Umfjöllun og myndir: Haukar 90 - 84 Snæfell | Haukar áfram eftir baráttusigur Daníel Rúnarsson í Schenker-höllinni skrifar 1. desember 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar komust í kvöld áfram í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins eftir baráttusigur á Snæfellingum, 90-84. Liðin hófu leikinn af varfærni. Varnarleikurinn í fyrirrúmi og fátt um fína drætti í sókninni. Finnur Atli Magnússon kom Snæfellingum þó á sporið með 5 stigum snemma í leikhlutanum og juku gestirnir jafnt og þétt við forystuna eftir því sem á leið. Haukar gáfu eftir í varnarleiknum en Snæfellingar stóðu sína vakt og uppskáru að launum 11 stiga forystu við lok leikhlutans. Sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél en mótstaðan var þó ekki mikil. Varnarleikur Snæfellinga til fyrirmyndar. Terrence Watson var lítt sýnilegur í sóknarleik heimamanna, skoraði aðeins 2 stig, og var augljóst að þeir söknuðu hans. Þrátt fyrir hörku vörn fengu gestirnir einungis dæmda á sig eina villu, en það skrifast þó helst á skort á áræðni heimamanna. Snæfellingar héldu taki sínu á leiknum í upphafi annars leikhluta. Heimamenn áfram ragir við að keyra inn í teiginn og skotin fyrir utan rötuðu ekki rétta leið. Varnarlega voru þeir staðir og fengu Snæfellingar auðveld skot trekk í trekk. Forysta gestanna 16 stig þegar mest var. Þegar leikhlutinn var hálfnaður rann þó hálfgert æði á heimamenn í sókninni. Hræðslan við teiginn var horfin, ungir leikmenn liðsins keyrðu af krafti inn i teig og uppskáru annað hvort tvö stig eða vítaskot. Vítin rötuðu að mestu sína leið og tókst Haukum að minnka muninn í þrjú stig. Undir lok leikhlutans vöknuðu gestirnir þó aðeins af værum blundi og skoruðu síðustu stig fyrri hálfleiks. Staðan 45-51 í hálfleik. Mikil barátta einkenndi upphaf þriðja leikhluta. Leikmönnum virtist fyrirmunað að skora en settu þeim mun meiri orku í varnarleikinn. Undir lok leikhlutans settu Haukar þó í gírinn og tóku forystu í fyrsta skipti í leiknum. Sú forysta varði þó ekki lengi því þrjú stig frá Sigurði Þorvaldssyni á síðustu sekúndu leikhlutans. Fjórði leikhluti fór hratt af stað. Heimamenn tóku forystuna snemma en tókst ekki að hrista Snæfellinga af sér. Liðin skiptust á stigum en Haukar héldu gestunum þó alltaf fyrir aftan sig. Snæfellingar voru tíðir gestir á vítalínunni og nýttu skot sín vel, en það dugði ekki til. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum var forysta heimamanna komin niður í 2 stig. Snæfellingar bregða þá á það gamla ráð að brjóta á andstæðingnum til að koma honum á vítalínuna. Dómurum leiksins fannst þó aðgangsharka Snæfellinga full mikil og dæmdu að lokum ásetningsvillu á Sigurð Þorvaldsson. Við það fengu heimamenn tvö vítaskot og boltann að auki. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga var afar ósáttur við dómgæsluna og hlaut að launum tæknivillu sem gerði endanlega út um leikinn. Haukar fara því áfram í 8-liða úrslit Powerade bikarsins eftir baráttusigur á Snæfell. Hjá Haukum dreifðist stigaskorun jafnt á milli leikmanna. Stigahæstur var Terrence Watson með 18 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik. Emil Barja skoraði 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá gestunum var Vance Cooksey lang atkvæðamestur með 27 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Pálmi með 15 stig , 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.Ingi Þór:Excel kallarnir á skrifstofu FIBA þurfa að skoða sín mál Ingi Þór þjálfari Snæfellinga var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld þrátt fyrir góða byrjun. "Við spilum af krafti í byrjun, erum að framkvæma vel í vörninni og búa til körfur fyrir hvorn annan í fyrsta leikhluta. En svo bara hverfur það allt saman. Við urðum alltof værukærir með þessa góðu byrjun og spiluðum ír an bara einn leikhluta af einhverju viti. Erum svo í algjöri ströggli í seinni hálfleik. En mér fannst við vera í bullandi séns hérna lokin en tókst ekki að klára þessi úrslitaskot sem við fengum til að komast í bílstjórasætið. " Undir lok leiksins fékk Sigurður Þorvaldsson dæmda á sig ásetningsvillu en augljóst var að Snæfellingar vildu brjóta á heimamönnum til að stoppa klukkuna og eiga séns á því að komast aftur inn í leikinn. Ingi var afar ósáttur við dóminn og fékk tæknivillu að launum fyrir mótmæli sín. "Mér finnst þessi dómur alveg skelfilegur. Ef þetta er regla í evrópskum körfubolta þá á að taka hana út með hraði. Mér finnst þetta algjörlega glórualust, það vita allir að það er verið að fara að brjóta á manninum en þetta var ekki það gróft brot. Hvort sem hann tók hann með tveimur höndum eða datt á hann eða hvað það var. Þetta er bara venjuleg villa, tvö skot á línunni og leikurinn ennþá galopinn. En í staðinn fer leikurinn bara. Ef þetta eru reglurnar þá þurfa þessir Excel kallar á skrifstofu FIBA að endurskoða sín mál og taka út með hraði. Þetta skemmir leikinn." Snæfellingar töpuðu illa fyrir Stjörnumönnum í síðasta leik, sá Ingi einhverjar framfarir á leik síns liðs? "Við sýndum smá framfarir í byrjun en erum svo bara værukærir og missum þetta niður. Okkur vantar menn til að vinna skítavinnuna. Menn þurfa að standa í lappirnar á úrslitastundu. Haukarnir eru með gott lið og þeir munu ekkert leggjast niður fyrir okkur." Gestirnir söknuðu Jóns Ólafs, Nonna Mæju, í leiknum vegna meiðsla. "Nonni er algjör lykilmaður hjá okkur og liðið fer eins langt og hann ætlar að fara með það. Hann var að vísu lélegur í síðasta leik og það á bara að koma maður í manns stað. En þeir sem komu inn núna gerðu ekki nógu vel. Ég vona að hann verði klár á föstudaginn en það er algjörlega óvíst, bakmeiðsli eru erfið." sagði Ingi að lokum, hundsvekktur með úrslit kvöldsins og vafalaust löng og leiðinleg keyrsla sem bíður Snæfellinga aftur heim í Stykkishólm.Ívar Ásgrímsson: Gengur ekki að lenda alltaf 18 stigum undir Þjálfari Hauka var ánægður með að vera kominn áfram í 8-liða úrslit þrátt fyrir slæma byrjun sinna manna. "Byrjun leiksins var endurtekning af síðasta leik hjá okkur (innsk. gegn keflavík). Við vorum seinir í gang og rólegir bæði varnar- og sóknarlega. Mér fannst eins og það vantaði alla ákefð. En þeir voru hinsvegar að hitta rosalega vel. Cooksey var að keyra inn í teiginn og við vorum í vandræðum með hann þar." "Við fórum yfir málin í hálfleik og settum up hluti til að stoppa Cooksey. Hann komst mjög lítið inn í teiginn í seinni hálfleik. Þeir voru að hitta vel úr þristum eftir sendingar innan úr teignum frá Cooksey. En um leið og við tókum það af þeim þá voru þeir í vandræðum. Við vorum hinsvegar ekki nógu skynsamir í sókninni í seinni hálfleik. Alltaf þegar við náðum smá forystu þá tókum við ranga ákvörðun sem kom í veg fyrir að við næðum að setja þá lengra fyrir aftan okkur. Vantaði herslumuninn til að stinga af." Haukarnir lentu mest 16 stigum undir í kvöld en tókst að jafna leikinn og taka forystu í fjórða leikhluta. "Ég er auðvitað mjög ánægður með að koma svona sterkt til baka, en við lentum líka í þessu gegn Keflavík og við getum ekki verið að hleypa liðunum alltaf í 18 stiga forystu á móti okkur. Ég verð að athuga hvað ég get gert til að koma í veg fyrir það. Við reyndum að breyta til í dag, hittumst fyrr en vanalega og fengum okkur að borða og fórum yfir leikinn á myndbandsupptökum en það virðist ekki hafa skilað neinu. Við vorum jafn hægir af stað. En það er gott fyrir okkur að komast aftur á sigurbraut. Við höfum sýnt að við erum eð gott lið en þurfum aðeins að bæta skynsemina og þá eru okkur allir vegir færir." sagði Ívar. Undir lok leiksins gerðu Haukarnir út af við leikinn af vítalínunni eftir að ásetnings- og tæknivillur voru dæmdar á Snæfellinga. Hvert er álit Ívars á þessum lokamínútum? "Í fyrsta lagi hélt Vance Cooksey honum Emil undir körfunni og bara þar var ásetningsbrot. En hann (Sigurður Þorvaldsson) hleypur bara niður minn mann, hann er ekki einu sinni að reyna að slá í hann eða neitt - heldur bara hleypur hann niður. Mér fannst þetta alveg réttlætanlegt samkvæmt reglunum. Það er svo alltaf spurning hvort þær séu réttar." svarar Ívar og bætir við um dómgæsluna "Við erum að gefa inn í teig á Terrence Watson allan leikinn og hann fer ekki nema þrisvar á vítalínuna þrátt fyrir að þeir berji á honum í hvert skipti. Við lentum í því sama á móti Keflavík. Hann fær ekkert inni í teignum." Það vakti athygli að Watson var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leikhluta, skoraði aðeins tvö stig og gerði lítið í varnarleiknum frekar en aðrir liðsfélagar hans. "Ég tók Terrence út af í fyrri hálfleik og lét hann horfa aðeins á leikinn og talaði svo við hann í hálfleiknum. Hann var síðan mjög góður fyrir okkur í seinni hálfleik. Hann bætti mikið flæðið í sóknarleiknum okkar þrátt fyrir að hann hafi kannski ekki skorað jafn mikið og hann hefur gert áður. Hann var bara að gera það sem ég vildi að hann væri að gera. Emil átti líka flottan leik, lenti í villuvandræðum í byrjun leiks en leysti það mjög skynsamlega og átti mjög góðan leik hér í kvöld eftir lélegan síðasta leik. Svona viljum við fá hann í hvern leik." Spurður að því hvort Hafnfirðingar megi eiga von á bikarævintýri svaraði Ívar: "Við allavega stefnum hátt og ætlum okkur eins og öll lið sem eru komin í 8-liða úrslitin, að fara alla leið í úrslitaleikinn. Það er fullt af neðrideildarliðum komin í 8 liða úrslitin en ég vil helst bara fá heimaleik, þá er allt opið fyrir okkur." sagði vígreifur þjálfari Hauka að loknum baráttusigri í Schenker höllinni.Bein textalýsing:4. leikhl. | Lokið | 90 - 84: Mikill æsingur í gangi. Ásetningsvilla dæmd á Sigurð Þorvaldsson, Haukar fá tvö vítaskot og boltann að auki. Ingi Þór þjálfari Snæfells er afar ósáttur og lætur dómarana heyra það. Dómararnir verðlauna hann með tæknivillu. Sigurður tekur því fjögur víti í röð. Haukar sigra Snæfell og eru komnir áfram í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins.4. leikhl. | 19 sek eftir | 86 - 82: Snæfellingar fara illa að ráði sínu í sókninni, Emil Barja geysist fram og brotið er á honum. Hann setur bæði vítin niður.4. leikhl. | 30 sek eftir | 84 - 82: Svavar fer á vítalínuna fyrir heimamenn en misnotar bæði skotin.4. leikhl. | 1 mín eftir | 84 - 82: Pálmi og Cooksey svara strax fyrir Snæfellinga og nú taka Haukarnir leikhlé. Cooksey að eiga flottan leik, 25 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar.4. leikhl. | 1.40 mín eftir | 84- 78: Emil Barja og Terrence Watson setja fjögur í röð fyrir heimamenn og enn tekur Ingi leikhlé. Haukar leiða með sex stigum. Þeir Haukur, Sigurður, og Kári eru allir með fjórar villur í liði heimamanna.4. leikhl. | 2 mín eftir | 80 - 78: Enn skora Snæfellingar af vítalínunni. Þeir hafa tekið 25 vítaskot gegn 14 vítum heimamanna.4. leikhl. | 3 mín eftir | 77 - 74: Þar kom að því! Finnur Atli fer á vítalínuna fyrir Snæfell og misnotar bæði skotin. Þeir eru mannlegir eftir allt.4. leikhl. | 4 mín eftir | 77 - 74: Svavar eykur forystu heimamanna í fimm stig áður en Pálmi setur tvö víti til viðbótar á sinn stað og minnkar muninn aftur í þrjú stig.4. leikhl. | 5 mín eftir | 73 - 70: TPálmi setur tvö af vítalínunni fyrir Snæfell. Snæfellingar hafa verið afar öruggir á línunni, sett 18 af 19 skotum sínum niður. Sérstaka athygli vekur að Cooksey á enn eftir að klikka á vítaskoti þrátt fyrir að hafa tekið 10 slík í leiknum.4. leikhl. | 6 mín eftir | 71 - 68: TEftir hraða byrjun hægist aftur á leiknum. Mistök í sókninni á báða bóga.4. leikhl. | 8 mín eftir | 71 - 68: Töluverður hraði í leiknum sem virðist henta heimamönnum betur. Þeir taka aftur forystuna.3. leikhl. | Lokið | 66 - 66: Haukur Óskarsson skorar viðstöðulausa körfu eftir innkast þegar einungis rúm sekúnda lifði af skotklukkunni. Snæfellingar halda af stað í sókn þegar aðeins sjö sekúndur eru eftir af leikhlutanum. Sigurður Þorvaldsson keyrði að körfunni og setti sniðskotið niður þrátt fyrir að á honum væri brotið. Sigurður fékk því víti að auki og setti það einnig niður. Staðan jöfn fyrir síðasta leikhlutann hér í Schenker höllinni.3. leikhl. | 1 mín eftir | 64 - 61: Kári Jónsson ber litla virðingu fyrir leikhléi Inga Þórs. Haukamaðurinn kemur grimmur út á völlinn og neglir niður flottu þriggja stiga skoti. Haukar leiða leikinn í fyrsta sinn.3. leikhl. | 2 mín eftir | 61 - 61: Fimm stig í röð hjá heimamönnum og leikurinn er jafn í fyrsta skipti síðan í stöðunni 2-2. Ingi Þór þjálfari gestanna tekur leikhlé. Snæfellingar hafa farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum, taka skot úr erfiðum færum og eins og svo oft vill vera fara þau ekki niður.3. leikhl. | 3 mín eftir | 56 - 61: Eftir rólegar mínútur detta skotin loksins niður. Líklega vegna þess að leikmenn færðu sig aðeins nær köfunni. Stundum er körfubolti ekki flókin íþrótt.3. leikhl. | 4 mín eftir | 52 - 57: Það er engu líkara en að húsvörðurinn hafi lagt dúk yfir körfuna. Liðin keppast um að klúðra fínum skotfærum.3. leikhl. | 5 mín eftir | 52 - 57: Emil Barja ver skot og stelur boltanum svo í næstu sókn á eftir. Haukum tekst þó ekki að nýta sér framlag Emils til að minnka muninn. Mikil barátta inni á vellinum þessa stundina en lítið um gæði.3. leikhl. | 7 mín eftir | 52 - 55: Sigurður með þriggja stiga körfu fyrir heimamenn. Hans fyrstu stig í leiknum.3. leikhl. | 8 mín eftir | 49 - 55: Cooksey heldur uppteknum hætti fyrir gestina. Stolinn bolti og tvö stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks.Hálfleikur: Enginn leikmaður er kominn í teljandi villuvandræði. Emil Barja var snöggur að næla sér í tvær villur í upphafi leiks en hefur haldið sig á mottunni síðan þá. Við skulum vona að menn fari ekki að láta henda sér úr húsi úr þessu - það er mikið skemmtilegra að hafa liðin fullmönnuð.Hálfleikur: Hjá gestunum hefur Vance Cooksey farið á kostum. Er með 17 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Stefán Torfason er næstur á eftir honum með 11 stig og 2 fráköst.Hálfleikur: Hjá heimamönnum í Haukum er Emil Barja stigahæstur með 10 stig, 2 stoðsendingar og 5 fráköst. Terrence Watson og Svavar Pálsson koma þar á eftir með 9 stig. Watson með 3 fráköst og Svavar með 2. Táningurinn Kári Jónsson er síðan með 5 stig og 5 stoðsendingar.2. leikhl. | Lokið | 45 - 51: Þriggja stiga skot Sigurðar Þorvaldssonar ratar sína leið og Cooksey nánast með flautukörfu í lok fyrri hálfleiks. Snæfellingar fara inn í leikhléð með 6 stiga forystu en það var allt annað að sjá Hauka í seinni hluta annars leikhluta, heldur en framan af leik. Stefnir í skemmtilegan seinni hálfleik.2. leikhl. | 1 mín eftir | 43 - 46: Heimamenn nánast búa á vítalínunni þessa stundina og nýta það ágætlega.2. leikhl. | 2 mín eftir | 40 - 44: Allt annað að sjá Haukaliðið þessa stundina. Keyra af meiri hörku inn í teiginn og skotin rata sína leið niður. Að sama skapi eru Snæfellingar að fara illa að ráði sínu í sókninni. 13-1 leikkafli hjá heimamönnum.2. leikhl. | 3 mín eftir | 34 - 43: Mikið betra hjá Haukunum. Inga Þór þjálfara Snæfells líst ekki á blikuna og tekur leikhlé.2. leikhl. | 5 mín eftir | 27 - 43: Pálmi og Kristján með þriggja stiga körfur fyrir Snæfell. Það dettur allt niður hjá gestunum þessa stundina.2. leikhl. | 6 mín eftir | 23 - 37: Tveir tapaðir boltar í röð hjá Haukum og Snæfellingar refsa um leið.2. leikhl. | 7 mín eftir | 23 - 32: Heimamenn klóra í bakkann en Snæfellingar hafa þó enn ágætis tök á leiknum.2. leikhl. | 8 mín eftir | 18 - 30: Snæfellingar hafa einungis fengið dæmda á sig eina villu á meðan heimamenn hafa brotið af sér sex sinnum. Haukamenn þurfa því að vera skynsamari í varnarleiknum - þeir eru að missa leikmenn gestanna fram úr sér trekk í trekk og það endar bara á villu eða auðveldri körfu.1. leikhl. | Lokið | 15 - 26: Áfram halda Snæfellingar, átta stiga sprettur undir lok leikhlutans skilar þeim þægilegri 11 stiga forystu. Ívar þjálfari Hauka er allt annað en sáttur með varnarleik sinna manna - eðlilega.1. leikhl. | 1 mín eftir | 15 - 22: Gestirnir svara með tveimur körfum í röð og munurinn er aftur orðinn sjö stig. Heimamenn sakna meira framlags frá Terrence Watson í sókninni.1. leikhl. | 2 mín eftir | 15 - 18: Hinn sextán ára Kári Jónsson setur niður þriggja stiga skot fyrir heimamenn og minnkar muninn í þrjú stig.1. leikhl. | 3 mín eftir | 12 - 18: Davíð Páll með þrjár körfur í röð fyrir Hauka. Vel gert.1. leikhl. | 4 mín eftir | 6 - 14: Cooksey setur niður erfitt skot fyrir gestina. Vinnur síðan boltann aftur í vörninni og geysist fram völlinn þar sem brotið er á honum í skotinu. Bæði vítaskotin rata niður og Snæfellingar taka átta stiga forystu.1. leikhl. | 6 mín eftir | 6 - 10: Finnur fer að mínum ráðum og setur niður flott þriggja stiga skot. Leikar eru að æsast hér í Hafnarfirði. Emil Barja með 4 stig fyrir Hauka, en tvær villur eru áhyggjuefni enda einungis fjórar mínútur liðnar af leiknum.1. leikhl. | 7 mín eftir | 2 - 4: Finnur Atli brýtur ísinn með góðu stökkskoti. Þessi stóri og stæðilegi strákur er með flott skot, má að ósekju taka meira til sín í sóknarleiknum.1. leikhl. | 8 mín eftir | 2 - 2: Leikurinn fer hægt af stað. Varnarleikur liðanna til fyrirmyndar en menn eru þo full staðir í sóknarleiknum.1. leikhl. | 9 mín eftir | 0 - 2: Terrence Watson vinnur uppkastið í byrjun leiks fyrir Hauka en þær ná ekki að nýta sér það í sókninni. Cooksey geysist fram völlinn fyrir Snæfellinga og setur fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Nú eru einungis örfáar mínútur þangað til leikurinn hefst. Ágætur vallarþulur hér í Schenker-höllinni kynnir nú leikmenn liðanna einn af öðrum til leiks. Góða skemmtun!Fyrir leik: Þar sem bæði lið hér í kvöld eru úrvalsdeildarfélög komu þau inn í bikarkeppnina í 32-liða úrslitum. Þar mættu Haukar KFÍ og höfðu sigur að lokum, 66-61. Snæfellingar fóru öllu léttar í gegnum sinn andstæðing, sigruðu Laugdæli 113 - 38.Fyrir leik: Upphitun leikmanna er í fullum gangi. Úti á gólfinu spjalla þeir Ingi Þór og Ívar Ásgrímsson, þjálfarar liðanna, saman á léttu nótunum. Undir spjalli þeirra dynur elektró tónlist sem undirritaður er ekki vanur að heyra á körfuboltaleikjum. Rappið hefur átt þessa íþróttagrein með húð og hári.Fyrir leik: Tveimur leikjum er lokið í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. B-lið Keflavíkur, skipað gömlum kempum á borð við Damon Johnson, slógu út ÍG á föstudagskvöld. Fyrr í dag komst síðan lið Tindastóls áfram í 8-liða úrslitin með öruggum sigri á Reyni frá Sandgerði.Fyrir leik: Þær fregnir berast hinsvegar úr herbúðum Snæfellinga að Nonni Mæju verði ekki með í leiknum í kvöld. Hann er að kljást við bæði bakmeiðsli og veikindi, samkvæmt Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfellinga. Það er því ljóst að Snæfellingar koma vængbrotnir til leiks gegn einu af spútnikliðum vetrarins.Fyrir leik: Hjá gestunum úr Stykkishólmi eru kunnugleg andlit í aðalhlutverkum. Þeir Sigurður Þorvaldsson og Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, hafa ásamt Kananum Vance Cooksey farið fyrir sínum mönnum. Cooksey hefur verið atkvæðamestur í stigaskorun, 25 stig í leik, og stoðsendingum, 6 í leik. Nonni Mæju er hinsvegar frákastakóngur liðsins með tæp 8 fráköst í leik.Fyrir leik: Fyrir Hafnfirðingum hefur síðan farið Bandaríkjamaðurinn Terrence Watson en hann hefur skorað 27 stig og rifið niður tæp 16 fráköst að meðaltali það sem af er tímabils.Fyrir leik: Haukar eru nýliðar í efstu deild þetta tímabilið en hafa komið mörgum á óvart með skemmtilegum og árangursríkum körfubolta. Í liðinu eru margir ungir leikmenn sem eru við það að taka hið margfræga skref á milli þess að vera efnilegur og góður. Þar má helst nefna þrenninguna Hauk Óskarsson, Kára Jónsson og Emil Barja. Haukur og Emil eru 22 ára gamlir en Kári Jónsson einungis 16 ára. Táningurinn hefur þó ekki látið lágan aldur trufla sig mikið og er með yfir 10 stig skoruð að meðaltali í vetur. Fyrir leik: Velkomin til leiks í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins. Hér í Schenker-höllinni að Ásvöllum munum við fylgjast með leik Hauka úr Hafnarfirði og Snæfellinga úr Stykkishólmi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Haukar komust í kvöld áfram í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins eftir baráttusigur á Snæfellingum, 90-84. Liðin hófu leikinn af varfærni. Varnarleikurinn í fyrirrúmi og fátt um fína drætti í sókninni. Finnur Atli Magnússon kom Snæfellingum þó á sporið með 5 stigum snemma í leikhlutanum og juku gestirnir jafnt og þétt við forystuna eftir því sem á leið. Haukar gáfu eftir í varnarleiknum en Snæfellingar stóðu sína vakt og uppskáru að launum 11 stiga forystu við lok leikhlutans. Sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél en mótstaðan var þó ekki mikil. Varnarleikur Snæfellinga til fyrirmyndar. Terrence Watson var lítt sýnilegur í sóknarleik heimamanna, skoraði aðeins 2 stig, og var augljóst að þeir söknuðu hans. Þrátt fyrir hörku vörn fengu gestirnir einungis dæmda á sig eina villu, en það skrifast þó helst á skort á áræðni heimamanna. Snæfellingar héldu taki sínu á leiknum í upphafi annars leikhluta. Heimamenn áfram ragir við að keyra inn í teiginn og skotin fyrir utan rötuðu ekki rétta leið. Varnarlega voru þeir staðir og fengu Snæfellingar auðveld skot trekk í trekk. Forysta gestanna 16 stig þegar mest var. Þegar leikhlutinn var hálfnaður rann þó hálfgert æði á heimamenn í sókninni. Hræðslan við teiginn var horfin, ungir leikmenn liðsins keyrðu af krafti inn i teig og uppskáru annað hvort tvö stig eða vítaskot. Vítin rötuðu að mestu sína leið og tókst Haukum að minnka muninn í þrjú stig. Undir lok leikhlutans vöknuðu gestirnir þó aðeins af værum blundi og skoruðu síðustu stig fyrri hálfleiks. Staðan 45-51 í hálfleik. Mikil barátta einkenndi upphaf þriðja leikhluta. Leikmönnum virtist fyrirmunað að skora en settu þeim mun meiri orku í varnarleikinn. Undir lok leikhlutans settu Haukar þó í gírinn og tóku forystu í fyrsta skipti í leiknum. Sú forysta varði þó ekki lengi því þrjú stig frá Sigurði Þorvaldssyni á síðustu sekúndu leikhlutans. Fjórði leikhluti fór hratt af stað. Heimamenn tóku forystuna snemma en tókst ekki að hrista Snæfellinga af sér. Liðin skiptust á stigum en Haukar héldu gestunum þó alltaf fyrir aftan sig. Snæfellingar voru tíðir gestir á vítalínunni og nýttu skot sín vel, en það dugði ekki til. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum var forysta heimamanna komin niður í 2 stig. Snæfellingar bregða þá á það gamla ráð að brjóta á andstæðingnum til að koma honum á vítalínuna. Dómurum leiksins fannst þó aðgangsharka Snæfellinga full mikil og dæmdu að lokum ásetningsvillu á Sigurð Þorvaldsson. Við það fengu heimamenn tvö vítaskot og boltann að auki. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga var afar ósáttur við dómgæsluna og hlaut að launum tæknivillu sem gerði endanlega út um leikinn. Haukar fara því áfram í 8-liða úrslit Powerade bikarsins eftir baráttusigur á Snæfell. Hjá Haukum dreifðist stigaskorun jafnt á milli leikmanna. Stigahæstur var Terrence Watson með 18 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik. Emil Barja skoraði 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá gestunum var Vance Cooksey lang atkvæðamestur með 27 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Pálmi með 15 stig , 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.Ingi Þór:Excel kallarnir á skrifstofu FIBA þurfa að skoða sín mál Ingi Þór þjálfari Snæfellinga var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld þrátt fyrir góða byrjun. "Við spilum af krafti í byrjun, erum að framkvæma vel í vörninni og búa til körfur fyrir hvorn annan í fyrsta leikhluta. En svo bara hverfur það allt saman. Við urðum alltof værukærir með þessa góðu byrjun og spiluðum ír an bara einn leikhluta af einhverju viti. Erum svo í algjöri ströggli í seinni hálfleik. En mér fannst við vera í bullandi séns hérna lokin en tókst ekki að klára þessi úrslitaskot sem við fengum til að komast í bílstjórasætið. " Undir lok leiksins fékk Sigurður Þorvaldsson dæmda á sig ásetningsvillu en augljóst var að Snæfellingar vildu brjóta á heimamönnum til að stoppa klukkuna og eiga séns á því að komast aftur inn í leikinn. Ingi var afar ósáttur við dóminn og fékk tæknivillu að launum fyrir mótmæli sín. "Mér finnst þessi dómur alveg skelfilegur. Ef þetta er regla í evrópskum körfubolta þá á að taka hana út með hraði. Mér finnst þetta algjörlega glórualust, það vita allir að það er verið að fara að brjóta á manninum en þetta var ekki það gróft brot. Hvort sem hann tók hann með tveimur höndum eða datt á hann eða hvað það var. Þetta er bara venjuleg villa, tvö skot á línunni og leikurinn ennþá galopinn. En í staðinn fer leikurinn bara. Ef þetta eru reglurnar þá þurfa þessir Excel kallar á skrifstofu FIBA að endurskoða sín mál og taka út með hraði. Þetta skemmir leikinn." Snæfellingar töpuðu illa fyrir Stjörnumönnum í síðasta leik, sá Ingi einhverjar framfarir á leik síns liðs? "Við sýndum smá framfarir í byrjun en erum svo bara værukærir og missum þetta niður. Okkur vantar menn til að vinna skítavinnuna. Menn þurfa að standa í lappirnar á úrslitastundu. Haukarnir eru með gott lið og þeir munu ekkert leggjast niður fyrir okkur." Gestirnir söknuðu Jóns Ólafs, Nonna Mæju, í leiknum vegna meiðsla. "Nonni er algjör lykilmaður hjá okkur og liðið fer eins langt og hann ætlar að fara með það. Hann var að vísu lélegur í síðasta leik og það á bara að koma maður í manns stað. En þeir sem komu inn núna gerðu ekki nógu vel. Ég vona að hann verði klár á föstudaginn en það er algjörlega óvíst, bakmeiðsli eru erfið." sagði Ingi að lokum, hundsvekktur með úrslit kvöldsins og vafalaust löng og leiðinleg keyrsla sem bíður Snæfellinga aftur heim í Stykkishólm.Ívar Ásgrímsson: Gengur ekki að lenda alltaf 18 stigum undir Þjálfari Hauka var ánægður með að vera kominn áfram í 8-liða úrslit þrátt fyrir slæma byrjun sinna manna. "Byrjun leiksins var endurtekning af síðasta leik hjá okkur (innsk. gegn keflavík). Við vorum seinir í gang og rólegir bæði varnar- og sóknarlega. Mér fannst eins og það vantaði alla ákefð. En þeir voru hinsvegar að hitta rosalega vel. Cooksey var að keyra inn í teiginn og við vorum í vandræðum með hann þar." "Við fórum yfir málin í hálfleik og settum up hluti til að stoppa Cooksey. Hann komst mjög lítið inn í teiginn í seinni hálfleik. Þeir voru að hitta vel úr þristum eftir sendingar innan úr teignum frá Cooksey. En um leið og við tókum það af þeim þá voru þeir í vandræðum. Við vorum hinsvegar ekki nógu skynsamir í sókninni í seinni hálfleik. Alltaf þegar við náðum smá forystu þá tókum við ranga ákvörðun sem kom í veg fyrir að við næðum að setja þá lengra fyrir aftan okkur. Vantaði herslumuninn til að stinga af." Haukarnir lentu mest 16 stigum undir í kvöld en tókst að jafna leikinn og taka forystu í fjórða leikhluta. "Ég er auðvitað mjög ánægður með að koma svona sterkt til baka, en við lentum líka í þessu gegn Keflavík og við getum ekki verið að hleypa liðunum alltaf í 18 stiga forystu á móti okkur. Ég verð að athuga hvað ég get gert til að koma í veg fyrir það. Við reyndum að breyta til í dag, hittumst fyrr en vanalega og fengum okkur að borða og fórum yfir leikinn á myndbandsupptökum en það virðist ekki hafa skilað neinu. Við vorum jafn hægir af stað. En það er gott fyrir okkur að komast aftur á sigurbraut. Við höfum sýnt að við erum eð gott lið en þurfum aðeins að bæta skynsemina og þá eru okkur allir vegir færir." sagði Ívar. Undir lok leiksins gerðu Haukarnir út af við leikinn af vítalínunni eftir að ásetnings- og tæknivillur voru dæmdar á Snæfellinga. Hvert er álit Ívars á þessum lokamínútum? "Í fyrsta lagi hélt Vance Cooksey honum Emil undir körfunni og bara þar var ásetningsbrot. En hann (Sigurður Þorvaldsson) hleypur bara niður minn mann, hann er ekki einu sinni að reyna að slá í hann eða neitt - heldur bara hleypur hann niður. Mér fannst þetta alveg réttlætanlegt samkvæmt reglunum. Það er svo alltaf spurning hvort þær séu réttar." svarar Ívar og bætir við um dómgæsluna "Við erum að gefa inn í teig á Terrence Watson allan leikinn og hann fer ekki nema þrisvar á vítalínuna þrátt fyrir að þeir berji á honum í hvert skipti. Við lentum í því sama á móti Keflavík. Hann fær ekkert inni í teignum." Það vakti athygli að Watson var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leikhluta, skoraði aðeins tvö stig og gerði lítið í varnarleiknum frekar en aðrir liðsfélagar hans. "Ég tók Terrence út af í fyrri hálfleik og lét hann horfa aðeins á leikinn og talaði svo við hann í hálfleiknum. Hann var síðan mjög góður fyrir okkur í seinni hálfleik. Hann bætti mikið flæðið í sóknarleiknum okkar þrátt fyrir að hann hafi kannski ekki skorað jafn mikið og hann hefur gert áður. Hann var bara að gera það sem ég vildi að hann væri að gera. Emil átti líka flottan leik, lenti í villuvandræðum í byrjun leiks en leysti það mjög skynsamlega og átti mjög góðan leik hér í kvöld eftir lélegan síðasta leik. Svona viljum við fá hann í hvern leik." Spurður að því hvort Hafnfirðingar megi eiga von á bikarævintýri svaraði Ívar: "Við allavega stefnum hátt og ætlum okkur eins og öll lið sem eru komin í 8-liða úrslitin, að fara alla leið í úrslitaleikinn. Það er fullt af neðrideildarliðum komin í 8 liða úrslitin en ég vil helst bara fá heimaleik, þá er allt opið fyrir okkur." sagði vígreifur þjálfari Hauka að loknum baráttusigri í Schenker höllinni.Bein textalýsing:4. leikhl. | Lokið | 90 - 84: Mikill æsingur í gangi. Ásetningsvilla dæmd á Sigurð Þorvaldsson, Haukar fá tvö vítaskot og boltann að auki. Ingi Þór þjálfari Snæfells er afar ósáttur og lætur dómarana heyra það. Dómararnir verðlauna hann með tæknivillu. Sigurður tekur því fjögur víti í röð. Haukar sigra Snæfell og eru komnir áfram í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins.4. leikhl. | 19 sek eftir | 86 - 82: Snæfellingar fara illa að ráði sínu í sókninni, Emil Barja geysist fram og brotið er á honum. Hann setur bæði vítin niður.4. leikhl. | 30 sek eftir | 84 - 82: Svavar fer á vítalínuna fyrir heimamenn en misnotar bæði skotin.4. leikhl. | 1 mín eftir | 84 - 82: Pálmi og Cooksey svara strax fyrir Snæfellinga og nú taka Haukarnir leikhlé. Cooksey að eiga flottan leik, 25 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar.4. leikhl. | 1.40 mín eftir | 84- 78: Emil Barja og Terrence Watson setja fjögur í röð fyrir heimamenn og enn tekur Ingi leikhlé. Haukar leiða með sex stigum. Þeir Haukur, Sigurður, og Kári eru allir með fjórar villur í liði heimamanna.4. leikhl. | 2 mín eftir | 80 - 78: Enn skora Snæfellingar af vítalínunni. Þeir hafa tekið 25 vítaskot gegn 14 vítum heimamanna.4. leikhl. | 3 mín eftir | 77 - 74: Þar kom að því! Finnur Atli fer á vítalínuna fyrir Snæfell og misnotar bæði skotin. Þeir eru mannlegir eftir allt.4. leikhl. | 4 mín eftir | 77 - 74: Svavar eykur forystu heimamanna í fimm stig áður en Pálmi setur tvö víti til viðbótar á sinn stað og minnkar muninn aftur í þrjú stig.4. leikhl. | 5 mín eftir | 73 - 70: TPálmi setur tvö af vítalínunni fyrir Snæfell. Snæfellingar hafa verið afar öruggir á línunni, sett 18 af 19 skotum sínum niður. Sérstaka athygli vekur að Cooksey á enn eftir að klikka á vítaskoti þrátt fyrir að hafa tekið 10 slík í leiknum.4. leikhl. | 6 mín eftir | 71 - 68: TEftir hraða byrjun hægist aftur á leiknum. Mistök í sókninni á báða bóga.4. leikhl. | 8 mín eftir | 71 - 68: Töluverður hraði í leiknum sem virðist henta heimamönnum betur. Þeir taka aftur forystuna.3. leikhl. | Lokið | 66 - 66: Haukur Óskarsson skorar viðstöðulausa körfu eftir innkast þegar einungis rúm sekúnda lifði af skotklukkunni. Snæfellingar halda af stað í sókn þegar aðeins sjö sekúndur eru eftir af leikhlutanum. Sigurður Þorvaldsson keyrði að körfunni og setti sniðskotið niður þrátt fyrir að á honum væri brotið. Sigurður fékk því víti að auki og setti það einnig niður. Staðan jöfn fyrir síðasta leikhlutann hér í Schenker höllinni.3. leikhl. | 1 mín eftir | 64 - 61: Kári Jónsson ber litla virðingu fyrir leikhléi Inga Þórs. Haukamaðurinn kemur grimmur út á völlinn og neglir niður flottu þriggja stiga skoti. Haukar leiða leikinn í fyrsta sinn.3. leikhl. | 2 mín eftir | 61 - 61: Fimm stig í röð hjá heimamönnum og leikurinn er jafn í fyrsta skipti síðan í stöðunni 2-2. Ingi Þór þjálfari gestanna tekur leikhlé. Snæfellingar hafa farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum, taka skot úr erfiðum færum og eins og svo oft vill vera fara þau ekki niður.3. leikhl. | 3 mín eftir | 56 - 61: Eftir rólegar mínútur detta skotin loksins niður. Líklega vegna þess að leikmenn færðu sig aðeins nær köfunni. Stundum er körfubolti ekki flókin íþrótt.3. leikhl. | 4 mín eftir | 52 - 57: Það er engu líkara en að húsvörðurinn hafi lagt dúk yfir körfuna. Liðin keppast um að klúðra fínum skotfærum.3. leikhl. | 5 mín eftir | 52 - 57: Emil Barja ver skot og stelur boltanum svo í næstu sókn á eftir. Haukum tekst þó ekki að nýta sér framlag Emils til að minnka muninn. Mikil barátta inni á vellinum þessa stundina en lítið um gæði.3. leikhl. | 7 mín eftir | 52 - 55: Sigurður með þriggja stiga körfu fyrir heimamenn. Hans fyrstu stig í leiknum.3. leikhl. | 8 mín eftir | 49 - 55: Cooksey heldur uppteknum hætti fyrir gestina. Stolinn bolti og tvö stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks.Hálfleikur: Enginn leikmaður er kominn í teljandi villuvandræði. Emil Barja var snöggur að næla sér í tvær villur í upphafi leiks en hefur haldið sig á mottunni síðan þá. Við skulum vona að menn fari ekki að láta henda sér úr húsi úr þessu - það er mikið skemmtilegra að hafa liðin fullmönnuð.Hálfleikur: Hjá gestunum hefur Vance Cooksey farið á kostum. Er með 17 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Stefán Torfason er næstur á eftir honum með 11 stig og 2 fráköst.Hálfleikur: Hjá heimamönnum í Haukum er Emil Barja stigahæstur með 10 stig, 2 stoðsendingar og 5 fráköst. Terrence Watson og Svavar Pálsson koma þar á eftir með 9 stig. Watson með 3 fráköst og Svavar með 2. Táningurinn Kári Jónsson er síðan með 5 stig og 5 stoðsendingar.2. leikhl. | Lokið | 45 - 51: Þriggja stiga skot Sigurðar Þorvaldssonar ratar sína leið og Cooksey nánast með flautukörfu í lok fyrri hálfleiks. Snæfellingar fara inn í leikhléð með 6 stiga forystu en það var allt annað að sjá Hauka í seinni hluta annars leikhluta, heldur en framan af leik. Stefnir í skemmtilegan seinni hálfleik.2. leikhl. | 1 mín eftir | 43 - 46: Heimamenn nánast búa á vítalínunni þessa stundina og nýta það ágætlega.2. leikhl. | 2 mín eftir | 40 - 44: Allt annað að sjá Haukaliðið þessa stundina. Keyra af meiri hörku inn í teiginn og skotin rata sína leið niður. Að sama skapi eru Snæfellingar að fara illa að ráði sínu í sókninni. 13-1 leikkafli hjá heimamönnum.2. leikhl. | 3 mín eftir | 34 - 43: Mikið betra hjá Haukunum. Inga Þór þjálfara Snæfells líst ekki á blikuna og tekur leikhlé.2. leikhl. | 5 mín eftir | 27 - 43: Pálmi og Kristján með þriggja stiga körfur fyrir Snæfell. Það dettur allt niður hjá gestunum þessa stundina.2. leikhl. | 6 mín eftir | 23 - 37: Tveir tapaðir boltar í röð hjá Haukum og Snæfellingar refsa um leið.2. leikhl. | 7 mín eftir | 23 - 32: Heimamenn klóra í bakkann en Snæfellingar hafa þó enn ágætis tök á leiknum.2. leikhl. | 8 mín eftir | 18 - 30: Snæfellingar hafa einungis fengið dæmda á sig eina villu á meðan heimamenn hafa brotið af sér sex sinnum. Haukamenn þurfa því að vera skynsamari í varnarleiknum - þeir eru að missa leikmenn gestanna fram úr sér trekk í trekk og það endar bara á villu eða auðveldri körfu.1. leikhl. | Lokið | 15 - 26: Áfram halda Snæfellingar, átta stiga sprettur undir lok leikhlutans skilar þeim þægilegri 11 stiga forystu. Ívar þjálfari Hauka er allt annað en sáttur með varnarleik sinna manna - eðlilega.1. leikhl. | 1 mín eftir | 15 - 22: Gestirnir svara með tveimur körfum í röð og munurinn er aftur orðinn sjö stig. Heimamenn sakna meira framlags frá Terrence Watson í sókninni.1. leikhl. | 2 mín eftir | 15 - 18: Hinn sextán ára Kári Jónsson setur niður þriggja stiga skot fyrir heimamenn og minnkar muninn í þrjú stig.1. leikhl. | 3 mín eftir | 12 - 18: Davíð Páll með þrjár körfur í röð fyrir Hauka. Vel gert.1. leikhl. | 4 mín eftir | 6 - 14: Cooksey setur niður erfitt skot fyrir gestina. Vinnur síðan boltann aftur í vörninni og geysist fram völlinn þar sem brotið er á honum í skotinu. Bæði vítaskotin rata niður og Snæfellingar taka átta stiga forystu.1. leikhl. | 6 mín eftir | 6 - 10: Finnur fer að mínum ráðum og setur niður flott þriggja stiga skot. Leikar eru að æsast hér í Hafnarfirði. Emil Barja með 4 stig fyrir Hauka, en tvær villur eru áhyggjuefni enda einungis fjórar mínútur liðnar af leiknum.1. leikhl. | 7 mín eftir | 2 - 4: Finnur Atli brýtur ísinn með góðu stökkskoti. Þessi stóri og stæðilegi strákur er með flott skot, má að ósekju taka meira til sín í sóknarleiknum.1. leikhl. | 8 mín eftir | 2 - 2: Leikurinn fer hægt af stað. Varnarleikur liðanna til fyrirmyndar en menn eru þo full staðir í sóknarleiknum.1. leikhl. | 9 mín eftir | 0 - 2: Terrence Watson vinnur uppkastið í byrjun leiks fyrir Hauka en þær ná ekki að nýta sér það í sókninni. Cooksey geysist fram völlinn fyrir Snæfellinga og setur fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Nú eru einungis örfáar mínútur þangað til leikurinn hefst. Ágætur vallarþulur hér í Schenker-höllinni kynnir nú leikmenn liðanna einn af öðrum til leiks. Góða skemmtun!Fyrir leik: Þar sem bæði lið hér í kvöld eru úrvalsdeildarfélög komu þau inn í bikarkeppnina í 32-liða úrslitum. Þar mættu Haukar KFÍ og höfðu sigur að lokum, 66-61. Snæfellingar fóru öllu léttar í gegnum sinn andstæðing, sigruðu Laugdæli 113 - 38.Fyrir leik: Upphitun leikmanna er í fullum gangi. Úti á gólfinu spjalla þeir Ingi Þór og Ívar Ásgrímsson, þjálfarar liðanna, saman á léttu nótunum. Undir spjalli þeirra dynur elektró tónlist sem undirritaður er ekki vanur að heyra á körfuboltaleikjum. Rappið hefur átt þessa íþróttagrein með húð og hári.Fyrir leik: Tveimur leikjum er lokið í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. B-lið Keflavíkur, skipað gömlum kempum á borð við Damon Johnson, slógu út ÍG á föstudagskvöld. Fyrr í dag komst síðan lið Tindastóls áfram í 8-liða úrslitin með öruggum sigri á Reyni frá Sandgerði.Fyrir leik: Þær fregnir berast hinsvegar úr herbúðum Snæfellinga að Nonni Mæju verði ekki með í leiknum í kvöld. Hann er að kljást við bæði bakmeiðsli og veikindi, samkvæmt Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfellinga. Það er því ljóst að Snæfellingar koma vængbrotnir til leiks gegn einu af spútnikliðum vetrarins.Fyrir leik: Hjá gestunum úr Stykkishólmi eru kunnugleg andlit í aðalhlutverkum. Þeir Sigurður Þorvaldsson og Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, hafa ásamt Kananum Vance Cooksey farið fyrir sínum mönnum. Cooksey hefur verið atkvæðamestur í stigaskorun, 25 stig í leik, og stoðsendingum, 6 í leik. Nonni Mæju er hinsvegar frákastakóngur liðsins með tæp 8 fráköst í leik.Fyrir leik: Fyrir Hafnfirðingum hefur síðan farið Bandaríkjamaðurinn Terrence Watson en hann hefur skorað 27 stig og rifið niður tæp 16 fráköst að meðaltali það sem af er tímabils.Fyrir leik: Haukar eru nýliðar í efstu deild þetta tímabilið en hafa komið mörgum á óvart með skemmtilegum og árangursríkum körfubolta. Í liðinu eru margir ungir leikmenn sem eru við það að taka hið margfræga skref á milli þess að vera efnilegur og góður. Þar má helst nefna þrenninguna Hauk Óskarsson, Kára Jónsson og Emil Barja. Haukur og Emil eru 22 ára gamlir en Kári Jónsson einungis 16 ára. Táningurinn hefur þó ekki látið lágan aldur trufla sig mikið og er með yfir 10 stig skoruð að meðaltali í vetur. Fyrir leik: Velkomin til leiks í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins. Hér í Schenker-höllinni að Ásvöllum munum við fylgjast með leik Hauka úr Hafnarfirði og Snæfellinga úr Stykkishólmi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira