Rafmagnsleysið reynist okkur dýrt Svavar Hávarðsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Rafmagnslaust varð fyrir réttum tveimur árum í Vestmannaeyjum en þá hélt varaaflsstöð ljósum á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsi Eyjamanna. Hitaveita bæjarins og sjúkrahúsið eru jafnframt búnar varaaflstöðvum. Óskar Friðriksson Árlegur samfélagslegur kostnaður af rafmagnsleysis á Íslandi hefur frá 2004 verið rúmlega 1,5 milljarðar á ári að núvirði. Árið í fyrra var það kostnaðarsamasta í langan tíma enda rafmagnsleysi á Vestfjörðum og á hluta Norðurlands enn minnisstætt.Dýr klukkutími Nokkur helstu raforkufyrirtæki landsins ásamt Orkustofnun mynduðu starfshóp í upphafi árs 1986 til að koma á skráningu rekstrartruflana og til að vinna að mati á kostnaði notenda vegna rafmagnsleysis (START). Skráning rekstrartruflana hefur því staðið yfir í rúmlega tvo áratugi og liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um truflanir í raforkukerfinu á síðustu árum. Í nýrri skýrslu kemur fram hversu mjög nútíma samfélag er háð rafmagni, og ef eitthvað fer úrskeiðis er kostnaðurinn gríðarlegur. Á móti kemur mikið öryggi í orkuafhendingu hér á landi. Á undanförnum árum hafa notendur að meðaltali verið straumlausir í einn til þrjá tíma á ári eða 0,001-0,003% af árinu. En að gefnum flóknum forsendum má meta kostnaðinn sem af rafmagnsleysi hlýst. Ef rafmagn fer af landinu öllu í eina klukkustund hefði slíkt 638 milljóna króna kostað að meðaltali í för með sér, miðað við árið 2011. Ef slík truflun verður um hávetur þegar atvinnulífið er á fullum afköstum væri kostnaðurinn mun meiri eða um 1,6 milljarðar á klukkustund. Ef truflun á sér stað utan reglulegs vinnutíma eru áhrifin minni en ella, og áætlað er að kostnaður við klukkustundar straumleysi um helgi að sumri til væri um 333 milljónir.Töpuð gæði „Fólk vill gleyma því hvað raforkan er mikilvæg í nútíma þjóðfélagi. Menn ættu að hafa það hugfast í umræðunni um flutningsvirkin hér innanlands,“ segir Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, og bætir við að meðalkostnaður vegna rafmagnsleysis frá 2004 til 2012 er 1,5 milljarðar á ári [verðlag 2012]. Heildarkostnaðurinn er því tæpir 14 milljarðar króna. „Þetta er jú undirstaðan í öllu okkar atvinnulífi og afþreyingu. Þess vegna er það svona verðmætt að hafa rafmagn og á móti kemur mikið tjón ef þú hefur það ekki. Það er allt undir,“ segir Jón og bætir við að ár frá ári verði fólk háðara rafmagni vegna sífellt meira mikilvægis tölvukerfa fyrir fyrirtæki og fólk. „Menn rengja oft tölur um kostnað sem þennan; að einstaklingurinn beri engan sérstakan kostnað. En þá verður að hafa hugfast hvað tapast ef einhver situr í kvikmyndahúsi, í leikhúsi eða á veitingastað, svo dæmi sé nefnt. Þetta er allt mjög verðmætt fyrir hvern og einn, bæði mælt í beinhörðum peningum og tilfinningalega.“Viðkvæmt atvinnulíf Atvinnulíf er breytilegt á milli landshluta hér innanlands og af þeim sökum eru áhrif rafmagnsleysis mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta hlutfallslega mest en hún er ákaflega viðkvæm fyrir rafmagnsleysi. Á vinnutíma er kostnaður því hlutfallslega mestur á höfuðborgarsvæðinu, ef einungis er litið á almenna notkun og stóriðjunotendur því ekki teknir með. Í öðrum landshlutum er kostnaður háður aðstæðum á hverjum stað. Þar sem hann er hlutfallslega minnstur nemur hann um helmingi af kostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Iðnaður er einnig afar viðkvæmur fyrir rafmagnsleysi. „Hjá fyrirtæki er algengt að allt sem er í framleiðslu eyðileggst þegar rafmagn fer af, fyrir utan kostnað af því að hreinsa til áður en hægt er að koma framleiðslulínum af stað á ný. Eins eyðileggst viðkvæmt hráefni, svo maður tali ekki um álfyrirtækin sem þola ekki rafmagnsleysi nema í mjög afmarkaðan tíma áður en allt er ónýtt með gríðarlegum kostnaði því fylgjandi,“ segir Jón.Náttúruöflin Vegna afhendingaröryggis er langvinnt rafmagnsleysi fæstum ofarlega í huga. En aðstæður á Íslandi gefa tilefni til að vera á varðbergi. Dæmi frá síðasta ári gefa fullt tilefni til þess enda samfélagslegur kostnaður þess árs metinn hátt í þrjá milljarða króna. „Aðstæður úti á landi eru mun erfiðari en sunnan- og suðvestanlands. Því hefur verið lagt í mikinn kostnað við dýrar varaaflsstöðvar eins og á Vestfjörðum þar sem liggur aðeins ein lína inn á svæðið. Þar er Landsnet núna að byggja 10 megavatta varaaflsstöð á Bolungarvík til að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum, en sá fjórðungur landsins er sýnu verst staddur,“ segir Jón. „Afhendingaröryggi er mikið sunnan- og vestanlands þar sem kerfið er mjög sterkt en það er aldrei hægt að útiloka rafmagnsleysi, sama hvað þú leggur margar línur eða strengi. Aðallega er það vegna veðurfars, en við höfum sloppið vel hvað varðar náttúruhamfarir. En það er alltaf möguleiki að flóð, eldsumbrot eða jarðskjálftar geti valdið miklum erfiðleikum,“ segir Jón. Fréttaskýringar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Árlegur samfélagslegur kostnaður af rafmagnsleysis á Íslandi hefur frá 2004 verið rúmlega 1,5 milljarðar á ári að núvirði. Árið í fyrra var það kostnaðarsamasta í langan tíma enda rafmagnsleysi á Vestfjörðum og á hluta Norðurlands enn minnisstætt.Dýr klukkutími Nokkur helstu raforkufyrirtæki landsins ásamt Orkustofnun mynduðu starfshóp í upphafi árs 1986 til að koma á skráningu rekstrartruflana og til að vinna að mati á kostnaði notenda vegna rafmagnsleysis (START). Skráning rekstrartruflana hefur því staðið yfir í rúmlega tvo áratugi og liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um truflanir í raforkukerfinu á síðustu árum. Í nýrri skýrslu kemur fram hversu mjög nútíma samfélag er háð rafmagni, og ef eitthvað fer úrskeiðis er kostnaðurinn gríðarlegur. Á móti kemur mikið öryggi í orkuafhendingu hér á landi. Á undanförnum árum hafa notendur að meðaltali verið straumlausir í einn til þrjá tíma á ári eða 0,001-0,003% af árinu. En að gefnum flóknum forsendum má meta kostnaðinn sem af rafmagnsleysi hlýst. Ef rafmagn fer af landinu öllu í eina klukkustund hefði slíkt 638 milljóna króna kostað að meðaltali í för með sér, miðað við árið 2011. Ef slík truflun verður um hávetur þegar atvinnulífið er á fullum afköstum væri kostnaðurinn mun meiri eða um 1,6 milljarðar á klukkustund. Ef truflun á sér stað utan reglulegs vinnutíma eru áhrifin minni en ella, og áætlað er að kostnaður við klukkustundar straumleysi um helgi að sumri til væri um 333 milljónir.Töpuð gæði „Fólk vill gleyma því hvað raforkan er mikilvæg í nútíma þjóðfélagi. Menn ættu að hafa það hugfast í umræðunni um flutningsvirkin hér innanlands,“ segir Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, og bætir við að meðalkostnaður vegna rafmagnsleysis frá 2004 til 2012 er 1,5 milljarðar á ári [verðlag 2012]. Heildarkostnaðurinn er því tæpir 14 milljarðar króna. „Þetta er jú undirstaðan í öllu okkar atvinnulífi og afþreyingu. Þess vegna er það svona verðmætt að hafa rafmagn og á móti kemur mikið tjón ef þú hefur það ekki. Það er allt undir,“ segir Jón og bætir við að ár frá ári verði fólk háðara rafmagni vegna sífellt meira mikilvægis tölvukerfa fyrir fyrirtæki og fólk. „Menn rengja oft tölur um kostnað sem þennan; að einstaklingurinn beri engan sérstakan kostnað. En þá verður að hafa hugfast hvað tapast ef einhver situr í kvikmyndahúsi, í leikhúsi eða á veitingastað, svo dæmi sé nefnt. Þetta er allt mjög verðmætt fyrir hvern og einn, bæði mælt í beinhörðum peningum og tilfinningalega.“Viðkvæmt atvinnulíf Atvinnulíf er breytilegt á milli landshluta hér innanlands og af þeim sökum eru áhrif rafmagnsleysis mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta hlutfallslega mest en hún er ákaflega viðkvæm fyrir rafmagnsleysi. Á vinnutíma er kostnaður því hlutfallslega mestur á höfuðborgarsvæðinu, ef einungis er litið á almenna notkun og stóriðjunotendur því ekki teknir með. Í öðrum landshlutum er kostnaður háður aðstæðum á hverjum stað. Þar sem hann er hlutfallslega minnstur nemur hann um helmingi af kostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Iðnaður er einnig afar viðkvæmur fyrir rafmagnsleysi. „Hjá fyrirtæki er algengt að allt sem er í framleiðslu eyðileggst þegar rafmagn fer af, fyrir utan kostnað af því að hreinsa til áður en hægt er að koma framleiðslulínum af stað á ný. Eins eyðileggst viðkvæmt hráefni, svo maður tali ekki um álfyrirtækin sem þola ekki rafmagnsleysi nema í mjög afmarkaðan tíma áður en allt er ónýtt með gríðarlegum kostnaði því fylgjandi,“ segir Jón.Náttúruöflin Vegna afhendingaröryggis er langvinnt rafmagnsleysi fæstum ofarlega í huga. En aðstæður á Íslandi gefa tilefni til að vera á varðbergi. Dæmi frá síðasta ári gefa fullt tilefni til þess enda samfélagslegur kostnaður þess árs metinn hátt í þrjá milljarða króna. „Aðstæður úti á landi eru mun erfiðari en sunnan- og suðvestanlands. Því hefur verið lagt í mikinn kostnað við dýrar varaaflsstöðvar eins og á Vestfjörðum þar sem liggur aðeins ein lína inn á svæðið. Þar er Landsnet núna að byggja 10 megavatta varaaflsstöð á Bolungarvík til að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum, en sá fjórðungur landsins er sýnu verst staddur,“ segir Jón. „Afhendingaröryggi er mikið sunnan- og vestanlands þar sem kerfið er mjög sterkt en það er aldrei hægt að útiloka rafmagnsleysi, sama hvað þú leggur margar línur eða strengi. Aðallega er það vegna veðurfars, en við höfum sloppið vel hvað varðar náttúruhamfarir. En það er alltaf möguleiki að flóð, eldsumbrot eða jarðskjálftar geti valdið miklum erfiðleikum,“ segir Jón.
Fréttaskýringar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira