Menning

Leikstýrir þýskri poppsöngkonu

HVA skrifar
Helgi og Saint Lu halda sig innan borgarmarka.	Fréttablaðið/Valli
Helgi og Saint Lu halda sig innan borgarmarka. Fréttablaðið/Valli
„Það er enginn hestur og engin náttúra,“ segir Helgi Jóhannsson, en hann leikstýrir myndbandi söngkonunnar Saint Lu við eitt þeirra fjögurra laga sem keppa í lokaúrslitum þýsku undankeppninnar fyrir Eurovision.

Tökur hefjast í næstu viku og verður myndbandið tekið í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er millistórt tónlistarvídeó og þegar mest er telur hópurinn um fjörutíu manns, með tökuliði og leikurum,“ segir Helgi, en í myndbandinu fylgjast áhorfendur með vafasömum ævintýrum söngkonunnar, sem kallast réttu nafni Luise Gruber, með elskhuga sínum um dimma Reykjavíkurnótt.

Helgi hefur leikstýrt allnokkrum íslenskum myndböndum, meðal annars verðlaunamyndbandi fyrir rafpopparann Berndsen, og nú síðast fyrir rokksveitina Diktu.

Þýska myndbandið er hins vegar stærsta verkefni Helga til þessa, og ef framlag söngkonunnar ber sigur úr býtum gæti farið svo að myndbandið fylgdi laginu í aðalkeppnina. „Annars vil ég ekki fullyrða neitt. Það getur vel verið að hún geri annað myndband ef hún vinnur,“ segir Helgi, og gefur lítið fyrir getgátur um framtíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×