Vilja fjölga verkefnum Sambandsins Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 10:18 Höfuðstöðvar SÍS voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðuneytið er í dag. Mynd/GVa „Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“ Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira