Adolf Ingi var lagður í einelti á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2013 10:02 Kristín er hörð í horn að taka og hér sést hún ýta Daníel Rúnarssyni ljósmyndara 365 af velli eftir bikarúrslitaleik í handbolta í vor, en RÚV taldi sig hafa skýran einkarétt á að fjalla um þann leik. Mynd/Hilmar Þór Guðmundsson Við uppsagnir á RÚV vakti ekki síst athygli að Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður var rekinn eftir 22 ára starf. Uppsögnin á sér reyndar alllangan aðdraganda.Látinn sitja á öðrum stað Vísir hefur talað við ýmsa sem til þekkja, fyrrverandi samstarfsmenn Adolfs Inga og fleiri, sem ekki vilja koma fram undir nafni, og öllum ber saman um að fljótlega eftir Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka. Adolf Ingi lýsti til að mynda fáum leikjum á HM 2010 og hann hefur ekki lýst leikjum karlalandsliðsins í handknattleik frá árinu 2010, að sögn eins heimildarmanna Vísis, og hefur það vakið athygli út fyrir veggi útvarpshússins. Síðasti keppnisleikur landsliðsins sem Adolf Ingi lýsti var bronsleikurinn 2010 þegar hann átti ógleymanlega takta við að lýsa tilþrifum Alexanders Petersson. Það er svanasöngur Adolfs Inga í þeim efnum. Fyrir einu og hálfu ári var Adolf Ingi settur í að sjá aðeins, eða svo gott sem, um útvarpsfréttir í hádeginu og klukkan 18. Einnig var hann látinn sitja á öðrum stað en þeim þar sem íþróttadeildin hafði aðsetur.Tilefnislitlar áminningar Reyndar má rekja raunir Adolfs Inga innan dyra Ríkisútvarpsins allt til þeirra láta sem urðu þegar Auðun Georg Ólafsson var ráðinn sem fréttastjóri, en því mótmæltu starfsmenn hástöfum. Þá skrifaði Adolf Ingi harðorða grein sem birtist í Fréttablaðinu, grein sem flestir starfsmenn Ríkisútvarpsins voru sammála efnislega en eftir þetta virðist sem Adolf Ingi hafi fallið í ónáð hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Heimildarmenn Vísis tala um áminningar sem Adolf Ingi fékk og að tilefnislitlu. Það var verið að leita að átyllu til að reka hann, að því er virðist. Hann var með gamla ríkissamninginn. Sem hann skrifaði undir 1992. Hann féll ekki undir þetta ohf-fyrirkomulag og fól í sér meira starfsöryggi; ekki var ekki hægt að segja honum upp án ástæðu. Nú telja lögfræðingar að svo langt sé um liðið frá ohf-væðingu stofnunarinnar og RÚV sé óbundið af þeim samningum, svo sem er varða uppsagnafrest. Um vorið 2011 fór Adolf Ingi með þessi mál sín til mannauðsstjóra en þar var umkvörtunum snúið á haus og var Adolf Ingi látinn í kjölfarið skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann hét því að breyta sínum vinnubrögðum og framkomu. Eftir þetta atvik versnaði ástandið enn. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið, þegar eftir því var leitað: „No comment!“Eftir að Adolf Ingi skrifaði þessa grein er sem hann hafi fallið í ónáð hjá yfirstjórn fyrirtækisins.Tjáir sig ekki Kristín kom í starf yfirmanns íþróttadeildar ríkisútvarpsins af fjórðu hæðinni, þar sem fjármáladeildin hefur aðsetur. Þar var hún bókari og mun það hafa þótt góð hugmynd að fá hana því fæstar fjárhagsáætlanir íþróttadeildarinnar höfðu gengið eftir. En, ekki er vitað til þess að Kristín hafi haft reynslu af stjórnun eða nokkra sérstaka þekkingu á íþróttamálum. Adolf Ingi átti mjög erfitt uppdráttar og það ástand versnaði, segir einn fyrrum samstarfsmaður Adolfs Inga; hann var ótrúlega duglegur og gott að vinna með honum en aðstæður hans breyttust mjög þegar Kristín tók við deildinni. Kristín segir þetta forvitnilegar útleggingar þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar en hún segist ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar henni var bent á að Adolf Ingi væri ekki lengur starfsmaður sagði Kristín að þetta varðaði engu að síður málefni Adolfs meðan hann var starfsmaður. Og vildi ekki láta hafa neitt umfram það um málið, jafnvel þó um alvarlegar ásakanir sé að ræða. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Við uppsagnir á RÚV vakti ekki síst athygli að Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður var rekinn eftir 22 ára starf. Uppsögnin á sér reyndar alllangan aðdraganda.Látinn sitja á öðrum stað Vísir hefur talað við ýmsa sem til þekkja, fyrrverandi samstarfsmenn Adolfs Inga og fleiri, sem ekki vilja koma fram undir nafni, og öllum ber saman um að fljótlega eftir Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka. Adolf Ingi lýsti til að mynda fáum leikjum á HM 2010 og hann hefur ekki lýst leikjum karlalandsliðsins í handknattleik frá árinu 2010, að sögn eins heimildarmanna Vísis, og hefur það vakið athygli út fyrir veggi útvarpshússins. Síðasti keppnisleikur landsliðsins sem Adolf Ingi lýsti var bronsleikurinn 2010 þegar hann átti ógleymanlega takta við að lýsa tilþrifum Alexanders Petersson. Það er svanasöngur Adolfs Inga í þeim efnum. Fyrir einu og hálfu ári var Adolf Ingi settur í að sjá aðeins, eða svo gott sem, um útvarpsfréttir í hádeginu og klukkan 18. Einnig var hann látinn sitja á öðrum stað en þeim þar sem íþróttadeildin hafði aðsetur.Tilefnislitlar áminningar Reyndar má rekja raunir Adolfs Inga innan dyra Ríkisútvarpsins allt til þeirra láta sem urðu þegar Auðun Georg Ólafsson var ráðinn sem fréttastjóri, en því mótmæltu starfsmenn hástöfum. Þá skrifaði Adolf Ingi harðorða grein sem birtist í Fréttablaðinu, grein sem flestir starfsmenn Ríkisútvarpsins voru sammála efnislega en eftir þetta virðist sem Adolf Ingi hafi fallið í ónáð hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Heimildarmenn Vísis tala um áminningar sem Adolf Ingi fékk og að tilefnislitlu. Það var verið að leita að átyllu til að reka hann, að því er virðist. Hann var með gamla ríkissamninginn. Sem hann skrifaði undir 1992. Hann féll ekki undir þetta ohf-fyrirkomulag og fól í sér meira starfsöryggi; ekki var ekki hægt að segja honum upp án ástæðu. Nú telja lögfræðingar að svo langt sé um liðið frá ohf-væðingu stofnunarinnar og RÚV sé óbundið af þeim samningum, svo sem er varða uppsagnafrest. Um vorið 2011 fór Adolf Ingi með þessi mál sín til mannauðsstjóra en þar var umkvörtunum snúið á haus og var Adolf Ingi látinn í kjölfarið skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann hét því að breyta sínum vinnubrögðum og framkomu. Eftir þetta atvik versnaði ástandið enn. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið, þegar eftir því var leitað: „No comment!“Eftir að Adolf Ingi skrifaði þessa grein er sem hann hafi fallið í ónáð hjá yfirstjórn fyrirtækisins.Tjáir sig ekki Kristín kom í starf yfirmanns íþróttadeildar ríkisútvarpsins af fjórðu hæðinni, þar sem fjármáladeildin hefur aðsetur. Þar var hún bókari og mun það hafa þótt góð hugmynd að fá hana því fæstar fjárhagsáætlanir íþróttadeildarinnar höfðu gengið eftir. En, ekki er vitað til þess að Kristín hafi haft reynslu af stjórnun eða nokkra sérstaka þekkingu á íþróttamálum. Adolf Ingi átti mjög erfitt uppdráttar og það ástand versnaði, segir einn fyrrum samstarfsmaður Adolfs Inga; hann var ótrúlega duglegur og gott að vinna með honum en aðstæður hans breyttust mjög þegar Kristín tók við deildinni. Kristín segir þetta forvitnilegar útleggingar þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar en hún segist ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar henni var bent á að Adolf Ingi væri ekki lengur starfsmaður sagði Kristín að þetta varðaði engu að síður málefni Adolfs meðan hann var starfsmaður. Og vildi ekki láta hafa neitt umfram það um málið, jafnvel þó um alvarlegar ásakanir sé að ræða.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira