Mikki mús 85 ára Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 16:36 Mikki var svarthvítur til að byrja með. Mikki mús, sem líklega er hægt að fullyrða að sé frægasta teiknimyndapersóna allra tíma, á afmæli í dag. Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928. Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun. Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996. Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Mikki mús, sem líklega er hægt að fullyrða að sé frægasta teiknimyndapersóna allra tíma, á afmæli í dag. Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928. Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun. Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996. Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein