Lífið

Við erum að miða okkur við einstaklinga sem eru ekki til

Kolbrún Björnsdóttir skrifar
Allt of margir eru af margvíslegum ástæðum óánægðir með líkama sinn. Hvort sem um er að ræða þyngdina, slit, hrukkur, appelsínuhúð eða annað þá getur þessi óánægja verið mjög hamlandi.

Til að mynda eru margir sem veigra sér við að fara í sund, á mannamót eða eiga náin kynni við annað fólk. Þetta getur líka gengið það langt að það leiði meðal annars til kvíða, þunglyndis eða átraskana.

En af hverju þessar óraunhæfu kröfur um ákveðið útlit? Hvaðan koma þær og hvað getum við gert til að þykja vænt um líkama okkar?

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaðar Samtaka um líkamsvirðingu, er gestur í þættinum Kollu næsta miðvikudagskvöld.

Í myndbrotinu hér fyrir ofan fer Sigrún yfir það hverjar fyrirmyndir okkar eru nú til tags og hversu óraunhæfar þær geta verið.

Kolla er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.