Ef amma væri að lesa Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. janúar 2013 06:00 „Þetta er ekkert nema ómerkileg trunta." – Arnar Geir Kárason Snemma dags þann 7. júní árið 2000 sat ég við morgunverðarborðið heima hjá mér með skæri á lofti og beið þess að Morgunblaðið dytti inn um póstlúguna. Daginn áður hafði ég hafið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Blaðamennsku hafði ég lengi séð í hillingum. Ég sá sjálfa mig fyrir mér hlaupa um bæinn á pinnahælum með hárið blásið eins og Dolly Parton í myndinni „Nine to five" vopnuð skjalatösku í annarri hendi og diktafóni í hinni sem ég myndi nota til að fletta ofan af spilltum pólitíkusum og siðblindum viðskiptajöfrum milli þess sem mér yrði boðið í blautan löns með ritstjóranum. Raunveruleikinn var hins vegar ekki lengi að gera út af við slíka dagdrauma. Lönsinn með ritstjóranum lét á sér standa og fyrsta fréttin sem ég fékk að skrifa fjallaði hvorki um pólitík né spillingu heldur endurnar á Tjörninni. Engu að síður fylltist ég djúpu stolti er ég klippti út fyrstu 215 orðin mín sem birtust á prenti – fínpússuð af yfirveguðum yfirmanni sem sýndi rúmlega tvítugum reynslulausum háskólastúdent sem vissi ekki hvort öndin með græna hausinn væri karlinn eða konan aðdáunarverða þolinmæði.„Þvílík hetja þessi vælandi kelling." – Bjarki Már Þórarins Það er eitthvað hátíðlegt, ef ekki heilagt, við blek og pappír. Allt frá því að við Íslendingar nostruðum við kálfskinnið í den höfum við lagt metnað í að koma orðum niður á blað. Við setjum okkur í sparistellingarnar er við sitjum andspænis pappírnum, veljum orð af kostgæfni, rifjum upp stafsetningarreglurnar um eitt n og tvö og brjótumst úr hversdagslegum viðjum þágufallsýkinnar. Þegar kemur hins vegar að samtímaskriffærunum lyklaborði og tölvuskjá virðast allt önnur lögmál ríkja. Síðastliðinn föstudag var femínistinn Hildur Lilliendahl Viggósdóttir valin Hetja ársins 2012 af lesendum DV. Þessi krúttlega viðurkenning tók ískyggilega kúvendingu þegar hrottalegum svívirðingum hóf að rigna í hundraða tali yfir Hildi í athugasemdakerfi dv.is. Hún var meðal annars kölluð trunta, femínistabelja og kallakerling. Þessi orðaspýja gerði auðvitað ekki annað en að undirstrika enn frekar þörfina á baráttu Hildar en hún hefur unnið ötullega að því að beina sjónum að þeirri kvenfyrirlitningu sem birtist gjarnan í almennri orðræðu, sér í lagi á internetinu.„Frekar beygla ársins." – Björgvin Sævar Ármannsson Hefðu viðkomandi aðilar tekið svo til orða hefði ummælum þeirra verið ætlað að birtast á prenti; ef líkur væru á að amma þeirra læsi þau yfir morgunkaffinu á síðum Fréttablaðsins? Ég leyfi mér að efast um það. Enda virðast orðljótar tilvitnanirnar hér að ofan sem allar eru fengnar úr athugasemdakerfi dv.is og fjalla um Hildi Lilliendahl hreint súrrealískar þegar þær eru komnar á fast form dagblaðapappírsins. Blint hatrið og saurug ræpan eru trúðsleg, virðast skopstæling á mannlegum samskiptum sem ætti betur heima sem grín í Spaugstofunni en umræða í athugasemdakerfi þar sem ætlast er til að vitiborið fólk ræði málefni líðandi stundar. Nú munu vafalaust einhverjir vilja túlka það sem svo að með því að gagnrýna sóðapenna internetsins sé undirrituð að hvetja til ritskoðunar. Því fer hins vegar fjarri.„Hún svaf örugglega hjá Reyni Trausta, ritstjóra." – Logi Már Kvaran Í síðustu viku birtust eftir mig í Fréttablaðinu áramótahugleiðingar sem samkvæmt verklýsingu áttu að fjalla um eitthvað sem mér hafði þótt setja svip á árið 2012. Viðfangsefnið sem ég valdi var peningar og leitaðist ég við að færa rök fyrir því að tilhneiging hluta samfélagsins til að glæpamanns-gera fólk sem stundaði atvinnustarfsemi, svo sem Kára Stefánsson og Skúla Mogensen, væri óréttmæt og gæti haft slæm áhrif á hagsæld samfélagsins, þjóðarframleiðslu og atvinnustig. Af viðbrögðunum varð strax ljóst að hugleiðingarnar væru umdeildar. Ég fagnaði því auðvitað því hressilegar rökræður eru undirstaða lýðræðis og opins samfélags. Þar sem ég sat við tölvuskjáinn og beið spennt eftir kröftugum mótrökum, hnyttnum andmælum og ígrunduðum andsvörum sem fengju mig jafnvel til að endurhugsa afstöðu mína tóku hins vegar að renna á mig tvær grímur. Kommentin voru flest á eina leið: rislitlar 2007 klisjur, ófrægingar og villtar samsæriskenningar: „Það gárar víst líka á grunna polla." – Kristinn Hrafnsson. „þarna er mikil þrá eftir að 2007 eigi kombakk með sínu gagnrýnisleysi."– Egill Helgason. „Enginn boðskapur í þessari grein. Virðist kostuð af banka eða bankamönnum frá því fyrir hrun." – Þorfinnur Ómarsson. Afsakið slettuna, en „komm on"! Það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta. Ég var að verja peninga! Það ætti ekki að vera svo erfitt að pota göt í grein sem gengur út á að halda uppi vörnum fyrir fjármuni fimm árum eftir að fjárhagslegt hrun varð á landinu. Það hefði mátt slengja fram nokkrum dæmum um ofgnótt góðærisáranna, grafa upp eina af mörgum fréttum fjölmiðla um flottræfla, vitna í eitthvað úr rannsóknarskýrslunni. En það er ekki gert. Því rökræðuaðferð Íslands í dag gengur fyrst og fremst út á að fara í manninn en ekki málefnið. „Þessi er svolitið klikkuð í skallanum." – Stebbi Hansen Hér er því ekki verið að hvetja til ritskoðunar heldur þvert á móti frekari rökræðna. Vitiborinna skoðanaskipta. Sé fólk ósammála lesendum DV um val á hetju ársins má vel gagnrýna það. Einhver kann að vera á móti þeirri aðferðafræði sem Hildur Lilliendahl hefur beitt í baráttu sinni gegn kvenfyrirlitningu. Annar kann að vera þeirrar skoðunar ekki sé lengur þörf á sérstakri jafnréttisbaráttu konum til handa því hagur þeirra hefur vissulega batnað til muna síðustu áratugi. „Hildur Lilliendahl er trunta" er hins vegar ekki rök með eða á móti nokkrum sköpuðum hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
„Þetta er ekkert nema ómerkileg trunta." – Arnar Geir Kárason Snemma dags þann 7. júní árið 2000 sat ég við morgunverðarborðið heima hjá mér með skæri á lofti og beið þess að Morgunblaðið dytti inn um póstlúguna. Daginn áður hafði ég hafið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Blaðamennsku hafði ég lengi séð í hillingum. Ég sá sjálfa mig fyrir mér hlaupa um bæinn á pinnahælum með hárið blásið eins og Dolly Parton í myndinni „Nine to five" vopnuð skjalatösku í annarri hendi og diktafóni í hinni sem ég myndi nota til að fletta ofan af spilltum pólitíkusum og siðblindum viðskiptajöfrum milli þess sem mér yrði boðið í blautan löns með ritstjóranum. Raunveruleikinn var hins vegar ekki lengi að gera út af við slíka dagdrauma. Lönsinn með ritstjóranum lét á sér standa og fyrsta fréttin sem ég fékk að skrifa fjallaði hvorki um pólitík né spillingu heldur endurnar á Tjörninni. Engu að síður fylltist ég djúpu stolti er ég klippti út fyrstu 215 orðin mín sem birtust á prenti – fínpússuð af yfirveguðum yfirmanni sem sýndi rúmlega tvítugum reynslulausum háskólastúdent sem vissi ekki hvort öndin með græna hausinn væri karlinn eða konan aðdáunarverða þolinmæði.„Þvílík hetja þessi vælandi kelling." – Bjarki Már Þórarins Það er eitthvað hátíðlegt, ef ekki heilagt, við blek og pappír. Allt frá því að við Íslendingar nostruðum við kálfskinnið í den höfum við lagt metnað í að koma orðum niður á blað. Við setjum okkur í sparistellingarnar er við sitjum andspænis pappírnum, veljum orð af kostgæfni, rifjum upp stafsetningarreglurnar um eitt n og tvö og brjótumst úr hversdagslegum viðjum þágufallsýkinnar. Þegar kemur hins vegar að samtímaskriffærunum lyklaborði og tölvuskjá virðast allt önnur lögmál ríkja. Síðastliðinn föstudag var femínistinn Hildur Lilliendahl Viggósdóttir valin Hetja ársins 2012 af lesendum DV. Þessi krúttlega viðurkenning tók ískyggilega kúvendingu þegar hrottalegum svívirðingum hóf að rigna í hundraða tali yfir Hildi í athugasemdakerfi dv.is. Hún var meðal annars kölluð trunta, femínistabelja og kallakerling. Þessi orðaspýja gerði auðvitað ekki annað en að undirstrika enn frekar þörfina á baráttu Hildar en hún hefur unnið ötullega að því að beina sjónum að þeirri kvenfyrirlitningu sem birtist gjarnan í almennri orðræðu, sér í lagi á internetinu.„Frekar beygla ársins." – Björgvin Sævar Ármannsson Hefðu viðkomandi aðilar tekið svo til orða hefði ummælum þeirra verið ætlað að birtast á prenti; ef líkur væru á að amma þeirra læsi þau yfir morgunkaffinu á síðum Fréttablaðsins? Ég leyfi mér að efast um það. Enda virðast orðljótar tilvitnanirnar hér að ofan sem allar eru fengnar úr athugasemdakerfi dv.is og fjalla um Hildi Lilliendahl hreint súrrealískar þegar þær eru komnar á fast form dagblaðapappírsins. Blint hatrið og saurug ræpan eru trúðsleg, virðast skopstæling á mannlegum samskiptum sem ætti betur heima sem grín í Spaugstofunni en umræða í athugasemdakerfi þar sem ætlast er til að vitiborið fólk ræði málefni líðandi stundar. Nú munu vafalaust einhverjir vilja túlka það sem svo að með því að gagnrýna sóðapenna internetsins sé undirrituð að hvetja til ritskoðunar. Því fer hins vegar fjarri.„Hún svaf örugglega hjá Reyni Trausta, ritstjóra." – Logi Már Kvaran Í síðustu viku birtust eftir mig í Fréttablaðinu áramótahugleiðingar sem samkvæmt verklýsingu áttu að fjalla um eitthvað sem mér hafði þótt setja svip á árið 2012. Viðfangsefnið sem ég valdi var peningar og leitaðist ég við að færa rök fyrir því að tilhneiging hluta samfélagsins til að glæpamanns-gera fólk sem stundaði atvinnustarfsemi, svo sem Kára Stefánsson og Skúla Mogensen, væri óréttmæt og gæti haft slæm áhrif á hagsæld samfélagsins, þjóðarframleiðslu og atvinnustig. Af viðbrögðunum varð strax ljóst að hugleiðingarnar væru umdeildar. Ég fagnaði því auðvitað því hressilegar rökræður eru undirstaða lýðræðis og opins samfélags. Þar sem ég sat við tölvuskjáinn og beið spennt eftir kröftugum mótrökum, hnyttnum andmælum og ígrunduðum andsvörum sem fengju mig jafnvel til að endurhugsa afstöðu mína tóku hins vegar að renna á mig tvær grímur. Kommentin voru flest á eina leið: rislitlar 2007 klisjur, ófrægingar og villtar samsæriskenningar: „Það gárar víst líka á grunna polla." – Kristinn Hrafnsson. „þarna er mikil þrá eftir að 2007 eigi kombakk með sínu gagnrýnisleysi."– Egill Helgason. „Enginn boðskapur í þessari grein. Virðist kostuð af banka eða bankamönnum frá því fyrir hrun." – Þorfinnur Ómarsson. Afsakið slettuna, en „komm on"! Það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta. Ég var að verja peninga! Það ætti ekki að vera svo erfitt að pota göt í grein sem gengur út á að halda uppi vörnum fyrir fjármuni fimm árum eftir að fjárhagslegt hrun varð á landinu. Það hefði mátt slengja fram nokkrum dæmum um ofgnótt góðærisáranna, grafa upp eina af mörgum fréttum fjölmiðla um flottræfla, vitna í eitthvað úr rannsóknarskýrslunni. En það er ekki gert. Því rökræðuaðferð Íslands í dag gengur fyrst og fremst út á að fara í manninn en ekki málefnið. „Þessi er svolitið klikkuð í skallanum." – Stebbi Hansen Hér er því ekki verið að hvetja til ritskoðunar heldur þvert á móti frekari rökræðna. Vitiborinna skoðanaskipta. Sé fólk ósammála lesendum DV um val á hetju ársins má vel gagnrýna það. Einhver kann að vera á móti þeirri aðferðafræði sem Hildur Lilliendahl hefur beitt í baráttu sinni gegn kvenfyrirlitningu. Annar kann að vera þeirrar skoðunar ekki sé lengur þörf á sérstakri jafnréttisbaráttu konum til handa því hagur þeirra hefur vissulega batnað til muna síðustu áratugi. „Hildur Lilliendahl er trunta" er hins vegar ekki rök með eða á móti nokkrum sköpuðum hlut.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun