Snæfellingar tóku Kanalausa Grindvíkinga í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2013 19:25 Mynd/Vilhelm Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira