Orðspor Íslands versnar Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 13:50 Steingrímur J. Sigfússon: Mat umheimsins á Íslandi fer versnandi. Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira