Forstjóranum sparkað með vænum starfslokasamningi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 10:01 Magni Arge, fráfarandi forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Vogum fyrr á þessu ári. Mynd/Baldur Hrafnkell, Stöð 2. Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30