Viðskipti með hlutabréf N1 fara vel af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 10:34 Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 og Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND við skráninguna í morgun. Mynd/GVA. Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira