Vilja kanna hvort FME sé vanhæft til að fjalla um Dróma Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2013 14:37 Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira