Frumkvöðlar í góðum málum Elín Albertsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:47 Lóa Pind er að fara í gang með nýjan þátt um frumkvöðla á Stöð 2. Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. Matur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum.
Matur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira