Jólalokan mikla Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. janúar 2013 06:00 Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. Við erum fjögur í fjölskyldunni. Þar af tvö það langt undir fermingu að bragðlaukar þeirra gefa lítið fyrir timían, hvað þá fennel. Það var því augljóst frá upphafi að afgangarnir yrðu einhverjir en það var með ráðum gert. Kaldir kjötafgangarnir skyldu nýttir í jólalokuna svokölluðu en það er sérlega vel útilátin samloka sem hefð hefur skapast fyrir hjá okkur á jóladag. Tilhlökkunin vegna jólalokunnar er ekki minni en vegna jólamáltíðarinnar sjálfrar. Stundum er hún margra hæða með súrum gúrkum og sætu sinnepi og kjötáleggið í svo þykkum sneiðum að það hálfa væri nóg. Það var eingöngu vegna jólalokunnar að hvorki meira né minna en fjórar tegundir kjöts kraumuðu nú í ofni og í pottum og pönnum. Lokan þessi jólin yrði rosaleg. Húsbóndinn mundaði því kjöthitamælana og fylgdist með hverri gráðu. Það er ekki sama hvernig þetta er gert, mismunandi hiti á við hverja tegund og ekkert má út af bera. Hann gaf sér varla tíma til að skipta í betri fötin, svo umhugað var honum um bragðgæði, meyrni og áferð. Þegar jólin komu með klukknaómi og kræsingarnar skyldu á borðið var kjötið það eina sem stóð klárt. Grjónin í rjómalagaða möndlugrautinn sem átti að vera í forrétt voru enn í pakkanum. Rótargrænmetið sem átti að lagast með timíani og fenneli var enn í sínu upphaflega formi inni í ísskáp og sömuleiðis kartöflurnar! En það þýðir ekkert að láta svona lagað slá sig út af laginu. Krakkarnir fengu það sem til var enda hefði þeim ekki getað staðið meira á sama um fjarveru fennelsins. Við tvö borðuðum síðar, sama kvöld þó, þegar kartöflurnar voru soðnar og slepptum forréttinum. Fyrir vikið var jólamáltíðin talsvert á annan veg en til stóð en það gerði ekkert til. Jólin snúast jú um annað og meira. Jólalokan var hins vegar rosaleg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. Við erum fjögur í fjölskyldunni. Þar af tvö það langt undir fermingu að bragðlaukar þeirra gefa lítið fyrir timían, hvað þá fennel. Það var því augljóst frá upphafi að afgangarnir yrðu einhverjir en það var með ráðum gert. Kaldir kjötafgangarnir skyldu nýttir í jólalokuna svokölluðu en það er sérlega vel útilátin samloka sem hefð hefur skapast fyrir hjá okkur á jóladag. Tilhlökkunin vegna jólalokunnar er ekki minni en vegna jólamáltíðarinnar sjálfrar. Stundum er hún margra hæða með súrum gúrkum og sætu sinnepi og kjötáleggið í svo þykkum sneiðum að það hálfa væri nóg. Það var eingöngu vegna jólalokunnar að hvorki meira né minna en fjórar tegundir kjöts kraumuðu nú í ofni og í pottum og pönnum. Lokan þessi jólin yrði rosaleg. Húsbóndinn mundaði því kjöthitamælana og fylgdist með hverri gráðu. Það er ekki sama hvernig þetta er gert, mismunandi hiti á við hverja tegund og ekkert má út af bera. Hann gaf sér varla tíma til að skipta í betri fötin, svo umhugað var honum um bragðgæði, meyrni og áferð. Þegar jólin komu með klukknaómi og kræsingarnar skyldu á borðið var kjötið það eina sem stóð klárt. Grjónin í rjómalagaða möndlugrautinn sem átti að vera í forrétt voru enn í pakkanum. Rótargrænmetið sem átti að lagast með timíani og fenneli var enn í sínu upphaflega formi inni í ísskáp og sömuleiðis kartöflurnar! En það þýðir ekkert að láta svona lagað slá sig út af laginu. Krakkarnir fengu það sem til var enda hefði þeim ekki getað staðið meira á sama um fjarveru fennelsins. Við tvö borðuðum síðar, sama kvöld þó, þegar kartöflurnar voru soðnar og slepptum forréttinum. Fyrir vikið var jólamáltíðin talsvert á annan veg en til stóð en það gerði ekkert til. Jólin snúast jú um annað og meira. Jólalokan var hins vegar rosaleg!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun