Aukin gagnanotkun liður í góðri afkomu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2013 08:50 Tekjur Vodafone hækkuðu um eitt prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi góða afkoma kom ekki á óvart og við erum því hvorki að endurskoða fyrri áætlanir eða senda frá okkur afkomuviðvaranir,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið birti á mánudag uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung þessa árs. Þar kom fram að hagnaður Vodafone nam 415 milljónum króna á tímabilinu og jókst um 192 prósent miðað við sama tíma árið 2012. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 990 milljónum króna og hefur að sögn Ómars aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Ómar segist ekki geta bent á eitt tiltekið atriði sem skýri aukinn hagnað og að útkoman sé samspil ýmissa þátta. „Gagnanotkun heimila og fyrirtækja er að breytast með tilkomu fleiri þráðlausra tækja. Þetta er ekki eins og fyrir fjórum til fimm árum þegar það voru einungis eitt til tvö tæki á hverju heimili heldur eru þau nú í kringum fimm til átta að meðaltali. Við sjáum einnig að þeim viðskiptavinum sem kaupa sjónvarpsþjónustu af okkur er að fjölga og fleiri leigja sér myndefni í gegnum okkar dreifileið,“ segir Ómar. Hann segir að hefðbundin farsímanotkun hafi einnig aukist á tímabilinu og nefnir fjölgun í bæði SMS- og MMS-skilaboðum. „Góð afkoma tengist einnig aðhaldi í rekstri. Við höfum fækkað starfsmönnum og stöðugildum og dregið úr kostnaði en samt haldið í atriði sem snúa að aukinni samkeppnisfærni. Við höfum lagt áherslu á að láta kostnaðinn elta tekjurnar og okkur hefur tekist betur í þeim efnum á þessu tímabili en oft áður. Á sama tíma erum við ekki að draga úr fjárfestingum eða styrk fyrirtækisins og það skilar sér niður í alla liði rekstrarins.“ IFS greining spáði í vikunni að fjórði ársfjórðungur Vodafone verði lakari en sá þriðji. Ómar segir spána einkennilega í ljósi þess að þriðji ársfjórðungur fyrirtækisins hafi alltaf verið betri en aðrir. „Fjórði ársfjórðungur er ólíkindatól og sveiflast töluvert og var ekki góður hjá okkur í fyrra. En ég er bjartsýnn á að útkoman verði í takt við þau viðmið sem við höfum áður sett okkur.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Þessi góða afkoma kom ekki á óvart og við erum því hvorki að endurskoða fyrri áætlanir eða senda frá okkur afkomuviðvaranir,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið birti á mánudag uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung þessa árs. Þar kom fram að hagnaður Vodafone nam 415 milljónum króna á tímabilinu og jókst um 192 prósent miðað við sama tíma árið 2012. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 990 milljónum króna og hefur að sögn Ómars aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Ómar segist ekki geta bent á eitt tiltekið atriði sem skýri aukinn hagnað og að útkoman sé samspil ýmissa þátta. „Gagnanotkun heimila og fyrirtækja er að breytast með tilkomu fleiri þráðlausra tækja. Þetta er ekki eins og fyrir fjórum til fimm árum þegar það voru einungis eitt til tvö tæki á hverju heimili heldur eru þau nú í kringum fimm til átta að meðaltali. Við sjáum einnig að þeim viðskiptavinum sem kaupa sjónvarpsþjónustu af okkur er að fjölga og fleiri leigja sér myndefni í gegnum okkar dreifileið,“ segir Ómar. Hann segir að hefðbundin farsímanotkun hafi einnig aukist á tímabilinu og nefnir fjölgun í bæði SMS- og MMS-skilaboðum. „Góð afkoma tengist einnig aðhaldi í rekstri. Við höfum fækkað starfsmönnum og stöðugildum og dregið úr kostnaði en samt haldið í atriði sem snúa að aukinni samkeppnisfærni. Við höfum lagt áherslu á að láta kostnaðinn elta tekjurnar og okkur hefur tekist betur í þeim efnum á þessu tímabili en oft áður. Á sama tíma erum við ekki að draga úr fjárfestingum eða styrk fyrirtækisins og það skilar sér niður í alla liði rekstrarins.“ IFS greining spáði í vikunni að fjórði ársfjórðungur Vodafone verði lakari en sá þriðji. Ómar segir spána einkennilega í ljósi þess að þriðji ársfjórðungur fyrirtækisins hafi alltaf verið betri en aðrir. „Fjórði ársfjórðungur er ólíkindatól og sveiflast töluvert og var ekki góður hjá okkur í fyrra. En ég er bjartsýnn á að útkoman verði í takt við þau viðmið sem við höfum áður sett okkur.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira