Fá gullplötuna afhenta í Efstaleiti Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 15:13 Börn Loka, plata Skálmaldar frá því í fyrra, hefur selst í meira en fimm þúsund eintökum. mynd/vilhelm Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp