Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. janúar 2026 18:48 Gjaldskrá endurvinnslustöðva Sorpu hækkaði lítillega í sumar, að sögn Gunnars Dofra Ólafssonar upplýsingafulltrúa Sorpu. Vilhelm/Ívar Fannar Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir. Þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis barst ábending um fjölmenna umræðu á spjallhópnum Góða systir á Facebook, þar sem vakin var athygli á því að förgun á klósettkassa í Sorpu hafi kostað 4.100 krónur, það sama og förgun á 120 sentímetra rúmi. Hinar góðu systur sögðust margar þekkja dæmi um að fólk skilji úrgang eftir á víðavangi til að forðast verðlagninguna á endurvinnslustöðvum Sorpu. Miklu dýrara að kaupa nýtt en að henda gömlu Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu svaraði fyrir verðlagninguna í Reykjavík síðdegis. Hann segir viðskiptavini oftar óánægða með óvissuna sem fylgi verðlaginu frekar en verðin í sjálfu sér. Aðspurður segir hann óskandi ef verðlagningin væri svo einföld að eitt verð yrði lagt á allan úrgang sem kæmi á endurvinnslustöðvarnar. Í grunninn er þjónusta Sorpu fjármögnuð með fasteignagjöldum íbúa. „Sorpa fær svona einhvers staðar í kringum kannski átján til tuttugu þúsund krónur frá hverju heimili á höfuðborgarsvæðinu til þess að standa undir kostnaði við ákveðna flokka. Og það eru um hundrað þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þannig að þetta er einhvers staðar í kringum tveir milljarðar,“ segir Gunnar Dofri. Innifalið í þeirri þjónustu er kostnaður sem íbúar þyrftu annars að greiða á endurvinnslustöðvum fyrir að losa sig við plast, pappír, nytjahluti og úrgang sem fellur til í daglegum heimilisrekstri. „Svo flækist málið aðeins þegar þú ert kominn út í hluti sem eru ekki innifaldir í þessu og þá erum við einmitt komin út í framkvæmdaúrganginn. Af því að það hefur ekki verið metið sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir, heldur þurfa þeir bara að borga fyrir það sjálfir.“ Eins og til dæmis þessi sem er að henda klósettkassa? „Mér segir svo hugur að hún sé ekki að fækka klósettum heima hjá sér, þannig að það eru allar líkur á því að hún hafi keypt annað í staðinn. Ég er tilbúinn að veðja ansi mikið á að það klósett hafi verið dýrara heldur en hún borgaði fyrir að henda því.“ Óvissan stuðar Gunnar Dofri segir verðskrána tiltölulega einfalda að skilja. Sorp sem er gjaldskylt er reiknað í rúmmetrum þar sem ekki er aðstaða til vigtunar á endurvinnslustöðvunum. Í einhverjum tilvikum er ókeypis að henda allt að tveimur rúmmetrum en eftir það er lagt gjald á hvern fjórðung úr rúmmetra sem settur er í tunnurnar. Hann segist frekar finna fyrir óánægju með óvissuna sem fylgir því að vita ekki hve há útgjöldin verða í hverri Sorpuferð fyrir sig, heldur en endilega óánægju með verðlagninguna sjálfa. „Þegar þú kemur á í Sorpu er betra ef þú veist hvort þú sért að fara að borga. Það mætti vera skýrara hvað það er sem þú borgar fyrir og hvað ekki og við erum bara í þessum töluðu orðum að vinna að einföldun á þessu, gera þetta allt saman þægilegra fyrir notendur.“ Viðtalið í heild má nálgast hér að neðan. Sorpa Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis barst ábending um fjölmenna umræðu á spjallhópnum Góða systir á Facebook, þar sem vakin var athygli á því að förgun á klósettkassa í Sorpu hafi kostað 4.100 krónur, það sama og förgun á 120 sentímetra rúmi. Hinar góðu systur sögðust margar þekkja dæmi um að fólk skilji úrgang eftir á víðavangi til að forðast verðlagninguna á endurvinnslustöðvum Sorpu. Miklu dýrara að kaupa nýtt en að henda gömlu Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu svaraði fyrir verðlagninguna í Reykjavík síðdegis. Hann segir viðskiptavini oftar óánægða með óvissuna sem fylgi verðlaginu frekar en verðin í sjálfu sér. Aðspurður segir hann óskandi ef verðlagningin væri svo einföld að eitt verð yrði lagt á allan úrgang sem kæmi á endurvinnslustöðvarnar. Í grunninn er þjónusta Sorpu fjármögnuð með fasteignagjöldum íbúa. „Sorpa fær svona einhvers staðar í kringum kannski átján til tuttugu þúsund krónur frá hverju heimili á höfuðborgarsvæðinu til þess að standa undir kostnaði við ákveðna flokka. Og það eru um hundrað þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þannig að þetta er einhvers staðar í kringum tveir milljarðar,“ segir Gunnar Dofri. Innifalið í þeirri þjónustu er kostnaður sem íbúar þyrftu annars að greiða á endurvinnslustöðvum fyrir að losa sig við plast, pappír, nytjahluti og úrgang sem fellur til í daglegum heimilisrekstri. „Svo flækist málið aðeins þegar þú ert kominn út í hluti sem eru ekki innifaldir í þessu og þá erum við einmitt komin út í framkvæmdaúrganginn. Af því að það hefur ekki verið metið sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir, heldur þurfa þeir bara að borga fyrir það sjálfir.“ Eins og til dæmis þessi sem er að henda klósettkassa? „Mér segir svo hugur að hún sé ekki að fækka klósettum heima hjá sér, þannig að það eru allar líkur á því að hún hafi keypt annað í staðinn. Ég er tilbúinn að veðja ansi mikið á að það klósett hafi verið dýrara heldur en hún borgaði fyrir að henda því.“ Óvissan stuðar Gunnar Dofri segir verðskrána tiltölulega einfalda að skilja. Sorp sem er gjaldskylt er reiknað í rúmmetrum þar sem ekki er aðstaða til vigtunar á endurvinnslustöðvunum. Í einhverjum tilvikum er ókeypis að henda allt að tveimur rúmmetrum en eftir það er lagt gjald á hvern fjórðung úr rúmmetra sem settur er í tunnurnar. Hann segist frekar finna fyrir óánægju með óvissuna sem fylgir því að vita ekki hve há útgjöldin verða í hverri Sorpuferð fyrir sig, heldur en endilega óánægju með verðlagninguna sjálfa. „Þegar þú kemur á í Sorpu er betra ef þú veist hvort þú sért að fara að borga. Það mætti vera skýrara hvað það er sem þú borgar fyrir og hvað ekki og við erum bara í þessum töluðu orðum að vinna að einföldun á þessu, gera þetta allt saman þægilegra fyrir notendur.“ Viðtalið í heild má nálgast hér að neðan.
Sorpa Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira