Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 78-88 | Ragnar með stórleik í Röstinni Kristinn Páll Teitsson í Röstinni skrifar 12. desember 2013 07:40 Þórsarar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Grindavík í tíundu umferð Dominos deild karla í Röstinni í kvöld. Þórsarar leiddu stærstan hluta leiksins og unnu að lokum sannfærandi sigur. Það voru fjögur stig sem skildu að liðin fyrir leiki kvöldsins. Grindavík var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með 12 stig en Þór var í sjöunda sæti með 8 stig eftir níu umferðir. Gestirnir frá Þorlákshöfn voru mun grimmari í fyrsta leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti um miðbik leikhlutans. Grindvíkingar virtust vakna undir lok fyrsta leikhluta því þeir voru mun sterkari í öðrum leikhluta og náðu að jafna metin undir lok hálfleiksins í stöðunni 41-41. Grindvíkingar voru í villuvandræðum í þriðja og fjórða leikhluta og nýttu gestirnir sér það. Við það fóru skotin að opnast fyrir Þórsliðið ásamt því að vera duglegir að sækja brot og fara á vítalínuna í báðum leikhlutunum. Smátt og smátt juku gestirnir forskotið þegar leið á fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur 88-78. Mike Cook átti fínan leik í liði gestanna með 24 stig og sjö stoðsendingar en það var Ragnar Nathanaelsson sem stal senunni í kvöld með 25 fráköstum, þar af 12 sóknarfráköst. Í liði heimamanna var Earnest Lewis Clinch atkvæðamestur með sautján stig ásamt sex stoðsendingum.Grindavík - Þór Þorlákshöfn 78-88 (17-26, 24-15, 18-23, 19-24)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 8/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 2.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/25 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 14/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 11, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/6 fráköst. Benedikt: Þurftum töffaraskap í fjórða leikhluta„Ætli það ekki, við leiddum hann lengst af og héldum alltaf smá forskoti," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs aðspurður hvort þetta hefði ekki verið sanngjarn sigur eftir leikinn. „Það var mjög ánægjulegt að sjá menn halda haus í leiknum, við töluðum um það fyrir síðasta leikhlutann að halda áfram og að gefa ekkert eftir," „Við vissum að ef við myndum sýna sama töffaraskap í fjórða leikhluta myndum við taka þetta en ef við værum eitthvað litlir í okkur myndi þetta vera erfitt. Við vissum að þeir gætu gert áhlaup á lokamínútum leiksins," Þórsarar komust snemma í bónusinn í fjórða leikhluta og nýttu sér það vel. „Menn voru að ná þessum lykilstoppum og að setja niður stór skot sem var auðvitað bara frábært. Við komumst í bónusinn snemma sem breytti varnarleiknum þeirra og við nýttum okkur það," Ragnar Nathanaelsson átti stórleik undir körfunni í kvöld en Benedikt var hógvær í hrósinu. „Það sjá allir hversu miklum framförum Raggi hefur tekið. Ég ætla hinsvegar að sleppa að hrósa honum núna, hann er fljótur að fara upp í skýin eftir smá hrós og vonandi heldur hann áfram að láta verkin tala," sagði Benedikt að lokum. Sverrir: Vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Maður er alltaf fúll að tapa en við vorum einfaldlega lélegir í kvöld, við vinnum ekki leiki þegar við spilum svona," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Við vorum slakir í vörninni, fengum of mörg stig á okkur í kvöld. Það vantaði einbeitingu og heilmikið annað hjá okkur í kvöld, þetta var bara lélegt," Sverrir var afar ósáttur með dómarar leiksins í seinni hálfleik en liðsmenn hans lentu í villuvandræðum í báðum leikhlutunum. „Mér fannst sérstaklega í fjórða leikhluta flautað mikið á okkur en þeim var sleppt með smávillur þegar við vorum að keyra upp völlinn. Fyrir vikið komumst við aldrei í bónusinn á meðan þeir voru í bónus síðustu sjö mínútur leiksins," „Við missum Sigga útaf og hann er okkar sterkasti skrokkur sem við þurfum undir körfunni. Hann var klaufi að fá á sig villur og missti því af síðustu mínútum leiksins sem veikti okkur. Fyrir vikið lentum við í vandræðum með Ragga sem átti flottan leik í kvöld. Það var hinsvegar ekki það sem skildi að hér í dag, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir," Grindvíkingar eiga einn leik eftir fyrir jólafrí. „Við þurfum þessi tvö stig og við eigum erfiðan leik framundan í Borgarnesi. Þeir eru búnir að vera í basli en við þurfum að koma tilbúnir í þann leik," sagði Sverrir að lokum.Leiklýsing: Grindavík - Þór Leik lokið: Gestirnir vinna að lokum öruggan 10 stiga sigur, þeir leiddu lengst af í leiknum og ekki hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið sanngjarn. Grindvíkingar lentu í villuvandræðum í seinni hálfleik og reyndist það liðinu dýrt að lokum þar sem Þórsarar skutu alls 12 sinnum af vítalínunni í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti: Þrír þristar á stuttum tíma hjá Þórsliðinu og þeir ná tólf stiga forskoti. Heimamenn svara með þrist en Ragnar svarar með körfu og kemur muninum aftur upp í ellefu stig þegar tæplega tvær mínútur eru til leiksloka. Sverrir tekur leikhlé, heimamenn eru að renna út á tíma. Grindavík 73-84 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Slakur varnarleikur hjá heimamönnum, eftir að hafa minnkað muninn í sex stig var Tómas Heiðar skilinn aleinn eftir út í horni og setti niður mikilvægan þrist. Grindavík 67-76 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Gestirnir komnir með sjö stiga forskot og Nemanja Sovic fer á vítalínuna eftir leikhlé. Sverrir tekur leikhlé enda er lítið eftir og Grindvíkingar að gera sér sífellt erfiðara fyrir. Það getur þó allt gerst þegar rúmlega fjórar mínútur eru til leiksloka. Grindavík 65-72 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Grindvíkingar aftur í villuvandræðum, Þórsliðið komið í bónusinn þegar sjö mínútur eru eftir af leikhlutanum. Grindavík 61-69 Þór Þorlákshöfn. Þriðja leikhluta lokið: Ragnar kominn í tuttugu fráköst í leiknum en þurfti skiptingu rétt fyrir lok leikhlutans. Hann varð fyrir einhverju hnjaski í teignum og er óvíst um áframhaldið hjá honum. Grindavík 59-64 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sigurður kominn í villuvandræði og situr á bekknum það sem eftir lifir þriðja leikhluta. Ragnar kominn með átta fráköst í leikhlutanum. Grindavík 56-63 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sjö stig í röð frá Þórsliðinu og munurinn skyndilega kominn upp í átta stig. Grindavík 49-57 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sigurður Þorsteinsson duglegur að koma sér á vítalínuna á fyrstu mínútum þriðja leikhluta, Siggi setur niður skot og fær víti sem hann setur niður. Grindavík 49-50 Þór Þorlákshöfn. Hálfleikstölfræði: Earnest Clinch leiðir Grindvíkinga í stigum með 13 stig, í liði gestanna er Mike Cook með 17 stig. Ragnar Nathanaelsson er einu stigi frá tvöfaldri tvennu í hálfleik með 9 stig og 10 fráköst. Hálfleikur: Earnest Clinch aftur með þrist á lokasekúndu leikhlutans og jafnar metin. Gestirnir hafa leitt leikinn lengst af en ná ekki að hrista Grindvíkinga af sér. Grindavík 41-41 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Grindvíkingar ná forskotinu en halda því ekki lengi, Ólafur setur niður þrist og nær forskotinu en eftir þrjú sóknarfráköst Þórsara í næstu sókn setja þeir niður tvö stig og jafna metin. Grindavík 35-35 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Loks skora gestirnir þegar Ragnar blakar frákasti ofaní. Þegar annar leikhluti er tæplega hálfnaður höfðu Grindvíkingar náð að halda þeim í aðeins þremur stigum í leikhlutanum. Grindavík 29-31 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Grindvíkingar mjög agressívir í upphafi annars leikhluta, minnka muninn í eitt stig og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs tekur leikhlé þegar tvær mínútur eru búnar af leikhlutanum. Grindavík 27-28 Þór Þorlákshöfn. Fyrsta leikhluta lokið: Langur þristur hjá Clinch rétt fyrir lok leikhlutans lagar stöðuna aðeins fyrir heimamenn. Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga lætur dómara leiksins heyra það en hann var afar ósáttur með síðustu körfu Þórsara. Grindavík 17-26 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Heimamenn ósáttir, það var greinilega brotið á Sigurði undir körfunni í skoti, það heyrðist smellur þegar slegið var í hann en dómararnir dæma ekkert. Upp úr því keyra gestirnir upp og setja niður þrist. Grindavík 14-26 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Flottur varnarleikur í upphafi hjá báðum liðum, þónokkrir varðir boltar í fyrsta leikhluta. Grindavík 12 - 16 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Þórsarar með ellefu stig í röð og ná níu stiga forskoti um miðbik fyrsta leikhluta. Grindavík 4-13 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Ragnar tekur uppkastið og gestirnir halda í sókn.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn núna tvö ár í röð, árið 2012 lögðu þeir Þór Þorlákshöfn einmitt í úrslitum. Fyrir leik: Gaman verður að fylgjast með baráttunni undir körfunni í kvöld. Sigurður Þorsteinsson er engin smásmíð undir körfunni en hann mætir Ragnari Nathanaelssyni undir körfunni.Fyrir leik: Þetta er næst síðasti leikur liðanna fyrir jólafrí, fyrir leikinn eru Grindvíkingar með 12 stig í þriðja sæti á meðan gestirnir eru með 8 stig í sjöunda sæti.Fyrir leik: Fámennt í Röstinni, ég tel eina tuttugu hausa korter fyrir leik. Vonumst eftir flottri stemmingu í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Þórs lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Þórsarar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Grindavík í tíundu umferð Dominos deild karla í Röstinni í kvöld. Þórsarar leiddu stærstan hluta leiksins og unnu að lokum sannfærandi sigur. Það voru fjögur stig sem skildu að liðin fyrir leiki kvöldsins. Grindavík var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með 12 stig en Þór var í sjöunda sæti með 8 stig eftir níu umferðir. Gestirnir frá Þorlákshöfn voru mun grimmari í fyrsta leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti um miðbik leikhlutans. Grindvíkingar virtust vakna undir lok fyrsta leikhluta því þeir voru mun sterkari í öðrum leikhluta og náðu að jafna metin undir lok hálfleiksins í stöðunni 41-41. Grindvíkingar voru í villuvandræðum í þriðja og fjórða leikhluta og nýttu gestirnir sér það. Við það fóru skotin að opnast fyrir Þórsliðið ásamt því að vera duglegir að sækja brot og fara á vítalínuna í báðum leikhlutunum. Smátt og smátt juku gestirnir forskotið þegar leið á fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur 88-78. Mike Cook átti fínan leik í liði gestanna með 24 stig og sjö stoðsendingar en það var Ragnar Nathanaelsson sem stal senunni í kvöld með 25 fráköstum, þar af 12 sóknarfráköst. Í liði heimamanna var Earnest Lewis Clinch atkvæðamestur með sautján stig ásamt sex stoðsendingum.Grindavík - Þór Þorlákshöfn 78-88 (17-26, 24-15, 18-23, 19-24)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 8/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 2.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/25 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 14/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 11, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/6 fráköst. Benedikt: Þurftum töffaraskap í fjórða leikhluta„Ætli það ekki, við leiddum hann lengst af og héldum alltaf smá forskoti," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs aðspurður hvort þetta hefði ekki verið sanngjarn sigur eftir leikinn. „Það var mjög ánægjulegt að sjá menn halda haus í leiknum, við töluðum um það fyrir síðasta leikhlutann að halda áfram og að gefa ekkert eftir," „Við vissum að ef við myndum sýna sama töffaraskap í fjórða leikhluta myndum við taka þetta en ef við værum eitthvað litlir í okkur myndi þetta vera erfitt. Við vissum að þeir gætu gert áhlaup á lokamínútum leiksins," Þórsarar komust snemma í bónusinn í fjórða leikhluta og nýttu sér það vel. „Menn voru að ná þessum lykilstoppum og að setja niður stór skot sem var auðvitað bara frábært. Við komumst í bónusinn snemma sem breytti varnarleiknum þeirra og við nýttum okkur það," Ragnar Nathanaelsson átti stórleik undir körfunni í kvöld en Benedikt var hógvær í hrósinu. „Það sjá allir hversu miklum framförum Raggi hefur tekið. Ég ætla hinsvegar að sleppa að hrósa honum núna, hann er fljótur að fara upp í skýin eftir smá hrós og vonandi heldur hann áfram að láta verkin tala," sagði Benedikt að lokum. Sverrir: Vorum einfaldlega lélegir í kvöld„Maður er alltaf fúll að tapa en við vorum einfaldlega lélegir í kvöld, við vinnum ekki leiki þegar við spilum svona," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Við vorum slakir í vörninni, fengum of mörg stig á okkur í kvöld. Það vantaði einbeitingu og heilmikið annað hjá okkur í kvöld, þetta var bara lélegt," Sverrir var afar ósáttur með dómarar leiksins í seinni hálfleik en liðsmenn hans lentu í villuvandræðum í báðum leikhlutunum. „Mér fannst sérstaklega í fjórða leikhluta flautað mikið á okkur en þeim var sleppt með smávillur þegar við vorum að keyra upp völlinn. Fyrir vikið komumst við aldrei í bónusinn á meðan þeir voru í bónus síðustu sjö mínútur leiksins," „Við missum Sigga útaf og hann er okkar sterkasti skrokkur sem við þurfum undir körfunni. Hann var klaufi að fá á sig villur og missti því af síðustu mínútum leiksins sem veikti okkur. Fyrir vikið lentum við í vandræðum með Ragga sem átti flottan leik í kvöld. Það var hinsvegar ekki það sem skildi að hér í dag, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir," Grindvíkingar eiga einn leik eftir fyrir jólafrí. „Við þurfum þessi tvö stig og við eigum erfiðan leik framundan í Borgarnesi. Þeir eru búnir að vera í basli en við þurfum að koma tilbúnir í þann leik," sagði Sverrir að lokum.Leiklýsing: Grindavík - Þór Leik lokið: Gestirnir vinna að lokum öruggan 10 stiga sigur, þeir leiddu lengst af í leiknum og ekki hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið sanngjarn. Grindvíkingar lentu í villuvandræðum í seinni hálfleik og reyndist það liðinu dýrt að lokum þar sem Þórsarar skutu alls 12 sinnum af vítalínunni í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti: Þrír þristar á stuttum tíma hjá Þórsliðinu og þeir ná tólf stiga forskoti. Heimamenn svara með þrist en Ragnar svarar með körfu og kemur muninum aftur upp í ellefu stig þegar tæplega tvær mínútur eru til leiksloka. Sverrir tekur leikhlé, heimamenn eru að renna út á tíma. Grindavík 73-84 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Slakur varnarleikur hjá heimamönnum, eftir að hafa minnkað muninn í sex stig var Tómas Heiðar skilinn aleinn eftir út í horni og setti niður mikilvægan þrist. Grindavík 67-76 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Gestirnir komnir með sjö stiga forskot og Nemanja Sovic fer á vítalínuna eftir leikhlé. Sverrir tekur leikhlé enda er lítið eftir og Grindvíkingar að gera sér sífellt erfiðara fyrir. Það getur þó allt gerst þegar rúmlega fjórar mínútur eru til leiksloka. Grindavík 65-72 Þór Þorlákshöfn. Fjórði leikhluti: Grindvíkingar aftur í villuvandræðum, Þórsliðið komið í bónusinn þegar sjö mínútur eru eftir af leikhlutanum. Grindavík 61-69 Þór Þorlákshöfn. Þriðja leikhluta lokið: Ragnar kominn í tuttugu fráköst í leiknum en þurfti skiptingu rétt fyrir lok leikhlutans. Hann varð fyrir einhverju hnjaski í teignum og er óvíst um áframhaldið hjá honum. Grindavík 59-64 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sigurður kominn í villuvandræði og situr á bekknum það sem eftir lifir þriðja leikhluta. Ragnar kominn með átta fráköst í leikhlutanum. Grindavík 56-63 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sjö stig í röð frá Þórsliðinu og munurinn skyndilega kominn upp í átta stig. Grindavík 49-57 Þór Þorlákshöfn. Þriðji leikhluti: Sigurður Þorsteinsson duglegur að koma sér á vítalínuna á fyrstu mínútum þriðja leikhluta, Siggi setur niður skot og fær víti sem hann setur niður. Grindavík 49-50 Þór Þorlákshöfn. Hálfleikstölfræði: Earnest Clinch leiðir Grindvíkinga í stigum með 13 stig, í liði gestanna er Mike Cook með 17 stig. Ragnar Nathanaelsson er einu stigi frá tvöfaldri tvennu í hálfleik með 9 stig og 10 fráköst. Hálfleikur: Earnest Clinch aftur með þrist á lokasekúndu leikhlutans og jafnar metin. Gestirnir hafa leitt leikinn lengst af en ná ekki að hrista Grindvíkinga af sér. Grindavík 41-41 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Grindvíkingar ná forskotinu en halda því ekki lengi, Ólafur setur niður þrist og nær forskotinu en eftir þrjú sóknarfráköst Þórsara í næstu sókn setja þeir niður tvö stig og jafna metin. Grindavík 35-35 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Loks skora gestirnir þegar Ragnar blakar frákasti ofaní. Þegar annar leikhluti er tæplega hálfnaður höfðu Grindvíkingar náð að halda þeim í aðeins þremur stigum í leikhlutanum. Grindavík 29-31 Þór Þorlákshöfn. Annar leikhluti: Grindvíkingar mjög agressívir í upphafi annars leikhluta, minnka muninn í eitt stig og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs tekur leikhlé þegar tvær mínútur eru búnar af leikhlutanum. Grindavík 27-28 Þór Þorlákshöfn. Fyrsta leikhluta lokið: Langur þristur hjá Clinch rétt fyrir lok leikhlutans lagar stöðuna aðeins fyrir heimamenn. Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga lætur dómara leiksins heyra það en hann var afar ósáttur með síðustu körfu Þórsara. Grindavík 17-26 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Heimamenn ósáttir, það var greinilega brotið á Sigurði undir körfunni í skoti, það heyrðist smellur þegar slegið var í hann en dómararnir dæma ekkert. Upp úr því keyra gestirnir upp og setja niður þrist. Grindavík 14-26 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Flottur varnarleikur í upphafi hjá báðum liðum, þónokkrir varðir boltar í fyrsta leikhluta. Grindavík 12 - 16 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Þórsarar með ellefu stig í röð og ná níu stiga forskoti um miðbik fyrsta leikhluta. Grindavík 4-13 Þór Þorlákshöfn. Fyrsti leikhluti: Ragnar tekur uppkastið og gestirnir halda í sókn.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn núna tvö ár í röð, árið 2012 lögðu þeir Þór Þorlákshöfn einmitt í úrslitum. Fyrir leik: Gaman verður að fylgjast með baráttunni undir körfunni í kvöld. Sigurður Þorsteinsson er engin smásmíð undir körfunni en hann mætir Ragnari Nathanaelssyni undir körfunni.Fyrir leik: Þetta er næst síðasti leikur liðanna fyrir jólafrí, fyrir leikinn eru Grindvíkingar með 12 stig í þriðja sæti á meðan gestirnir eru með 8 stig í sjöunda sæti.Fyrir leik: Fámennt í Röstinni, ég tel eina tuttugu hausa korter fyrir leik. Vonumst eftir flottri stemmingu í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Þórs lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira