Formúla 1 glímir við fjárhagserfiðleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2013 15:00 Tony Fernandez og Richard Branson skála eftir að sá síðarnefndi tapaði veðmáli um hvort Formúlu 1 lið þeirra félaga hefði betur í kappakstrinum í Ástralíu. Branson fór í vaxmeðferð vegna tapsins. Nordicphotos/Getty „Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér. Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
„Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér.
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira