, í samtali við Vísi. „Við vorum að gera nýjan samning við Vífilfell og við eigum mjög gott samstarf við þá en maður veit auðvitað ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Magnús segir að þó Ölgerðin bjóði upp á kolsýrt vatn vilji 95 prósent fólks sykrað gos þegar það fer í bíó. „Fólk vill gera vel við sig og fær sér því popp og kók. Svo held ég að það skemmti ekki fyrir að Coca-Cola er mjög gott vörumerki.“Ósammála úrskurði samkeppnisyfirvalda Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár en að umfang viðskiptanna hafi ekki réttlætt þau kjör sem falast var eftir, en Árni segir sölu á drykkjarvörum í kvikmyndahúsum nema mjög litlum hluta af heildarsölu Vífilfells. Aðspurður hvort ekki hafi verið hægt að bjóða betur en Ölgerðin svarar Árni því að samkeppnisyfirvöld hafi úrskurðað að Vífilfell sé markaðsráðandi fyrirtæki á gosdrykkjamarkaði á Íslandi. Því sé Vífilfell ósammála og úrskurðir samkeppnisyfirvalda séu til meðferðar fyrir dómstólum. „Markaðsráðandi fyrirtæki sæta miklum takmörkunum við gerð viðskiptasamninga. Augljóst er að á meðan ekki gilda sambærilegar reglur í þessum efnum um Vífilfell og Ölgerðina verður samkeppni á markaðnum brengluð.“En er það órjúfanleg hefð að bíóhús skipti einungis við einn söluaðila gosdrykkja, og hvar stendur það lagalega? „Það er ekki óalgengt að söluaðilar kjósi að skipta eingöngu eða mestmegnis við einn gosdrykkjabirgja. Viðskiptavinum Vífilfells er frjálst að skipta við fleiri söluaðila. Ölgerðin og Samkeppniseftirlitið verða að svara því hvernig viðskiptahættir Ölgerðinnar standa lagalega.“Nú er alltaf talað um popp og kók. Er ekki mikilvægt fyrir ykkur að viðhalda þeirri málvenju? Hugtakið popp og kók hverfur ekki úr íslenskri málvenju þó svo boðið sé upp á aðrar tegundir gosdrykkja í nokkrum kvikmyndahúsum.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent