Nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði frestað fram að aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2013 16:11 Innanríkisráðherra vonar að frumvarp um frestun á nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði verði samþykkt á Alþingi fyrir jól. mynd/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun á næstu dögum leggja fram frumvarp sem heimilar frestun á nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði fram á mitt næsta ár. Ráðherra kynnti málið í ríkisstjórn í morgun. „Það sem ég var að kynna er í samræmi við það sem við höfum nefnt núna undanfarna mánuði, sem er að samhliða þeim aðgerðum sem við kynntum um síðustu helgi til að fara í skuldamál heimilanna, viljum við gefa þeim skuldurum sem standa á erfiðum stað í sínum málum tækifæri til að fresta, óski þeir eftir, nauðungarsölum á heimilum þeirra. Sá frestur getur gilt allt til 1. júlí á næsta ár,“ segir Hanna Birna. En þá er reiknað með að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána hafi tekið gildi. „Ég er að vonast til að fá að mæla fyrir frumvarpinu á þinginu fyrir áramót og ég held að það geti náðst góð samstaða um að klára þetta fyrir jól. Þá myndi þetta gilda næstu sex mánuði.,“ segir innanríkisráðherra. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur þrýst mjög á ráðherra á undanförnum vikum og mánuðum að beita sér fyrir lögum sem þessum.Hefði ekki verið hægt að gera þetta fyrr?„Við höfum allan tímann sagt, alveg frá því að þessi mál hafa verið til umræðu frá því síðast liðið haust, að þetta sé það sem við værum að skoða samhliða almennum aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Þannig að það var löngu yfirlýst stefna af okkar hálfu að við vildum skoða málið í tengslum við það. Og nú liggur fyrir ákvörðun um að samhliða þeim áðgerðum fái einstaklingar tækifæri til að fara yfir stöðuna og meta hvort þeir ráða við verkefnið, sem er að klára að greiða af húseignunum sínum eða hvort grípa þarf til nauðungarsölu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun á næstu dögum leggja fram frumvarp sem heimilar frestun á nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði fram á mitt næsta ár. Ráðherra kynnti málið í ríkisstjórn í morgun. „Það sem ég var að kynna er í samræmi við það sem við höfum nefnt núna undanfarna mánuði, sem er að samhliða þeim aðgerðum sem við kynntum um síðustu helgi til að fara í skuldamál heimilanna, viljum við gefa þeim skuldurum sem standa á erfiðum stað í sínum málum tækifæri til að fresta, óski þeir eftir, nauðungarsölum á heimilum þeirra. Sá frestur getur gilt allt til 1. júlí á næsta ár,“ segir Hanna Birna. En þá er reiknað með að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána hafi tekið gildi. „Ég er að vonast til að fá að mæla fyrir frumvarpinu á þinginu fyrir áramót og ég held að það geti náðst góð samstaða um að klára þetta fyrir jól. Þá myndi þetta gilda næstu sex mánuði.,“ segir innanríkisráðherra. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur þrýst mjög á ráðherra á undanförnum vikum og mánuðum að beita sér fyrir lögum sem þessum.Hefði ekki verið hægt að gera þetta fyrr?„Við höfum allan tímann sagt, alveg frá því að þessi mál hafa verið til umræðu frá því síðast liðið haust, að þetta sé það sem við værum að skoða samhliða almennum aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Þannig að það var löngu yfirlýst stefna af okkar hálfu að við vildum skoða málið í tengslum við það. Og nú liggur fyrir ákvörðun um að samhliða þeim áðgerðum fái einstaklingar tækifæri til að fara yfir stöðuna og meta hvort þeir ráða við verkefnið, sem er að klára að greiða af húseignunum sínum eða hvort grípa þarf til nauðungarsölu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira