Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2013 19:52 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. Hún sagði fyrirtækið geta haft úrslitaáhrif í að koma álverinu í Helguvík í gang. Togstreita birtist á fundinum milli ráðherrans og forstjóra Landsvirkjunar um hlutverk fyrirtækisins í þessum efnum. Ráðherrann lýsti þessum skilningi á hlutverki stærsta orkufyrirtækis landsins: „Að framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.” Ráðherrann sagði litlar fjárfestingar í landinu algjörlega óviðunandi, ekki skorti áhuga erlendra fjárfesta. „Verð ég að viðurkenna að ég er orðin ansi óþreyjufull. Og ég vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika.” Hún nefndi álverið í Helguvík, framkvæmd sem skipti ekki aðeins Suðurnesjamenn máli heldur landsmenn alla. „Og hefur beðið allt of lengi.” Hún kvaðst finna skýran vilja hjá forsvarsmönnum Norðuráls að ljúka verkefninu. Aðkoma Landsvirkjunar að því máli gæti haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varði mestum tíma ræðu sinnar í að fjalla um sæstreng í samræmi þá sýn sem hann hefur um hlutverk Landsvirkjunar: „Að hlutverk Landsvirkjunar sé að hámarka afrakstur af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt.” Grafísk mynd sem hann sýndi gefur til kynna að fá megi fjórfalt hærra verð fyrir orkuna ef hún yrði seld til Bretlands um sæstreng. Forstjórinn kvaðst þó vel skilja að ráðherrann væri óþreyjufullur. „En við vinnum hörðum höndum að því að fá viðskiptavini og trúum því að það muni gerast. En vissulega tekur það tíma og stundum má segja of langan tíma. Ég skil það vel. En það stendur ekki á okkur, - bara svo það komi fram,” sagði Hörður Arnarson. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. Hún sagði fyrirtækið geta haft úrslitaáhrif í að koma álverinu í Helguvík í gang. Togstreita birtist á fundinum milli ráðherrans og forstjóra Landsvirkjunar um hlutverk fyrirtækisins í þessum efnum. Ráðherrann lýsti þessum skilningi á hlutverki stærsta orkufyrirtækis landsins: „Að framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.” Ráðherrann sagði litlar fjárfestingar í landinu algjörlega óviðunandi, ekki skorti áhuga erlendra fjárfesta. „Verð ég að viðurkenna að ég er orðin ansi óþreyjufull. Og ég vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika.” Hún nefndi álverið í Helguvík, framkvæmd sem skipti ekki aðeins Suðurnesjamenn máli heldur landsmenn alla. „Og hefur beðið allt of lengi.” Hún kvaðst finna skýran vilja hjá forsvarsmönnum Norðuráls að ljúka verkefninu. Aðkoma Landsvirkjunar að því máli gæti haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varði mestum tíma ræðu sinnar í að fjalla um sæstreng í samræmi þá sýn sem hann hefur um hlutverk Landsvirkjunar: „Að hlutverk Landsvirkjunar sé að hámarka afrakstur af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt.” Grafísk mynd sem hann sýndi gefur til kynna að fá megi fjórfalt hærra verð fyrir orkuna ef hún yrði seld til Bretlands um sæstreng. Forstjórinn kvaðst þó vel skilja að ráðherrann væri óþreyjufullur. „En við vinnum hörðum höndum að því að fá viðskiptavini og trúum því að það muni gerast. En vissulega tekur það tíma og stundum má segja of langan tíma. Ég skil það vel. En það stendur ekki á okkur, - bara svo það komi fram,” sagði Hörður Arnarson.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira