Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 111-79 | Sigurganga KR heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2013 18:27 Pavel skoraði 11 stig fyrir KR-inga í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar eru enn ósigraðir í Domino's-deild karla í körfubolta eftir 11-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í Vesturbænum í kvöld. Munurinn á liðunum í kvöld var mikill og sigur þeirra svörtu og hvítu aldrei í hættu. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur þar sem leikmönnum beggja liða voru mislagðar hendur settu KR-ingar í gír. Þeir skoruðu sex síðustu stigin í fyrsta leikhluta, komust í 23-15 og bættu í raun aðeins við forskotið eftir það. Ungir leikmenn gestaliðsins sýndu ýmist frábær tilþrif eða töpuðu boltanum klaufalega. Í hvert skipti sem gestirnir gerðu sig seka um mistök var þeim refsað. KR-ingar galopnuðu vörn Þórsara endurtekið, fengu opin þriggja stiga skot og gestirnir fylgdust með leiknum renna sér úr greipum á stigatöflunni. Munurinn í hálfleik var 28 stig og ljóst að gestirnir ættu aldrei möguleika á stigunum tveimur í kvöld. Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórsara, fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta sem gerði gestunum erfitt fyrir í öðrum leikhluta þegar KR-ingar sigldu fram úr. Nærvera þess stóra hjálpaði til framan af síðari hálfleik en þeir svörtu og hvítu þurftu þó aldrei að hafa áhyggjur. Minni spámenn fengu að reyna sig hjá báðum liðum síðustu fimm mínútur leiksins þegar löngu var ljóst hvernig leikurinn færi. Þótt munurinn í kvöld hafi verið mikill skal hafa í huga að enginn skildi vanmeta Þórsara. Mikið býr í ungum leikmönnum liðsins sem sýndu flott tilþrif á köflum þótt þeir væru númeri of litlir í kvöld. Það er ekki að ástæðulausu að KR-ingum er spáð titlinum og þeir hafa unnið alla deildarleiki sína til þessa. Heilt yfir var ekki veikan blett að finna á KR-ingum. Stigaskorið dreifðist jafnt frá fyrstu mínútu og þeir gera afar vel í því að láta boltann ganga hratt manna á milli í sókninni. Menn þekkja sín hlutverk og alltaf tilbúnir að finna félaga í betra skotfæri. Nóg er eftir af mótinu en ljóst er að KR er heitasta lið landsins um þessar mundir. Átta sigrar í röð í deildinni og ljóst að bikartapið gegn Njarðvík hefur eflt liðið í leit sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Martin Hermannsson fór úr puttalið í síðari hálfleiknum og var óskað eftir lækni úr stúkunni. Ekki liggur fyrir hvernig gekk að kippa fingrinum í liðinn en bakvörðurinn var þó mætur aftur á bekkinn, brosandi, þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Martin getur huggað sig við það að hann heldur treyju númer 15 eftir enn einn sigurinn. Martin og Pavel Ermolinskij skiptast á að klæðast treyjunni samkvæmt fyrirkomulagi sem þeir útskýrðu í Fréttablaðinu í morgun. KR-ingar halda toppsætinu með 16 stig af jafnmörgum mögulegum. Þórsarar eru um miðja deild með átta stig. Martin: Maður reyndi að halda cool-inuMartin Hermannsson.„Þetta var mjög vont. Ég neita því ekki. Þægilegt samt þegar hann small í,“ sagði Martin Hermannsson eftir sigur KR-inga á Þórsurum í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Bakvörðurinn fór úr fingurlið í síðari hálfleik og virtist ætla að taka óratíma að kippa honum í liðinn. „Það tók 15-20 mínútur,“ sagði Martin í leikslok en um litla fingur á vinstri hönd var að ræða. Svo fór að kalla þurfti til læknismenntaðan mann úr hópi áhorfenda til að klára dæmið. Þótt sársaukinn hafi verið mikill sagðist Martin ekki hafa fellt nein tár. „Maður reyndi að halda cool-inu,“ sagði kappinn léttur. Sigur KR-inga var afar þægilegur í kvöld og lykilmenn á borð við Martin og Pavel Ermolnskij þurftu óvenjulítið að hafa sig í frammi. Martin segist hafa átt von á sterkara Þórsliði en eftir skrýtnar upphafsmínútur hafi sínir menn fundið taktinn og aldrei verið spurning. KR-ingar eru ósigraðir í deildinni og líklegir til afreka. „Þetta verður aldrei 'walk in the park'. Við finnum samt alveg fyrir pressunni. Hún er alltaf í Vesturbænum. Fólk vill titil og við ætlum að taka hann. Eftir að við duttum út úr bikarnum erum við enn ákveðnari í að taka Íslandsmeistaratitilinn.“ Benedikt: Hávaxnari, sterkari, reynslumeiri, atvinnu- og landsliðsmennBenedikt Guðmundsson.„Það er ömurlegt að tapa og vera svona lélegir en þetta lið er í öðrum gæðaflokki,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara. Eftir jafnar upphafsmínútur sigldu heimamenn fram úr. Benedikt segist hafa vitað að leikurinn yrði erfiður en vonaðist þó eftir meiri mótspyrnu hjá sínum mönnum. „Við lendum mjög snemma í villuvandræðum og við erum ekki með mjög breiðan hóp. Þurftum að fara í varnarafbrigði sem við viljum helst ekki spila,“ sagði Benedikt sem er heilt yfir ánægður með ungu og efnilegu leikmennina sína. „Þeir geta verið frábærir í einum leik og langt frá því að finna sig í næsta. Þeir voru allir rosalega flottir í síðasta leik og þá vorum við 30 stigum yfir í hálfleik,“ segir Benni sem hefur unnið með mörgum ungum og efnilegum leikmanninum. „Þetta tekur tíma og þýðir ekki að vera að krefjast endalaust af þeim og öskra þegar þeir standa sig ekki. Þetta er ákveðið ferli sem þeir eru að fara í gegnum.“ Aðspurður um í hverju munurinn á liðunum lægi var Benni með skýr svör: „Þeir eru hávaxnari í öllum stöðum nema einni, líkamlega sterkari, með 15 sinnum meiri reynslu, búnir að vera í atvinnumennsku og með landsleiki. Þetta er ekkert slor. Ég er ekkert pirraður út í drengina mína. Þeir gerðu sitt besta en það dugði ekki,“ sagði Benni. Hann sagðist alveg eins eiga von á því að KR-ingar færu ósigraðir í gegnum Íslandsmótið.Tölfræði leiksins: KR: Helgi Már Magnússon 22/4 fráköst, Darri Hilmarsson 18, Terry Leake Jr. 16/5 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 13/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Kormákur Arthursson 3, Þorgeir Kristinn Blöndal 1, Jón Orri Kristjánsson 1. Þór Þ.: Mike Cook Jr. 23/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 15, Nemanja Sovic 10/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/8 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/5 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Baldur Þór Ragnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2. Textalýsing úr DHL-höllinni Leik lokið | Lokastaðan 111-77 KR-ingar sigla sínum áttunda sigri í deildinni í hús. Þórsarar áttu aldrei möguleika í heimamenn í kvöld. 4. leikhluti | Staðan er 103-71 Minni spámenn fá að spila síðustu mínúturnar. Þrír táningar, Ólafur Már Ægisson auk Terry sem sjá um að ljúka leiknum. Ansi magnað að bandarískur leikmaður sé í þessu hlutverki. Sjöundi maður inn hjá KR í kvöld. Nýja reglan er að virka ágætlega fyrir Vesturbæinga sem eru með afar sterkt lið. 1:50 eftir. 4. leikhluti | Staðan er 88-58 Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur í DHL-höllinni, óskaði eftir lækni rétt í þessu. Kippa þarf Martini Hermannssyni í liðinn á putta. Vonum að einhver læknismenntaður sé á svæðinu og geti reddað landsliðsmanninum. 7:36 eftir. 3. leikhluta lokið | Staðan er 84-54 Munurinn er enn 30 stig og það vekur athygli mína að Finnur Freyr leyfi ekki yngri leikmönnum að spila. Þorgeir fékk nokkrar mínútur en aðrir sitja á bekknum. 3. leikhluti | Staðan er 80-51 Munurinn helst svo til sá sami. Þórsarar geta bara reynt að bjarga andlitinu úr því sem komið er. Þorsteinn Már hefur reynt sniðskot með tilþrifum en ekki komið boltanum ofan í. KR-ingar kvarta ítrekað yfir dómgæslunni þrátt fyrir að vera með væna forystu. 1:31 eftir. 3. leikhluti | Staðan er 74-40 Raggi Nat klúðrar auðveldu sniðskoti og Pavel setur þrist í andlitið á gestunum. KR-ingar hafa fengið alltof mörg opin þriggja stiga skot í kvöld. Nóg af mönnum hjá KR sem sleppa ekki hendinna af slíku tækifæri. 5:52 eftir. 3. leikhluti | Staðan er 63-35 Gestirnir byrja seinni hálfleikinn vel. Fyrst treður Raggi Nat með tilþrifum og svo prjónar Tómas sig í gegnum KR-vörnina og skorar snyrtilega körfu. 8:03 eftir. Hálfleikur | Staðan er 61-31 Rosalegur leikhluti hjá KR-ingum sem eru svo gott sem búnir að klára þennan leik. Leikhlutinn fór 38-16 og forystan því orðin heil 30 stig. Helgi Magg er kominn með 17 stig hjá KR-ingum og Darri Hilmars hefur fengið skotleyfi frá sínum fyrrum samherjum og sallað niður 11 stigum. Hjá gestunum er Michael Cook með 12 stig án þess þó að eiga nokkurn stjörnuleik. Ungu strákarnir Tómas, Halldór og Þorsteinn Már hafa reynt ýmislegt en gengið á ýmsu. Stundum ætla þeir sér of stóra hluti, koma sér í vandræði og finna engan sendingarmöguleika. Hins vegar sýna þeir á stundum flott tilþrif. KR-ingar hafa einfaldlega dottið í frábæran gír og farið illa með vörn Þórsara. 61% nýting innan þriggja og 50% nýting utan þriggja segir sína sögu. Það vita allir hvort liðið mun standa uppi sem sigurvegari í kvöld. 2. leikhluti | Staðan er 42-21 Helgi Magg setur þrist og Magni blokkar Þorstein á hinum endanum. KR-ingar eru miklu sterkari. Nú blokkar Helgi Magg Ragga Nat undir körfunni og Darri setur þrist eftir að KR-ingar tæta vörn Þórsara í sig. Benni Gumm situr með krosslagðar hendur á bekknum. 3:16 eftir. 2. leikhluti | Staðan er 36-19 KR-ingar auka forskotið og Benni fær upp í kok og tekur leikhlé. Hans menn drippla boltanum í skó sína og virka aðeins taugatrekktir gegn nautsterku liði KR. Þetta virðist strax vera orðið þægilegt fyrir heimamenn sem eru auðvitað mun sterkari á pappírnum og reynslumeiri. Raggi Nat er aftur kominn inn á. Hann verður að passa sig. 6:08 eftir 2. leikhluti | Staðan er 30-19 Heimamenn halda uppteknum hætti. Terry var að setja fallegan þrist úr galopnu færi eftir vel útfærða sókn. Raggi Nat situr á bekknum vegna villuvandræða sinna og munar um minna fyrir gestina. 7:40 eftir 1. leikhluta lokið | Staðan er 23-15 KR-ingar skoruðu sex síðustu stigin í leikhlutanum og eru komnir með átta stiga forskot. Átta leikmenn eru komnir á blað hjá heimamönnum, reyndar eru allir sem hafa spilað skorað. Hjá gestunum er Cook með átta stig, Raggi fimm, Sovic tvö og Tómas eitt. Enginn leikmaður hefur nýtt bæði vítaskotin sín í leiknum til þessa. Ótrúlegt. Ofan á allt hjá gestunum er Raggi Nat kominn með þrjár villur. 1. leikhluti | Staðan er 17-15 Gestirnir leita mikið til Michael Cook í sóknarleiknum. Cook er kominn með 8 stig en hefur einnig tapað boltanum klaufalega. Pavel sækir villu og fær vítaskot. Benni Gumm er ósáttur: „Hvað er þetta, erum við ekki en að spila körfubolta?“ 2:00 eftir 1. leikhluti | Staðan er 14-11 Helgi Magg fékk tvö galopin þriggja stiga skot og setti það síðara ofan í. KR-ingar reyna erfið skot á köflum á meðan gestirnir eru klaufar í sóknarleik sínum. Tapa boltanum klaufalega eða missa þægileg skot. 3:30 eftir 1. leikhluti | Staðan er 5-6 Leikmönnum beggja liða gengur erfiðlega að koma boltanum sína leið. Magni klúðrar troðslu og Tómas sniðskoti á hinum endanum. Aftur klúðrar Tómas sniðskoti en KR tapar einnig boltanum. Finnur skiptir Darra út fyrir Brynjar Þór. 6:00 eftir 1. leikhluti| Staðan er 1-3 Raggi Nat opnar leikinn á tveimur stigum undir körfunni. Magni svarar af vítalínunni með einu stigi og blokkar svo Baldur Þór svakalega í næstu sókn. Cook nýtir sömuleiðis bara annað skot sitt af línunni. 8:00 mín eftir Fyrir leik Ungir iðkendur úr minniboltanum í KR leiddu leikmenn Vesturbæjarliðsins út á völlinn. Það voru tveir um hvern leikmann og fyrir vikið reyndist erfitt fyrir KR-inga að smella hinum klassísku fimmum þegar skokkað var inn á. Fyrir leik Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 19,5 stig að meðaltali, Pavel tekur flest fráköst eða 12,6 að meðaltali í leik og Martin er heitastur utan þriggja en 58,3% skotanna þaðan rata ofan í. Fyrir leik Mike Cook Jr. er stigahæsti leikmaður Þórsara í vetur. Kauði er með 27,3 stig að meðaltali í leik. Raggi Nat tekur flest fráköst, 12,1 að meðaltali í leik og Nemanja Sovic hittir best fyrir utan þriggja stiga línuna eða í 52,2% tilfella. Fyrir leik Ég þori ekki að lofa því en mér finnst ansi líklegt að Benni hafi þjálfað Finn Frey, þjálfara KR, í yngri flokkum KR. Það er eiginlega pottþétt. Fyrir leik Dómarar kvöldsins eru þeir Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson og Steinar Orri Sigurðsson. Treystum á að „three amigos“ eigi toppleik á parketinu í kvöld. Fyrir leik Leikmenn beggja liða taka hefðbundna upphitun. Ekki verið að finna upp hjólið þegar kemur að upphitun körfuboltaliða. Dire Straits eru meðal hljómsveita sem eiga lög á lista plötusnúðsins í kvöld. Fyrir leik Benedikt Guðmundsson, þjálfari gestanna, var lengi vel í aðahlutverki sem þjálfari KR. Fyrst sem þjálfari yngri flokka í lengri tíma en svo meistaraflokks. Benni hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars þjálfað Fjölni og Grindavík. Fyrir leik Gestirnir úr Þorlákshöfn sitja í fimmta sæti deildarinnar með fjóra sigra úr leikjunum sjö. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Raggi Nat er kominn undir körfuna en liðið hefur misst sterka leikmenn á borð við Guðmund Jónsson og Darra Hilmarsson. Darri er einmitt kominn heim í KR þar sem hann er uppalinn. Fyrir leik Velkomnir til leiks lesendur góðir. Framundan er heimsókn Þórsara úr Þorlákshöfn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem topplið KR hefur aðsetur. Þeir svörtu og hvítu eru sjóðandi heitir í deildinni, hafa unnið alla sína sjö leiki. Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
KR-ingar eru enn ósigraðir í Domino's-deild karla í körfubolta eftir 11-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í Vesturbænum í kvöld. Munurinn á liðunum í kvöld var mikill og sigur þeirra svörtu og hvítu aldrei í hættu. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur þar sem leikmönnum beggja liða voru mislagðar hendur settu KR-ingar í gír. Þeir skoruðu sex síðustu stigin í fyrsta leikhluta, komust í 23-15 og bættu í raun aðeins við forskotið eftir það. Ungir leikmenn gestaliðsins sýndu ýmist frábær tilþrif eða töpuðu boltanum klaufalega. Í hvert skipti sem gestirnir gerðu sig seka um mistök var þeim refsað. KR-ingar galopnuðu vörn Þórsara endurtekið, fengu opin þriggja stiga skot og gestirnir fylgdust með leiknum renna sér úr greipum á stigatöflunni. Munurinn í hálfleik var 28 stig og ljóst að gestirnir ættu aldrei möguleika á stigunum tveimur í kvöld. Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórsara, fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta sem gerði gestunum erfitt fyrir í öðrum leikhluta þegar KR-ingar sigldu fram úr. Nærvera þess stóra hjálpaði til framan af síðari hálfleik en þeir svörtu og hvítu þurftu þó aldrei að hafa áhyggjur. Minni spámenn fengu að reyna sig hjá báðum liðum síðustu fimm mínútur leiksins þegar löngu var ljóst hvernig leikurinn færi. Þótt munurinn í kvöld hafi verið mikill skal hafa í huga að enginn skildi vanmeta Þórsara. Mikið býr í ungum leikmönnum liðsins sem sýndu flott tilþrif á köflum þótt þeir væru númeri of litlir í kvöld. Það er ekki að ástæðulausu að KR-ingum er spáð titlinum og þeir hafa unnið alla deildarleiki sína til þessa. Heilt yfir var ekki veikan blett að finna á KR-ingum. Stigaskorið dreifðist jafnt frá fyrstu mínútu og þeir gera afar vel í því að láta boltann ganga hratt manna á milli í sókninni. Menn þekkja sín hlutverk og alltaf tilbúnir að finna félaga í betra skotfæri. Nóg er eftir af mótinu en ljóst er að KR er heitasta lið landsins um þessar mundir. Átta sigrar í röð í deildinni og ljóst að bikartapið gegn Njarðvík hefur eflt liðið í leit sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Martin Hermannsson fór úr puttalið í síðari hálfleiknum og var óskað eftir lækni úr stúkunni. Ekki liggur fyrir hvernig gekk að kippa fingrinum í liðinn en bakvörðurinn var þó mætur aftur á bekkinn, brosandi, þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Martin getur huggað sig við það að hann heldur treyju númer 15 eftir enn einn sigurinn. Martin og Pavel Ermolinskij skiptast á að klæðast treyjunni samkvæmt fyrirkomulagi sem þeir útskýrðu í Fréttablaðinu í morgun. KR-ingar halda toppsætinu með 16 stig af jafnmörgum mögulegum. Þórsarar eru um miðja deild með átta stig. Martin: Maður reyndi að halda cool-inuMartin Hermannsson.„Þetta var mjög vont. Ég neita því ekki. Þægilegt samt þegar hann small í,“ sagði Martin Hermannsson eftir sigur KR-inga á Þórsurum í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Bakvörðurinn fór úr fingurlið í síðari hálfleik og virtist ætla að taka óratíma að kippa honum í liðinn. „Það tók 15-20 mínútur,“ sagði Martin í leikslok en um litla fingur á vinstri hönd var að ræða. Svo fór að kalla þurfti til læknismenntaðan mann úr hópi áhorfenda til að klára dæmið. Þótt sársaukinn hafi verið mikill sagðist Martin ekki hafa fellt nein tár. „Maður reyndi að halda cool-inu,“ sagði kappinn léttur. Sigur KR-inga var afar þægilegur í kvöld og lykilmenn á borð við Martin og Pavel Ermolnskij þurftu óvenjulítið að hafa sig í frammi. Martin segist hafa átt von á sterkara Þórsliði en eftir skrýtnar upphafsmínútur hafi sínir menn fundið taktinn og aldrei verið spurning. KR-ingar eru ósigraðir í deildinni og líklegir til afreka. „Þetta verður aldrei 'walk in the park'. Við finnum samt alveg fyrir pressunni. Hún er alltaf í Vesturbænum. Fólk vill titil og við ætlum að taka hann. Eftir að við duttum út úr bikarnum erum við enn ákveðnari í að taka Íslandsmeistaratitilinn.“ Benedikt: Hávaxnari, sterkari, reynslumeiri, atvinnu- og landsliðsmennBenedikt Guðmundsson.„Það er ömurlegt að tapa og vera svona lélegir en þetta lið er í öðrum gæðaflokki,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara. Eftir jafnar upphafsmínútur sigldu heimamenn fram úr. Benedikt segist hafa vitað að leikurinn yrði erfiður en vonaðist þó eftir meiri mótspyrnu hjá sínum mönnum. „Við lendum mjög snemma í villuvandræðum og við erum ekki með mjög breiðan hóp. Þurftum að fara í varnarafbrigði sem við viljum helst ekki spila,“ sagði Benedikt sem er heilt yfir ánægður með ungu og efnilegu leikmennina sína. „Þeir geta verið frábærir í einum leik og langt frá því að finna sig í næsta. Þeir voru allir rosalega flottir í síðasta leik og þá vorum við 30 stigum yfir í hálfleik,“ segir Benni sem hefur unnið með mörgum ungum og efnilegum leikmanninum. „Þetta tekur tíma og þýðir ekki að vera að krefjast endalaust af þeim og öskra þegar þeir standa sig ekki. Þetta er ákveðið ferli sem þeir eru að fara í gegnum.“ Aðspurður um í hverju munurinn á liðunum lægi var Benni með skýr svör: „Þeir eru hávaxnari í öllum stöðum nema einni, líkamlega sterkari, með 15 sinnum meiri reynslu, búnir að vera í atvinnumennsku og með landsleiki. Þetta er ekkert slor. Ég er ekkert pirraður út í drengina mína. Þeir gerðu sitt besta en það dugði ekki,“ sagði Benni. Hann sagðist alveg eins eiga von á því að KR-ingar færu ósigraðir í gegnum Íslandsmótið.Tölfræði leiksins: KR: Helgi Már Magnússon 22/4 fráköst, Darri Hilmarsson 18, Terry Leake Jr. 16/5 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 13/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Kormákur Arthursson 3, Þorgeir Kristinn Blöndal 1, Jón Orri Kristjánsson 1. Þór Þ.: Mike Cook Jr. 23/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 15, Nemanja Sovic 10/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/8 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/5 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Baldur Þór Ragnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2. Textalýsing úr DHL-höllinni Leik lokið | Lokastaðan 111-77 KR-ingar sigla sínum áttunda sigri í deildinni í hús. Þórsarar áttu aldrei möguleika í heimamenn í kvöld. 4. leikhluti | Staðan er 103-71 Minni spámenn fá að spila síðustu mínúturnar. Þrír táningar, Ólafur Már Ægisson auk Terry sem sjá um að ljúka leiknum. Ansi magnað að bandarískur leikmaður sé í þessu hlutverki. Sjöundi maður inn hjá KR í kvöld. Nýja reglan er að virka ágætlega fyrir Vesturbæinga sem eru með afar sterkt lið. 1:50 eftir. 4. leikhluti | Staðan er 88-58 Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur í DHL-höllinni, óskaði eftir lækni rétt í þessu. Kippa þarf Martini Hermannssyni í liðinn á putta. Vonum að einhver læknismenntaður sé á svæðinu og geti reddað landsliðsmanninum. 7:36 eftir. 3. leikhluta lokið | Staðan er 84-54 Munurinn er enn 30 stig og það vekur athygli mína að Finnur Freyr leyfi ekki yngri leikmönnum að spila. Þorgeir fékk nokkrar mínútur en aðrir sitja á bekknum. 3. leikhluti | Staðan er 80-51 Munurinn helst svo til sá sami. Þórsarar geta bara reynt að bjarga andlitinu úr því sem komið er. Þorsteinn Már hefur reynt sniðskot með tilþrifum en ekki komið boltanum ofan í. KR-ingar kvarta ítrekað yfir dómgæslunni þrátt fyrir að vera með væna forystu. 1:31 eftir. 3. leikhluti | Staðan er 74-40 Raggi Nat klúðrar auðveldu sniðskoti og Pavel setur þrist í andlitið á gestunum. KR-ingar hafa fengið alltof mörg opin þriggja stiga skot í kvöld. Nóg af mönnum hjá KR sem sleppa ekki hendinna af slíku tækifæri. 5:52 eftir. 3. leikhluti | Staðan er 63-35 Gestirnir byrja seinni hálfleikinn vel. Fyrst treður Raggi Nat með tilþrifum og svo prjónar Tómas sig í gegnum KR-vörnina og skorar snyrtilega körfu. 8:03 eftir. Hálfleikur | Staðan er 61-31 Rosalegur leikhluti hjá KR-ingum sem eru svo gott sem búnir að klára þennan leik. Leikhlutinn fór 38-16 og forystan því orðin heil 30 stig. Helgi Magg er kominn með 17 stig hjá KR-ingum og Darri Hilmars hefur fengið skotleyfi frá sínum fyrrum samherjum og sallað niður 11 stigum. Hjá gestunum er Michael Cook með 12 stig án þess þó að eiga nokkurn stjörnuleik. Ungu strákarnir Tómas, Halldór og Þorsteinn Már hafa reynt ýmislegt en gengið á ýmsu. Stundum ætla þeir sér of stóra hluti, koma sér í vandræði og finna engan sendingarmöguleika. Hins vegar sýna þeir á stundum flott tilþrif. KR-ingar hafa einfaldlega dottið í frábæran gír og farið illa með vörn Þórsara. 61% nýting innan þriggja og 50% nýting utan þriggja segir sína sögu. Það vita allir hvort liðið mun standa uppi sem sigurvegari í kvöld. 2. leikhluti | Staðan er 42-21 Helgi Magg setur þrist og Magni blokkar Þorstein á hinum endanum. KR-ingar eru miklu sterkari. Nú blokkar Helgi Magg Ragga Nat undir körfunni og Darri setur þrist eftir að KR-ingar tæta vörn Þórsara í sig. Benni Gumm situr með krosslagðar hendur á bekknum. 3:16 eftir. 2. leikhluti | Staðan er 36-19 KR-ingar auka forskotið og Benni fær upp í kok og tekur leikhlé. Hans menn drippla boltanum í skó sína og virka aðeins taugatrekktir gegn nautsterku liði KR. Þetta virðist strax vera orðið þægilegt fyrir heimamenn sem eru auðvitað mun sterkari á pappírnum og reynslumeiri. Raggi Nat er aftur kominn inn á. Hann verður að passa sig. 6:08 eftir 2. leikhluti | Staðan er 30-19 Heimamenn halda uppteknum hætti. Terry var að setja fallegan þrist úr galopnu færi eftir vel útfærða sókn. Raggi Nat situr á bekknum vegna villuvandræða sinna og munar um minna fyrir gestina. 7:40 eftir 1. leikhluta lokið | Staðan er 23-15 KR-ingar skoruðu sex síðustu stigin í leikhlutanum og eru komnir með átta stiga forskot. Átta leikmenn eru komnir á blað hjá heimamönnum, reyndar eru allir sem hafa spilað skorað. Hjá gestunum er Cook með átta stig, Raggi fimm, Sovic tvö og Tómas eitt. Enginn leikmaður hefur nýtt bæði vítaskotin sín í leiknum til þessa. Ótrúlegt. Ofan á allt hjá gestunum er Raggi Nat kominn með þrjár villur. 1. leikhluti | Staðan er 17-15 Gestirnir leita mikið til Michael Cook í sóknarleiknum. Cook er kominn með 8 stig en hefur einnig tapað boltanum klaufalega. Pavel sækir villu og fær vítaskot. Benni Gumm er ósáttur: „Hvað er þetta, erum við ekki en að spila körfubolta?“ 2:00 eftir 1. leikhluti | Staðan er 14-11 Helgi Magg fékk tvö galopin þriggja stiga skot og setti það síðara ofan í. KR-ingar reyna erfið skot á köflum á meðan gestirnir eru klaufar í sóknarleik sínum. Tapa boltanum klaufalega eða missa þægileg skot. 3:30 eftir 1. leikhluti | Staðan er 5-6 Leikmönnum beggja liða gengur erfiðlega að koma boltanum sína leið. Magni klúðrar troðslu og Tómas sniðskoti á hinum endanum. Aftur klúðrar Tómas sniðskoti en KR tapar einnig boltanum. Finnur skiptir Darra út fyrir Brynjar Þór. 6:00 eftir 1. leikhluti| Staðan er 1-3 Raggi Nat opnar leikinn á tveimur stigum undir körfunni. Magni svarar af vítalínunni með einu stigi og blokkar svo Baldur Þór svakalega í næstu sókn. Cook nýtir sömuleiðis bara annað skot sitt af línunni. 8:00 mín eftir Fyrir leik Ungir iðkendur úr minniboltanum í KR leiddu leikmenn Vesturbæjarliðsins út á völlinn. Það voru tveir um hvern leikmann og fyrir vikið reyndist erfitt fyrir KR-inga að smella hinum klassísku fimmum þegar skokkað var inn á. Fyrir leik Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 19,5 stig að meðaltali, Pavel tekur flest fráköst eða 12,6 að meðaltali í leik og Martin er heitastur utan þriggja en 58,3% skotanna þaðan rata ofan í. Fyrir leik Mike Cook Jr. er stigahæsti leikmaður Þórsara í vetur. Kauði er með 27,3 stig að meðaltali í leik. Raggi Nat tekur flest fráköst, 12,1 að meðaltali í leik og Nemanja Sovic hittir best fyrir utan þriggja stiga línuna eða í 52,2% tilfella. Fyrir leik Ég þori ekki að lofa því en mér finnst ansi líklegt að Benni hafi þjálfað Finn Frey, þjálfara KR, í yngri flokkum KR. Það er eiginlega pottþétt. Fyrir leik Dómarar kvöldsins eru þeir Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson og Steinar Orri Sigurðsson. Treystum á að „three amigos“ eigi toppleik á parketinu í kvöld. Fyrir leik Leikmenn beggja liða taka hefðbundna upphitun. Ekki verið að finna upp hjólið þegar kemur að upphitun körfuboltaliða. Dire Straits eru meðal hljómsveita sem eiga lög á lista plötusnúðsins í kvöld. Fyrir leik Benedikt Guðmundsson, þjálfari gestanna, var lengi vel í aðahlutverki sem þjálfari KR. Fyrst sem þjálfari yngri flokka í lengri tíma en svo meistaraflokks. Benni hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars þjálfað Fjölni og Grindavík. Fyrir leik Gestirnir úr Þorlákshöfn sitja í fimmta sæti deildarinnar með fjóra sigra úr leikjunum sjö. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á milli ára. Raggi Nat er kominn undir körfuna en liðið hefur misst sterka leikmenn á borð við Guðmund Jónsson og Darra Hilmarsson. Darri er einmitt kominn heim í KR þar sem hann er uppalinn. Fyrir leik Velkomnir til leiks lesendur góðir. Framundan er heimsókn Þórsara úr Þorlákshöfn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem topplið KR hefur aðsetur. Þeir svörtu og hvítu eru sjóðandi heitir í deildinni, hafa unnið alla sína sjö leiki.
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira