Spennandi verkefni 9. janúar 2013 06:00 Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“ Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira