Styttist í mikla uppbyggingu Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 13:51 Byggð, flugvöllur og gróður á svæðinu mun taka miklum breytingum á næstu misserum og árum. Mynd Vilhelm Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira