Al Thani greiddi þrotabúi Kaupþings 3,5 milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 14:27 Hreiðar Már svaraði spurningum saksóknara. Mynd/Daníel Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52