Rekinn úr hljómsveitinni á miðjum tónleikum Ómar Úlfur skrifar 28. nóvember 2013 10:36 Hið fræga merki hljómsveitarinnar Black Flag Ron Reyes sem hefur sungið með hljómsveitinni Black Flag var rekinn úr sveitinni á dögunum. Þetta væri í sjálfu sér ekkki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að söngvarinn var rekinn á miðjum tónleikum og á sviðinu sjálfu. Hjólabrettakappinn Mike V, sem að söng með sveitinni á endurkomutónleikum árið 2003, reif hljóðnemann af Reyes og vísaði honum af sviðinu á tónleikum í Ástralíu. Black Flag gaf á dögunum út plötuna What the.. en það er fyrsta plata sveitarinnar í 28 ár. Gítarleikarinn Greg Ginn er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Söngvarinn Keith Morris, bassaleikarinn Chuck Duworski og trommarinn Bill Stevenson sem voru allir um tíma í Black Flag starfrækja sveitina Flag sem flytur líka lög hinnar goðsagnakenndu pönksveitar. Eðlilega andar köldu á milli sveitanna. Harmageddon Mest lesið Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Segir NATO ekkert erindi eiga til Sýrlands Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon
Ron Reyes sem hefur sungið með hljómsveitinni Black Flag var rekinn úr sveitinni á dögunum. Þetta væri í sjálfu sér ekkki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að söngvarinn var rekinn á miðjum tónleikum og á sviðinu sjálfu. Hjólabrettakappinn Mike V, sem að söng með sveitinni á endurkomutónleikum árið 2003, reif hljóðnemann af Reyes og vísaði honum af sviðinu á tónleikum í Ástralíu. Black Flag gaf á dögunum út plötuna What the.. en það er fyrsta plata sveitarinnar í 28 ár. Gítarleikarinn Greg Ginn er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Söngvarinn Keith Morris, bassaleikarinn Chuck Duworski og trommarinn Bill Stevenson sem voru allir um tíma í Black Flag starfrækja sveitina Flag sem flytur líka lög hinnar goðsagnakenndu pönksveitar. Eðlilega andar köldu á milli sveitanna.
Harmageddon Mest lesið Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Segir NATO ekkert erindi eiga til Sýrlands Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon