Árekstur á Arnarhóli Þorsteinn Pálsson skrifar 23. nóvember 2013 02:37 Í vikunni varð árekstur á milli forsætisráðherra og Seðlabankans, þótt Arnarhóllinn skilji aðsetur þeirra vel í sundur. Áreksturinn gat ekki komið þeim sem til þekkja í opna skjöldu. Orsakir hans eru kunnar en afleiðingarnar eiga eftir að koma fram. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skoðunum ráðherra og Seðlabankans lýstur saman. Frá gildistöku Seðlabankalaganna á fyrsta ári aldarinnar má finna dæmi frá tíð allra ríkisstjórna þar sem ráðherrar gagnrýna vaxtaákvarðanir bankans. Ýmist hafa þær verið álitnar óskiljanlegar eða að mat á áhrifum þeirra hefur verið annað sunnan megin Arnarhólsins en norðan. Af tveimur ástæðum er erfitt fyrir ráðherra að kasta hnútum í Seðlabankann vegna vaxtaákvarðana. Þær eru annars vegar teknar lögum samkvæmt til að fylgja fram efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma og hins vegar á grundvelli verðbólgumarkmiðs sem þær bera stjórnskipulega ábyrgð á en ekki bankinn. Ekki hafa þó verið sjáanleg eftirmál af þessum árekstrum. En þeir sýna að ríkisstjórnir og Seðlabankinn hafa í of mörgum tilvikum stefnt í ólíkar áttir, hver eftir sínum vegpresti. Afleiðingarnar hafa aftur á móti komið fram í heimilisbókhaldi landsmanna. Árekstur forsætisráðherra og Seðlabankans í vikunni er harkalegri en fyrri árekstrar sem orðið hafa vegna vaxtaákvarðana. Yfirmenn bankans eru nú sagðir hafa blandað sér í pólitík og farið út fyrir hlutverk sitt með því að vara við niðurgreiðslu húsnæðisskulda með seðlaprentun þegar þeir svöruðu spurningum fyrir þingnefnd. Þar sem hlutverk Seðlabankans er lögbundið felst í þessu ásökun um lögbrot.Afleiðingin er brestur í trúverðugleikaSkuldaniðurgreiðslutillögurnar hafa ekki verið birtar. Þegar svör yfirmanna Seðlabankans verða forsætisráðherra tilefni til að lýsa því yfir að hann ætli ekki að láta þá stöðva áformin er hann þó í raun að gafa til kynna að fyrirspyrjandinn á þingnefndarfundinum hafi farið nærri lagi um efni þeirra. Í Seðlabankalögunum segir að bankinn skuli „stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu…“ Samkvæmt bókstaf laganna er meginmarkmiðið svo „að stuðla að stöðugu verðlagi.“ Með öðrum orðum: Bankanum er óheimilt að framfylgja ríkisstjórnarstefnunni ef hún stangast á við meginmarkmiðið um stöðugt verðlag. Að þessu virtu sýnist álitamálið vera þetta: Annað hvort áforma yfirmenn Seðlabankans að brjóta gegn því lagaákvæði að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar eða að væntanlegar tillögur stangast á við það lögbundna meginhlutverk bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þó að forsætisráðherra hafi gefið í skyn hvernig ætlunin er að fjármagna niðurgreiðslurnar er óvarlegt fyrr en tillögurnar sjást að staðhæfa hvort líklegra er að honum eða yfirmönnum Seðlabankans skriki fótur. Fari sem horfir er engin málamiðlun sýnileg. Árekstur af þessu tagi hlýtur að hafa afleiðingar. Annar hvor aðilinn tapar trúverðugleika sínum. Hvorugur getur búið við það. Að vísu er unnt að breyta Seðlabankalögunum og afnema stöðugleikamarkmiðið eða heimila bankanum að vinna að tveimur gagnstæðum markmiðum samtímis. En hætt er við að þá fjúki trúverðugleiki beggja út í veður og vind. Það yrði versta niðurstaðan fyrir efnahag heimilanna.Tvær hliðar á miklu loforðiÍ byrjun maí var það álit látið í ljós á þessum vettvangi að líklegt væri að ágreiningur myndi rísa milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar ef nýr stjórnarsáttmáli yrði byggður á tillögum Framsóknarflokksins um niðurgreiðslu húsnæðisskulda. Áreksturinn í vikunni bendir til að þær líkur hafi aukist. Á loforði Framsóknarflokksins voru tvær hliðar. Annars vegar var fyrirheit um mestu niðurgreiðslu húsnæðisskulda í heiminum. Hins vegar var loforð um að kostnaðurinn myndi ekki lenda á ríkissjóði eða skattgreiðendum, hvorki beint með sköttum né óbeint eftir leiðum verðbólgunnar. Lögin um Seðlabankann kveða skýrt á um að ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum hans. Með gagnrýni sinni á Seðlabankann lét forsætisráðherra í veðri vaka að Seðlabankinn eigi að fjármagna niðurgreiðsluna. Ef það er raunin er það sami hluturinn og að láta ríkissjóð kosta hana beint. Engu er líkara en forysta Framsóknarflokksins meti stöðuna svo að hún geti ekki uppfyllt hvort tveggja niðurgreiðsluloforðið og skaðleysi skattgreiðenda af fjáröfluninni. Umræðan hefur meir snúist um að standa verði við gefið loforð en minna um efnahagslega skynsemi þess. Í því ljósi er rétt að draga líka fram þessa hlið loforðsins sem gjarnan gleymist. Er ekki siðferðilega jafn rangt að svíkja þá hlið loforðsins eins og hina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í vikunni varð árekstur á milli forsætisráðherra og Seðlabankans, þótt Arnarhóllinn skilji aðsetur þeirra vel í sundur. Áreksturinn gat ekki komið þeim sem til þekkja í opna skjöldu. Orsakir hans eru kunnar en afleiðingarnar eiga eftir að koma fram. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skoðunum ráðherra og Seðlabankans lýstur saman. Frá gildistöku Seðlabankalaganna á fyrsta ári aldarinnar má finna dæmi frá tíð allra ríkisstjórna þar sem ráðherrar gagnrýna vaxtaákvarðanir bankans. Ýmist hafa þær verið álitnar óskiljanlegar eða að mat á áhrifum þeirra hefur verið annað sunnan megin Arnarhólsins en norðan. Af tveimur ástæðum er erfitt fyrir ráðherra að kasta hnútum í Seðlabankann vegna vaxtaákvarðana. Þær eru annars vegar teknar lögum samkvæmt til að fylgja fram efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma og hins vegar á grundvelli verðbólgumarkmiðs sem þær bera stjórnskipulega ábyrgð á en ekki bankinn. Ekki hafa þó verið sjáanleg eftirmál af þessum árekstrum. En þeir sýna að ríkisstjórnir og Seðlabankinn hafa í of mörgum tilvikum stefnt í ólíkar áttir, hver eftir sínum vegpresti. Afleiðingarnar hafa aftur á móti komið fram í heimilisbókhaldi landsmanna. Árekstur forsætisráðherra og Seðlabankans í vikunni er harkalegri en fyrri árekstrar sem orðið hafa vegna vaxtaákvarðana. Yfirmenn bankans eru nú sagðir hafa blandað sér í pólitík og farið út fyrir hlutverk sitt með því að vara við niðurgreiðslu húsnæðisskulda með seðlaprentun þegar þeir svöruðu spurningum fyrir þingnefnd. Þar sem hlutverk Seðlabankans er lögbundið felst í þessu ásökun um lögbrot.Afleiðingin er brestur í trúverðugleikaSkuldaniðurgreiðslutillögurnar hafa ekki verið birtar. Þegar svör yfirmanna Seðlabankans verða forsætisráðherra tilefni til að lýsa því yfir að hann ætli ekki að láta þá stöðva áformin er hann þó í raun að gafa til kynna að fyrirspyrjandinn á þingnefndarfundinum hafi farið nærri lagi um efni þeirra. Í Seðlabankalögunum segir að bankinn skuli „stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu…“ Samkvæmt bókstaf laganna er meginmarkmiðið svo „að stuðla að stöðugu verðlagi.“ Með öðrum orðum: Bankanum er óheimilt að framfylgja ríkisstjórnarstefnunni ef hún stangast á við meginmarkmiðið um stöðugt verðlag. Að þessu virtu sýnist álitamálið vera þetta: Annað hvort áforma yfirmenn Seðlabankans að brjóta gegn því lagaákvæði að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar eða að væntanlegar tillögur stangast á við það lögbundna meginhlutverk bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þó að forsætisráðherra hafi gefið í skyn hvernig ætlunin er að fjármagna niðurgreiðslurnar er óvarlegt fyrr en tillögurnar sjást að staðhæfa hvort líklegra er að honum eða yfirmönnum Seðlabankans skriki fótur. Fari sem horfir er engin málamiðlun sýnileg. Árekstur af þessu tagi hlýtur að hafa afleiðingar. Annar hvor aðilinn tapar trúverðugleika sínum. Hvorugur getur búið við það. Að vísu er unnt að breyta Seðlabankalögunum og afnema stöðugleikamarkmiðið eða heimila bankanum að vinna að tveimur gagnstæðum markmiðum samtímis. En hætt er við að þá fjúki trúverðugleiki beggja út í veður og vind. Það yrði versta niðurstaðan fyrir efnahag heimilanna.Tvær hliðar á miklu loforðiÍ byrjun maí var það álit látið í ljós á þessum vettvangi að líklegt væri að ágreiningur myndi rísa milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar ef nýr stjórnarsáttmáli yrði byggður á tillögum Framsóknarflokksins um niðurgreiðslu húsnæðisskulda. Áreksturinn í vikunni bendir til að þær líkur hafi aukist. Á loforði Framsóknarflokksins voru tvær hliðar. Annars vegar var fyrirheit um mestu niðurgreiðslu húsnæðisskulda í heiminum. Hins vegar var loforð um að kostnaðurinn myndi ekki lenda á ríkissjóði eða skattgreiðendum, hvorki beint með sköttum né óbeint eftir leiðum verðbólgunnar. Lögin um Seðlabankann kveða skýrt á um að ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum hans. Með gagnrýni sinni á Seðlabankann lét forsætisráðherra í veðri vaka að Seðlabankinn eigi að fjármagna niðurgreiðsluna. Ef það er raunin er það sami hluturinn og að láta ríkissjóð kosta hana beint. Engu er líkara en forysta Framsóknarflokksins meti stöðuna svo að hún geti ekki uppfyllt hvort tveggja niðurgreiðsluloforðið og skaðleysi skattgreiðenda af fjáröfluninni. Umræðan hefur meir snúist um að standa verði við gefið loforð en minna um efnahagslega skynsemi þess. Í því ljósi er rétt að draga líka fram þessa hlið loforðsins sem gjarnan gleymist. Er ekki siðferðilega jafn rangt að svíkja þá hlið loforðsins eins og hina?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun