Annað ár úlfsins fram undan 8. janúar 2013 10:00 Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira