Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 12:20 Noregskonungur og krónprinsinn á ríkisráðsfundi í konungshöllinni með stjórn Ernu Solbergs. Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04