Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2013 19:11 Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira