Drjúgur liðsmaður aðildar Þorsteinn Pálsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Utanríkisráðherra er gegnheill í mótstöðu sinni við Evrópusambandið. En lífið er stundum þversagnakennt. Eftir að hann varð stjórnskipulega ábyrgur fyrir málasviðinu hefur hann í reynd lagt þeim málstað sem hann er svo andsnúinn drjúgt lið. Frá kosningum hefur utanríkisráðherra ráðið Evrópuumræðunni. Hún hefur alfarið snúist um það sem hann hefur fært fram. Lítið hefur farið fyrir frumkvæði annarra. Á sama tíma hefur stuðningur við aðild vaxið verulega og meirihluta fylgi við það sjónarmið að ljúka viðræðunum er ríflegra en áður. Líklegasta skýringin á þessu er sú að rökleysan í málflutningi ráðherrans hafi opnað augu margra fyrir því að málefnalega stendur andstaðan við að ljúka aðildarviðræðunum á brauðfótum. Móthaldið við aðildina sjálfa hefur veikst af sömu ástæðu. En trúlega er það einnig fyrir þá sök að fleiri sjá nú en fyrir kosningar að ekki er verið að bjóða upp á aðra trúverðuga leið til varanlegs stöðugleika í peningamálum þrátt fyrir góð tök á ríkisfjármálunum.Þríþætt ástæða fyrir þjóðaratkvæði Það þarf ekki sérfræðinga í stjórnmálafræðum til að sjá að ágreiningurinn um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum verður aðeins leystur í þjóðaratkvæði. Ástæðan er þríþætt: Eitt er að síðustu kosningar snerust mest megnis um annað efni. Annað er að skoðanir eru svo skiptar um málið í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks og VG að þingið ræður illa við uppgjör í málinu. Í þriðja lagi er skiljanlegt að núverandi stjórn eigi óhægt um vik að vinna með það umboð sem vinstri stjórnin fékk frá Alþingi. Loforð forystu Sjálfstæðisflokksins um að efna til þjóðaratkvæðis um hvort halda ætti viðræðunum áfram var gefið í ljósi þessara aðstæðna. Það bar vott um að sú víðsýni var ekki með öllu horfin sem lengst af límdi flokkinn saman. Framsókn fékk hins vegar óvenjulega sterka stöðu í kosningunum því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði í reynd útilokað samstarf við aðra flokka. Forysta framsóknarmanna nýtti sér þetta til að bregða fæti fyrir efndir á þessu loforði. Það er síðan ein helsta ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik í skoðanakönnunum. Þetta kom strax í ljós í sumar sem leið þegar utanríkisráðherra sagði að ef efnt yrði til þjóðaratkvæðis ætti að spyrja um afstöðu til aðildar en ekki hvort halda ætti viðræðum um möguleika á henni áfram. Allir sáu rökleysuna í því að greiða atkvæði um aðild án samnings um hana. Fæstir tóku því hugmynd ráðherrans alvarlega. En þó má vera að í ljósi flókinna aðstæðna hefði hún verðskuldað nokkra umræðu.Á að gera út um málið í refskák? Nú hefur menntamálaráðherra hent tillögu utanríkisráðherra á lofti. Fáir ætla honum að gera sér ekki grein fyrir rökleysunni að baki henni. Þessi innkoma menntamálaráðherra í umræðuna bendir því til að ríkisstjórnarflokkarnir hafi sæst á að freista þess að drepa málinu á dreif. Svo virðist því vera að ríkisstjórnin ætli að tefla refskák með þessa sérstöku tillögu utanríkisráðherra. Taflið snýst um að láta í veðri vaka að ríkisstjórnin hafi með þessu boðist til að standa við loforðið um þjóðaratkvæði. Hún metur stöðuna þannig að tilboðinu verði hafnað vegna rökvillu í spurningunni. Þar með sé taflið unnið. Við fyrstu sýn er ógnun í þessum leik. En það er veikleiki í stöðunni. Málið er að ríkisstjórnin gæti aldrei útilokað annað þjóðaratkvæði um endanlegan samning komist málið á það stig. Ella væri hún að veikja stöðu Íslands með því að segja við Evrópusambandið að allt sem eftir á að koma hafi verið samþykkt fyrirfram. Í raun yrði fyrri atkvæðagreiðslan því í eðli sínu ekki um annað en hvort leiða eigi viðræðurnar til lykta. Enginn myndi velkjast í vafa um það þótt spurningin yrði orðuð með villandi hætti af þrákelkni. Já-málstaðurinn gæti jafnvel fengið talsverða samúð út á refjarnar. Auðvitað er hægt að gera út um spurninguna í svona refskák. En þetta mál er stærra en svo að það sé við hæfi. Spurningin snýst um það eitt hvort þjóðin er tilbúin að staðfesta þá ákvörðun Alþingis frá 2009 að sækja um aðild og fela ríkisstjórninni að leiða þær viðræður sem komnar eru vel á veg til lykta. Hvers vegna að spyrja þjóðina um annað en það sem ágreiningur er um á þessu stigi? Vinstri stjórnin hafnaði illu heilli þjóðaratkvæði; fyrst hvort sækja ætti um og síðar hvort halda bæri viðræðum áfram. Forysta Sjálfstæðisflokksins vildi þá þjóðaratkvæði og lofaði því kæmist hún til valda. Vinstri flokkarnir virðast nú hafa skipt um skoðun. Hví að láta Framsókn hindra að þjóðin fái þetta vald þegar skoðanakannanir hafa í langan tíma sýnt að hún vill fá botn í málið með samningi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Utanríkisráðherra er gegnheill í mótstöðu sinni við Evrópusambandið. En lífið er stundum þversagnakennt. Eftir að hann varð stjórnskipulega ábyrgur fyrir málasviðinu hefur hann í reynd lagt þeim málstað sem hann er svo andsnúinn drjúgt lið. Frá kosningum hefur utanríkisráðherra ráðið Evrópuumræðunni. Hún hefur alfarið snúist um það sem hann hefur fært fram. Lítið hefur farið fyrir frumkvæði annarra. Á sama tíma hefur stuðningur við aðild vaxið verulega og meirihluta fylgi við það sjónarmið að ljúka viðræðunum er ríflegra en áður. Líklegasta skýringin á þessu er sú að rökleysan í málflutningi ráðherrans hafi opnað augu margra fyrir því að málefnalega stendur andstaðan við að ljúka aðildarviðræðunum á brauðfótum. Móthaldið við aðildina sjálfa hefur veikst af sömu ástæðu. En trúlega er það einnig fyrir þá sök að fleiri sjá nú en fyrir kosningar að ekki er verið að bjóða upp á aðra trúverðuga leið til varanlegs stöðugleika í peningamálum þrátt fyrir góð tök á ríkisfjármálunum.Þríþætt ástæða fyrir þjóðaratkvæði Það þarf ekki sérfræðinga í stjórnmálafræðum til að sjá að ágreiningurinn um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum verður aðeins leystur í þjóðaratkvæði. Ástæðan er þríþætt: Eitt er að síðustu kosningar snerust mest megnis um annað efni. Annað er að skoðanir eru svo skiptar um málið í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks og VG að þingið ræður illa við uppgjör í málinu. Í þriðja lagi er skiljanlegt að núverandi stjórn eigi óhægt um vik að vinna með það umboð sem vinstri stjórnin fékk frá Alþingi. Loforð forystu Sjálfstæðisflokksins um að efna til þjóðaratkvæðis um hvort halda ætti viðræðunum áfram var gefið í ljósi þessara aðstæðna. Það bar vott um að sú víðsýni var ekki með öllu horfin sem lengst af límdi flokkinn saman. Framsókn fékk hins vegar óvenjulega sterka stöðu í kosningunum því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði í reynd útilokað samstarf við aðra flokka. Forysta framsóknarmanna nýtti sér þetta til að bregða fæti fyrir efndir á þessu loforði. Það er síðan ein helsta ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik í skoðanakönnunum. Þetta kom strax í ljós í sumar sem leið þegar utanríkisráðherra sagði að ef efnt yrði til þjóðaratkvæðis ætti að spyrja um afstöðu til aðildar en ekki hvort halda ætti viðræðum um möguleika á henni áfram. Allir sáu rökleysuna í því að greiða atkvæði um aðild án samnings um hana. Fæstir tóku því hugmynd ráðherrans alvarlega. En þó má vera að í ljósi flókinna aðstæðna hefði hún verðskuldað nokkra umræðu.Á að gera út um málið í refskák? Nú hefur menntamálaráðherra hent tillögu utanríkisráðherra á lofti. Fáir ætla honum að gera sér ekki grein fyrir rökleysunni að baki henni. Þessi innkoma menntamálaráðherra í umræðuna bendir því til að ríkisstjórnarflokkarnir hafi sæst á að freista þess að drepa málinu á dreif. Svo virðist því vera að ríkisstjórnin ætli að tefla refskák með þessa sérstöku tillögu utanríkisráðherra. Taflið snýst um að láta í veðri vaka að ríkisstjórnin hafi með þessu boðist til að standa við loforðið um þjóðaratkvæði. Hún metur stöðuna þannig að tilboðinu verði hafnað vegna rökvillu í spurningunni. Þar með sé taflið unnið. Við fyrstu sýn er ógnun í þessum leik. En það er veikleiki í stöðunni. Málið er að ríkisstjórnin gæti aldrei útilokað annað þjóðaratkvæði um endanlegan samning komist málið á það stig. Ella væri hún að veikja stöðu Íslands með því að segja við Evrópusambandið að allt sem eftir á að koma hafi verið samþykkt fyrirfram. Í raun yrði fyrri atkvæðagreiðslan því í eðli sínu ekki um annað en hvort leiða eigi viðræðurnar til lykta. Enginn myndi velkjast í vafa um það þótt spurningin yrði orðuð með villandi hætti af þrákelkni. Já-málstaðurinn gæti jafnvel fengið talsverða samúð út á refjarnar. Auðvitað er hægt að gera út um spurninguna í svona refskák. En þetta mál er stærra en svo að það sé við hæfi. Spurningin snýst um það eitt hvort þjóðin er tilbúin að staðfesta þá ákvörðun Alþingis frá 2009 að sækja um aðild og fela ríkisstjórninni að leiða þær viðræður sem komnar eru vel á veg til lykta. Hvers vegna að spyrja þjóðina um annað en það sem ágreiningur er um á þessu stigi? Vinstri stjórnin hafnaði illu heilli þjóðaratkvæði; fyrst hvort sækja ætti um og síðar hvort halda bæri viðræðum áfram. Forysta Sjálfstæðisflokksins vildi þá þjóðaratkvæði og lofaði því kæmist hún til valda. Vinstri flokkarnir virðast nú hafa skipt um skoðun. Hví að láta Framsókn hindra að þjóðin fái þetta vald þegar skoðanakannanir hafa í langan tíma sýnt að hún vill fá botn í málið með samningi?
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun