Icelandair í samstarf um loftskip á Norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2013 18:45 Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira