Landsbanki kaupir allt hlutafé Hátækni Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 08:50 Dótturfélag Landsbankans hefur tekið við Nokia-umboðinu. Mynd/GVa. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira