Menning

Þrjár smásögur J.D. Salinger leka á internetið

J.D. Salinger í New York þann 20. nóvember, 1952
J.D. Salinger í New York þann 20. nóvember, 1952 AFP/NordicPhotos
Þrjár áður óbirtar smásögur eftir J.D. Salinger, sem skrifaði meðal annars bókina Catcher in the Rye, hafa lekið á internetið, nú nokkru eftir að ólögleg prentuð útgáfa var boðin upp á eBay.

Þetta er í fyrsta sinn sem smásögurnar Paula, Birthday Boy og The Ocean Full of Bowling Balls, sem hafa um langt skeið verið aðgengilegar á lokuðum bókasöfnum Princeton-háskólans og University of Texas, eru aðgengilegar almenningi.

Vefsíðan Buzzfeed hafði samband við Kenneth Slawenski, sem ritaði ævisögu Salinger, sem segir handritin virðast ekta. „Þessi eintök er eins og þau sem ég hef undir höndum,“ segir Slawenski.

Smásagan, The Ocean Full of Bowling Balls er sérlega áhugaverð að því leytinu til að hún virðist vera óopinber undanfari bókarinnar Catcher in the Rye. 

Sagan fjallar um síðasta dag Kenneth Caulfied, persóna sem heitir Allie í Catcher in the Rye, hvers dauði hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir eldri bróður hans Holden.

J.D. Salinger var þekktur fyrir að vilja halda sínu persónulega lífi utan sviðsljóssins. Hann var þó gjarn á að höfða málsóknir vegna vinnu sinnar, og höfðaði meðal annars mál á hendur einum sem ritaði ævisögu hans, manni sem skrifaði sjálfstætt framhald af Catcher in the Rye og ritstjóra sem birti óopinbera útgáfu af smásögum Salingers árið 1974.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.