Órói á mörkuðum vegna boðaðra skuldaleiðréttinga Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 15:50 Jón Bjarki Bentsson. Mynd/samsett Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira