Snýr Blofeld aftur í James Bond-myndirnar? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 09:36 Donald Pleasence lék Blofeld í kvikmyndinni You Only Live Twice árið 1967. Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira