Lay Low er skotin í Mary Poppins 21. nóvember 2013 12:20 Lay Low Lay Low fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar með fyrstu plötunni sínni Please Don´t Hate Me árið 2006. Hún segir að byrjunin á ferlinum hafi verið óvænt og mikil rússibanareið. Sjálf gerði hún sér ekki almennilega grein fyrir vinsældum sínum en var allt í einu mætt til að árita plötuna sína fyrir utan Skífuna í Smáralind við hliðina á Björgvini Halldórssyni sem vissi ekki hver hún var. Hún var sjálf að vinna í Skífunni á þessum tíma og seldi margar plötur með sjálfri sér á dag án þess að viðskiptavinir gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að versla af tónlistarkonunni sjálfri. Seinustu tvö ár hafa verið viðburðarík hjá Lay Low. Hún túraði mikið með krökkunum í Of Monsters And Men og segir það hafa verið mikið ævintýri að fylgjast með síauknum vinsældum þeirra um allan heim. Það var mikill skóli fyrir Lay Low að koma fram ein með kassagítarinn og reyna að fanga athygli áhorfenda sem voru ekki endilega komnir til að sjá og heyra í henni. Fjórða plata Lay Low, Talking About The Weather, er nýkominn út og segir Lay Low að það hafi verið gríðarlega erfitt að vinna þetta ein. Hún hefur alltaf verið umvafin hæfileikafólki en ákvað að gera þetta ein að þessu sinni. Erfitt hafi verið að sleppa takinu og léttirinn mikill þegar að platan fór loks erlendis í hljómblöndun. Hún er afskaplega stolt af nýju plötunni.Fyrsta plata Lay Low?Eniga Meniga með Olgu Guðrúnu Árnadóttur var mikið spiluð í æsku og er líklegast fyrsta plata Lay Low. Sömuleiðis hlustaði hún talsvert á Whitney Houston og Spice Girls. PJ Harvey var snemma mikill áhrifavaldur.Fyrstu tónleikar Lay Low? Það er ómögulegt að muna segir söngkonan en minnist þó tónleika sem að hún sótti sem unglingur í Bretlandi þar sem að Spice Girls og Peter Andre komu fram. Hvorugt atriðið höfðu mikil áhrif á tónlist Lay Low seinna meir.Fyrsta lagið sem að Lay Low féll fyrir?Ég heyri svo vel af Eniga Meniga. En hvað fílar söngkonan núna? Lay Low segist eiga gríðarlega erfitt með að hlusta á nýja tónlist við lokavinnslu á plötum sínum. Það stendur þó til að hlusta talsvert á nýja íslenska tónlist núna fyrir jólin. Hún er klár með nýjar plötur frá Mammút, Tilbury, Berndsen og Íkorna í körfu inni á tónlist.isUppáhalds kvikmynd? Söngvamyndin Mary Poppins frá 1964 er í miklu uppáhaldi og segist söngkonan í raun kunna hana utanað.Á Lay Low sér átrúnaðargoð? Það er erfitt að legga átrúnað á mannfólk þar sem að það stendur sjaldnast undir slíku. Hún segist vera skotin í Julie Andrews sem lék Mary Poppins og helsta átrúnaðargoðið sé í raun móðir sín. Útgáfutónleikar vegna plötunnar, Talking About The Weather, fara fram í Fríkirkjunni föstudagskvöldið 22. Nóvember og mun Snorri Helgason koma fram á undan Lay Low sem mun, ásamt þriggja manna sveit, flytja gamalt efni í bland við nýtt.Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon
Lay Low fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar með fyrstu plötunni sínni Please Don´t Hate Me árið 2006. Hún segir að byrjunin á ferlinum hafi verið óvænt og mikil rússibanareið. Sjálf gerði hún sér ekki almennilega grein fyrir vinsældum sínum en var allt í einu mætt til að árita plötuna sína fyrir utan Skífuna í Smáralind við hliðina á Björgvini Halldórssyni sem vissi ekki hver hún var. Hún var sjálf að vinna í Skífunni á þessum tíma og seldi margar plötur með sjálfri sér á dag án þess að viðskiptavinir gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að versla af tónlistarkonunni sjálfri. Seinustu tvö ár hafa verið viðburðarík hjá Lay Low. Hún túraði mikið með krökkunum í Of Monsters And Men og segir það hafa verið mikið ævintýri að fylgjast með síauknum vinsældum þeirra um allan heim. Það var mikill skóli fyrir Lay Low að koma fram ein með kassagítarinn og reyna að fanga athygli áhorfenda sem voru ekki endilega komnir til að sjá og heyra í henni. Fjórða plata Lay Low, Talking About The Weather, er nýkominn út og segir Lay Low að það hafi verið gríðarlega erfitt að vinna þetta ein. Hún hefur alltaf verið umvafin hæfileikafólki en ákvað að gera þetta ein að þessu sinni. Erfitt hafi verið að sleppa takinu og léttirinn mikill þegar að platan fór loks erlendis í hljómblöndun. Hún er afskaplega stolt af nýju plötunni.Fyrsta plata Lay Low?Eniga Meniga með Olgu Guðrúnu Árnadóttur var mikið spiluð í æsku og er líklegast fyrsta plata Lay Low. Sömuleiðis hlustaði hún talsvert á Whitney Houston og Spice Girls. PJ Harvey var snemma mikill áhrifavaldur.Fyrstu tónleikar Lay Low? Það er ómögulegt að muna segir söngkonan en minnist þó tónleika sem að hún sótti sem unglingur í Bretlandi þar sem að Spice Girls og Peter Andre komu fram. Hvorugt atriðið höfðu mikil áhrif á tónlist Lay Low seinna meir.Fyrsta lagið sem að Lay Low féll fyrir?Ég heyri svo vel af Eniga Meniga. En hvað fílar söngkonan núna? Lay Low segist eiga gríðarlega erfitt með að hlusta á nýja tónlist við lokavinnslu á plötum sínum. Það stendur þó til að hlusta talsvert á nýja íslenska tónlist núna fyrir jólin. Hún er klár með nýjar plötur frá Mammút, Tilbury, Berndsen og Íkorna í körfu inni á tónlist.isUppáhalds kvikmynd? Söngvamyndin Mary Poppins frá 1964 er í miklu uppáhaldi og segist söngkonan í raun kunna hana utanað.Á Lay Low sér átrúnaðargoð? Það er erfitt að legga átrúnað á mannfólk þar sem að það stendur sjaldnast undir slíku. Hún segist vera skotin í Julie Andrews sem lék Mary Poppins og helsta átrúnaðargoðið sé í raun móðir sín. Útgáfutónleikar vegna plötunnar, Talking About The Weather, fara fram í Fríkirkjunni föstudagskvöldið 22. Nóvember og mun Snorri Helgason koma fram á undan Lay Low sem mun, ásamt þriggja manna sveit, flytja gamalt efni í bland við nýtt.Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon